Erlent

Á þriðja hundrað fórust undan strönd Líbíu

Atli Ísleifsson skrifar
Nærri 330 þúsund flóttamenn hafa komið sjóleiðina til Evrópu það sem af er ári.
Nærri 330 þúsund flóttamenn hafa komið sjóleiðina til Evrópu það sem af er ári. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 239 flóttamenn drukknuðu þegar tveimur bátum hvolfdi undan strönd Líbíu. Talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að tveir sem komust lífs af hafi greint fulltrúum ítalskra yfirvalda frá slysunum.

Í frétt BBC segir að engin lík hafi enn fundist. Talið er að 4.200 flóttamenn hafi látið lífið á leið sinni frá norðurströnd Asíu og Miðausturlöndum og yfir til Evrópu á árinu.

Nærri 330 þúsund flóttamenn hafa komið sjóleiðina til Evrópu það sem af er ári, borið saman við um eina milljón á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×