Passar í meistaramótið hjá KR-ingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 07:00 KR vann níu af þrettán deildarleikjum sínum undir stjórn Willums síðasta sumar. vísir/hanna KR-ingar vilja að KR-ingar þjálfi liðið sitt. Það fer ekkert fram hjá neinum þegar litið er yfir þjálfara KR-liðsins undanfarin ár. Næsti þjálfari liðsins er líka röndóttur í gegn og hann fellur líka fullkomlega í það mót þjálfara sem hafa skilað KR-ingum Íslandsmeistaratitlinum undanfarin sautján ár. Willum Þór Þórsson verður þjálfari KR-liðsins næsta sumar. Stjórn KR gekk frá því í gær og mun kynna nýja „gamla“ þjálfarann á næstu dögum. Sumarið 2016 hjá KR skiptist í tvo hluta. Þann hluta sem Bjarni Guðjónsson stýrði og skilaði KR í hóp lélegustu liða Pepsi-deildarinnar og þann sem Willum Þór Þórsson stýrði þegar KR-liðið fékk langflest stig af öllum liðum deildarinnar. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að Willum Þór fái nú fastráðningu sem þjálfari KR. Það voru bara tvö lið í deildinni sem fengu færri stig en KR þegar Bjarni sat í þjálfarastólnum (fallliðin Þróttur og Fylkir) og KR-liðið fékk sex stigum meira en Íslandsmeistarar FH eftir að Willum Þór kom til bjargar í júnílok.grafík/fréttablaðiðWillum Þór Þórsson hefur þegar skilað tveimur Íslandsmeistaratitlum í hús. Það gerði hann 2002 og 2003 og varð þar með fyrsti þjálfari KR í meira en sextíu ár til að vinna titilinn tvö ár í röð. Willum Þór hafði líka komist í hóp með Óla B. Jónssyni síðasta sumar þegar hann tók aftur við KR. Willum verður nú fyrsti þjálfarinn frá 1970 til að fá að taka aftur við KR-liðinu sem fastráðinn framtíðarþjálfari. KR-ingar biðu í 31 ár eftir Íslandsmeistaratitlinum frá 1968 til 1999 og fjölmargir þjálfarar fengu að spreyta sig á þeim tíma. Það var hins vegar Atli Eðvaldsson sem náði að landa hinum langþráða titli sumarið 1999. Atli hafði sjálfur spilað með KR frá 1990 til 1993 en fyrstu þrjú árin voru KR-ingar að flestra mati með meistaralið í höndunum án þess þó að vinna titilinn. Eftirmaður Atla, Pétur Pétursson, var einnig með honum í KR-liðinu frá 1990 til 1991, og Pétur gerði KR að meisturum á fyrsta ári sumarið 2000. Eftir eitt slakt ár 2001, þar sem Pétur missti meðal annars starfið sitt, tók Willum Þór við og KR vann titilinn tvö fyrstu ár hans. Willum Þór hætti aftur á móti eftir dapurt tímabil sumarið 2004. KR-ingar voru í neðri hluta deildarinnar þegar Rúnar Kristinsson tók við af Loga Ólafssyni sumarið 2010. Rúnar átti eftir að ná besta árangri KR-þjálfara í 85 ár með því að vinna titil á fjórum tímabilum í röð þar á meðal vann liðið Íslandsmeistaratitlana 2011 og 2013. Eftirmaður Rúnars, Bjarni Guðjónsson, hefði að öllu eðlilegu átt að falla í meistaramótið en hann sker sig þó úr á einum stað. Bjarni vann tvo Íslandsmeistaratitla sem leikmaður KR en þeim Atla, Pétri, Willum Þór og Rúnari tókst aldrei að verða Íslandsmeistarar með KR-liðinu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
KR-ingar vilja að KR-ingar þjálfi liðið sitt. Það fer ekkert fram hjá neinum þegar litið er yfir þjálfara KR-liðsins undanfarin ár. Næsti þjálfari liðsins er líka röndóttur í gegn og hann fellur líka fullkomlega í það mót þjálfara sem hafa skilað KR-ingum Íslandsmeistaratitlinum undanfarin sautján ár. Willum Þór Þórsson verður þjálfari KR-liðsins næsta sumar. Stjórn KR gekk frá því í gær og mun kynna nýja „gamla“ þjálfarann á næstu dögum. Sumarið 2016 hjá KR skiptist í tvo hluta. Þann hluta sem Bjarni Guðjónsson stýrði og skilaði KR í hóp lélegustu liða Pepsi-deildarinnar og þann sem Willum Þór Þórsson stýrði þegar KR-liðið fékk langflest stig af öllum liðum deildarinnar. Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að Willum Þór fái nú fastráðningu sem þjálfari KR. Það voru bara tvö lið í deildinni sem fengu færri stig en KR þegar Bjarni sat í þjálfarastólnum (fallliðin Þróttur og Fylkir) og KR-liðið fékk sex stigum meira en Íslandsmeistarar FH eftir að Willum Þór kom til bjargar í júnílok.grafík/fréttablaðiðWillum Þór Þórsson hefur þegar skilað tveimur Íslandsmeistaratitlum í hús. Það gerði hann 2002 og 2003 og varð þar með fyrsti þjálfari KR í meira en sextíu ár til að vinna titilinn tvö ár í röð. Willum Þór hafði líka komist í hóp með Óla B. Jónssyni síðasta sumar þegar hann tók aftur við KR. Willum verður nú fyrsti þjálfarinn frá 1970 til að fá að taka aftur við KR-liðinu sem fastráðinn framtíðarþjálfari. KR-ingar biðu í 31 ár eftir Íslandsmeistaratitlinum frá 1968 til 1999 og fjölmargir þjálfarar fengu að spreyta sig á þeim tíma. Það var hins vegar Atli Eðvaldsson sem náði að landa hinum langþráða titli sumarið 1999. Atli hafði sjálfur spilað með KR frá 1990 til 1993 en fyrstu þrjú árin voru KR-ingar að flestra mati með meistaralið í höndunum án þess þó að vinna titilinn. Eftirmaður Atla, Pétur Pétursson, var einnig með honum í KR-liðinu frá 1990 til 1991, og Pétur gerði KR að meisturum á fyrsta ári sumarið 2000. Eftir eitt slakt ár 2001, þar sem Pétur missti meðal annars starfið sitt, tók Willum Þór við og KR vann titilinn tvö fyrstu ár hans. Willum Þór hætti aftur á móti eftir dapurt tímabil sumarið 2004. KR-ingar voru í neðri hluta deildarinnar þegar Rúnar Kristinsson tók við af Loga Ólafssyni sumarið 2010. Rúnar átti eftir að ná besta árangri KR-þjálfara í 85 ár með því að vinna titil á fjórum tímabilum í röð þar á meðal vann liðið Íslandsmeistaratitlana 2011 og 2013. Eftirmaður Rúnars, Bjarni Guðjónsson, hefði að öllu eðlilegu átt að falla í meistaramótið en hann sker sig þó úr á einum stað. Bjarni vann tvo Íslandsmeistaratitla sem leikmaður KR en þeim Atla, Pétri, Willum Þór og Rúnari tókst aldrei að verða Íslandsmeistarar með KR-liðinu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira