Óttarr Proppé: DAC-stjórn yrði ekki sú sterkasta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 10:53 Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppé takast í hendur. vísir/anton brink Eins og Vísir greindi frá í morgun munu þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar mæta saman á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins síðdegis í dag vegna stjórnarmyndunarviðræðna en Bjarni fékk umboð til þeirra frá forseta Íslands í gær. Óttarr segir að Björt framtíð og Viðreisn gangi samsíða í öllum viðræðum um mögulega ríkisstjórn til að rödd hinnar frjálslyndu miðju heyrist vel, en segir að það geti reynst erfitt fyrir þessa tvo flokka að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í viðtali við Stundina í gær sagði Óttarr að ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum væri „ekki neitt sérstaklega spennandi kostur“ og að honum hugnaðist betur „fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að.“Ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks sterkust með BF og Viðreisn Aðspurður hvernig þetta komi allt heim og saman við það að Björt framtíð gangi nú með Viðreisn í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum segir Óttarr að þegar hann tali um ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þá líti hann svo á að hún sé sterkust með bæði Bjartri framtíð og Viðreisn innan borðs. En hvað á hann þá við þegar hann segir að honum finnist ekki spennandi kostur að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn og mynda þannig það sem hafi verið kallað DAC-stjórn? „Það er nú kannski aðallega það, og þar er ég sammála Bjarna Benediktssyni og öðrum, að sú stjórn stæði mjög tæpt með eins manns meirihluta. Þá hef ég líka sagt að það er í ýmsum málum sem hefur borið ansi mikið á milli okkar og Sjálfstæðisflokks og svo sem líka Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Það gæti því reynst erfitt að mynda þannig ríkisstjórn og hún yrði allavega ekki sú sterkasta sem gæti komið út úr þessari óljósu og flóknu stöðu.“Björt framtíð ekki byrjuð að ræða hvaða málamiðlanir hún myndi gera í ríkisstjórn Vegna þess hversu tæpan meirihluta DAC-stjórn myndi hafa hefur það verið nefnt að hún gæti notið óbeins stuðnings Framsóknarflokksins á þingi, en gæti Óttarr hugsað sér að vera í ríkisstjórn sem myndi njóta stuðnings þess flokks? „Ég er ekki kominn svo langt að ímynda mér setu í ríkisstjórn. Það er þó engin launung að Framsóknarflokkurinn hefur átt í miklum vanda sem hann er ekki enn búinn að leysa og það bara eins og annað flækir stöðuna.“ Þá segir Óttarr að aðkoma Bjartrar framtíðar að ríkisstjórn myndi verða utan um sterk málefni og umbætur en segir flokkinn þó ekki kominn það langt í að ræða það hvaða málamiðlanir hann væri til í að gera í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson fundar með leiðtogum fimm stjórnmálaflokka í dag vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni og Lilju Alfreðsdóttur leiðtogum Framsóknarflokksins í gær. Nú situr Bjarni á fundi með Katrínu Jakobsdóttur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun munu þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar mæta saman á fund Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins síðdegis í dag vegna stjórnarmyndunarviðræðna en Bjarni fékk umboð til þeirra frá forseta Íslands í gær. Óttarr segir að Björt framtíð og Viðreisn gangi samsíða í öllum viðræðum um mögulega ríkisstjórn til að rödd hinnar frjálslyndu miðju heyrist vel, en segir að það geti reynst erfitt fyrir þessa tvo flokka að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í viðtali við Stundina í gær sagði Óttarr að ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum væri „ekki neitt sérstaklega spennandi kostur“ og að honum hugnaðist betur „fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að.“Ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokks sterkust með BF og Viðreisn Aðspurður hvernig þetta komi allt heim og saman við það að Björt framtíð gangi nú með Viðreisn í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum segir Óttarr að þegar hann tali um ríkisstjórn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks þá líti hann svo á að hún sé sterkust með bæði Bjartri framtíð og Viðreisn innan borðs. En hvað á hann þá við þegar hann segir að honum finnist ekki spennandi kostur að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn og mynda þannig það sem hafi verið kallað DAC-stjórn? „Það er nú kannski aðallega það, og þar er ég sammála Bjarna Benediktssyni og öðrum, að sú stjórn stæði mjög tæpt með eins manns meirihluta. Þá hef ég líka sagt að það er í ýmsum málum sem hefur borið ansi mikið á milli okkar og Sjálfstæðisflokks og svo sem líka Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Það gæti því reynst erfitt að mynda þannig ríkisstjórn og hún yrði allavega ekki sú sterkasta sem gæti komið út úr þessari óljósu og flóknu stöðu.“Björt framtíð ekki byrjuð að ræða hvaða málamiðlanir hún myndi gera í ríkisstjórn Vegna þess hversu tæpan meirihluta DAC-stjórn myndi hafa hefur það verið nefnt að hún gæti notið óbeins stuðnings Framsóknarflokksins á þingi, en gæti Óttarr hugsað sér að vera í ríkisstjórn sem myndi njóta stuðnings þess flokks? „Ég er ekki kominn svo langt að ímynda mér setu í ríkisstjórn. Það er þó engin launung að Framsóknarflokkurinn hefur átt í miklum vanda sem hann er ekki enn búinn að leysa og það bara eins og annað flækir stöðuna.“ Þá segir Óttarr að aðkoma Bjartrar framtíðar að ríkisstjórn myndi verða utan um sterk málefni og umbætur en segir flokkinn þó ekki kominn það langt í að ræða það hvaða málamiðlanir hann væri til í að gera í ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson fundar með leiðtogum fimm stjórnmálaflokka í dag vegna komandi stjórnarmyndunarviðræðna en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni og Lilju Alfreðsdóttur leiðtogum Framsóknarflokksins í gær. Nú situr Bjarni á fundi með Katrínu Jakobsdóttur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05