Heimilislausir Píratar vilja græna herbergið Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Þingflokkur Framsóknar fundaði í græna herberginu í gær. Vísir/Lillý Þingflokkur Pírata er þrefalt stærri í dag en hann var fyrir kosningarnar um síðustu helgi. Birgitta Jónsdóttir pírati segir flokkinn ekki ætla að nota sama þingflokksherbergi, enda sé það of lítið. „Flokkar eiga ekki nein þingflokksherbergi. Við gerum ráð fyrir að við förum í græna herbergið,“ segir Birgitta. Það passi best fyrir stærð þingflokks Pírata, en Framsóknarflokkurinn var í græna herberginu á síðasta kjörtímabili. Birgitta segir þingmenn vera mjög mikið í þinghúsinu, einkum við þinglok um jól og á vorin. Þá sé nauðsynlegt að geta haft þannig aðstöðu að allir geti verið á sama stað. Píratar hafa haldið tvo þingflokksfundi frá síðustu kosningum. Vegna plássleysis í gamla þingflokksherberginu hefur flokkurinn fengið lánað herbergi forsætisnefndar þingsins. „Við erum bara heimilislaus eins og er. Skrifstofurnar okkar eru bara fyrir þriggja manna þingflokk. En við gerum ráð fyrir því að þetta leysist allt,“ segir Birgitta. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, segir umræðuna um skipan í þingherbergin vera ótímabæra. „Við erum bara enn þá að fara yfir þetta af því að gula herbergið sem við höfum alltaf verið í er heldur þröngt og það er ekki kominn neinn botn í það hvernig við leysum það. Skrifstofa þingsins hefur yfirumsjón með því og það væri hægt að leysa það með ýmsu móti, meðal annars með græna herberginu. En við erum ekki búin að botna það,“ segir Svandís. Hún bendir á að enn hafi ekki verið ákveðið hvenær þingið kemur saman, ekkert sé vitað hvernig næsta ríkisstjórn verður og þessi mál þurfi að skoðast samhliða því. Þessa dagana er verið að skipta upp herberginu sem Samfylkingin hefur verið í. Ástæðan er sú að þingflokkarnir verða sjö, en voru sex á síðasta kjörtímabili og því vantar eitt herbergi. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að verið sé að ganga frá herbergjaskipaninni þessa dagana. Ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Þetta er ákaflega þröngt og erfitt að eiga við þetta. Ég er búinn að leggja ákveðnar hugmyndir fyrir flokkana en það er auðvitað háð því hvað menn þurfa mikið pláss og hvort þeir geta verið áfram á sínum stað eða þurfa að skipta,“ segir Helgi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Þingflokkur Pírata er þrefalt stærri í dag en hann var fyrir kosningarnar um síðustu helgi. Birgitta Jónsdóttir pírati segir flokkinn ekki ætla að nota sama þingflokksherbergi, enda sé það of lítið. „Flokkar eiga ekki nein þingflokksherbergi. Við gerum ráð fyrir að við förum í græna herbergið,“ segir Birgitta. Það passi best fyrir stærð þingflokks Pírata, en Framsóknarflokkurinn var í græna herberginu á síðasta kjörtímabili. Birgitta segir þingmenn vera mjög mikið í þinghúsinu, einkum við þinglok um jól og á vorin. Þá sé nauðsynlegt að geta haft þannig aðstöðu að allir geti verið á sama stað. Píratar hafa haldið tvo þingflokksfundi frá síðustu kosningum. Vegna plássleysis í gamla þingflokksherberginu hefur flokkurinn fengið lánað herbergi forsætisnefndar þingsins. „Við erum bara heimilislaus eins og er. Skrifstofurnar okkar eru bara fyrir þriggja manna þingflokk. En við gerum ráð fyrir því að þetta leysist allt,“ segir Birgitta. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, segir umræðuna um skipan í þingherbergin vera ótímabæra. „Við erum bara enn þá að fara yfir þetta af því að gula herbergið sem við höfum alltaf verið í er heldur þröngt og það er ekki kominn neinn botn í það hvernig við leysum það. Skrifstofa þingsins hefur yfirumsjón með því og það væri hægt að leysa það með ýmsu móti, meðal annars með græna herberginu. En við erum ekki búin að botna það,“ segir Svandís. Hún bendir á að enn hafi ekki verið ákveðið hvenær þingið kemur saman, ekkert sé vitað hvernig næsta ríkisstjórn verður og þessi mál þurfi að skoðast samhliða því. Þessa dagana er verið að skipta upp herberginu sem Samfylkingin hefur verið í. Ástæðan er sú að þingflokkarnir verða sjö, en voru sex á síðasta kjörtímabili og því vantar eitt herbergi. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að verið sé að ganga frá herbergjaskipaninni þessa dagana. Ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Þetta er ákaflega þröngt og erfitt að eiga við þetta. Ég er búinn að leggja ákveðnar hugmyndir fyrir flokkana en það er auðvitað háð því hvað menn þurfa mikið pláss og hvort þeir geta verið áfram á sínum stað eða þurfa að skipta,“ segir Helgi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira