Traustvekjandi nýr kostur Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2016 15:39 Sterklegur með sínar köntuðu línur. Reynsluakstur – Jeep CherokeeNýjasta bílaumboð landsins, Ís-Band er umboðsaðili fyrir Jeep bíla, en að auki öll önnur bílamerki sem tilheyra Fiat-Chrysler bílasamsteypunni. Þar má finna bíla frá Fiat, Dodge, Chrysler, Alfa Romeo, Ram og að sjálfsögðu Jeep, svo í tilviki Ís-Band er um að ræða eitt af þeim bílaumboðum sem selja bíla frá fjöldamörgum bílaframleiðendum. Velja má um margar gerðir Jeep bíla hjá Ís-Band og einn þeirra er hinn vinsæli Cherokee, sem ekki má þó rugla saman við öllu stærri bróður hans Grand Cherokee. Jeep Cherokee er jeppi sem fellur í millistærðarflokk jeppa (Midsize Crossover SUV) og er ámóta af stærð og eldri gerð bílsins sem seldist einkar vel hér á landi og sjá má enn talsvert af á götunum. Jeep Cherokee kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1974, en er nú af fimmtu kynslóð sem kynnt var árið 2014 og hefur selst mjög vel. Svo vel reyndar að Fiat Chrysler hætti framleiðslu Dodge Dart og Chrysler 200 í verksmiðjum sínum í Ohio til að geta framleitt þar meira af Cherokee. Hann er þó einnig framleiddur í Mexíkó, Argentínu og Ástralíu. Árið 2014 seldust 180.000 Cherokee, en 295.000 í fyrra. Kantaðar línur Jeep Mikið dálæti virðist vera á köntuðum jeppum í bandarískum bílum þessi dægrin og skera þeir sig nokkuð frá evrópskum- og asískum bílaframleiðendum sem sveipa sína bíla mýkri og bognari línum. Þessar amerísku köntuðu línur leika svo sannarlega um Cherokee, en til eru þó aðrar gerðir Jeep bíla sem teljast vera enn kantaðri, svo sem Jeep Renegade og Patriot og ekki er Wrangler beint með bognar línur heldur. En ef einhver bílaframleiðandi á einmitt að vera trúr sínum uppruna og senda út þau skilaboð að þar fari grófgerðir og sterkir jeppar sem til eru í allt, þá er það einmitt Jeep. Köntunin sýnir sig ef til vill best í því að hjólaskálarnar eru ferkantaðar, þó svo að hjól séu yfirleitt kringlótt. En svona vill kaninn greinilega hafa það þessa dagana en svo verður hver og einn að gera það upp við sig hvort þetta klæði annars vel þennan góða bíl. Ágætt afl og lág eyðslaReynsluakstursbíllinn var af Limited gerð og með díslvél, 2,2 lítra og 200 hestafla. Hér fer skemmtileg og dugleg vél sem tengd er við 9 gíra mjög góða sjálfskiptingu. Reyndar má fá þessa 2,2 lítra dísilvél með minna afli, eða 182 hestöfl í ódýrari og minna búinni útgáfu bílsins, en hún er ekki í boði nú hjá ÍS-Band. Með þessari 200 hestafla vél er Cherokee ári snarpur og 8,5 sekúndur í hundraðið, eða 1,5 sekúndum sneggri en með aflminni vélinni. Það magnaða er að hann er aðeins 0,1 sekúndu seinni í hundraðið en Cherokee með 268 hestafla V6 bensínvélinni. Hinsvegar er þessi dísilvél miklu eyðslugrennri en stóra bensínvélin og uppgefin eyðsla er 4,8 lítrar. Í reynsluakstrinum reyndist bíllinn vera með ríflega 7 lítra á hverja 100 km og er það frábært fyrir svo stóran bíl. Ein af ástæðum þess að þessi bíll eyðir svo litlu er að mjög fín 9 gíra sjálfskiptingingin sem tryggir að bíllinn er alltaf á réttum snúningi. Þessi nýja skipting hefur minnkað eyðsluna um 16% frá fyrri gerð. Að auki finnst eiginlega ekki neitt fyrir skiptingum. Ekki heyrist mikið í vélinni inni í bílnum, en þó meira en í mörgum öðrum dísiljeppum frá lúxusbílaframleiðendunum. Fínn akstursbíll og vel búinnAksturseiginleikar Cherokee bílsins komu jákvætt á óvart þar sem bandarískum bílaframleiðendum hefur almennt ekki lukkast að búa til bíla sem ógna sambærilegum bílum frá evrópskum og asískum framleiðendum hvað aksturseiginleika varðar. Með mjög öruggum hætti var hægt á þessum Cherokee að fara hressilega í beygjurnar og bíllinn var stöðugur á vegi í langkeyrslunni. Nokkuð gott rými er í jeppanum, en fótarými í aftursætunum mætti nú ekki vera mikið minna. Farangursrýmið er dágott en þó hefði maður jafnvel búist við því stærri í amerískum jeppa. Innréttingin er lagleg og mun betri efnisnotkun er nú í Cherokee en í forverunum, en hann á þó nokkuð land við innréttingar sambærilegra bíla frá lúxusbílaframleiðendunum, enda nokkru ódýrari. Bíllinn er vel hlaðinn af búnaði og enginn eftirbátur lúxusbílanna að því leiti. Að sumu leiti er hann þó betur búinn og er meðal annars með hátt og lágt drif og fjórar aksturstillingar. Hvað stærð Cherokee varðar er hægt að bera hann saman við Audi Q5, BMW X3 og Land Rover Discovery Sport, en er þó sýnu stærri en þeir allir. Þó er þar um að ræða bíla sem falla í lúxusbílaflokk, en það á ekki við Jeep Cherokee. Fá má Cherokee frá 7.990.000 kr. með aflminni dísilvélinni, en á 8.990.000 kr. með þeirri stærri. Flestir virðast sammála um að besta vélin sem er í boði í Jeep Cherokee sé einmitt þessi aflmeiri 2,2 lítra dísilvél sem var í reynsluakstursbílnum og kemur það ekki á óvart. Hún er bæði eyðslugrönn og öflug. Bíllinn er vel hlaðinn af búnaði og enginn eftirbátur lúxusbílanna að því leiti. Kostir: Lítil eyðsla, góð sjálfskipting, mikill staðalbúnaðurÓkostir: Útlit, verð, fótarými afturí 2,2 l. dísilvél, 200 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 4,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 150 g/km CO2 Hröðun: 8,5 sek. Hámarkshraði: 204 km/klst Verð frá: 8.990.000 kr. Umboð: Ís-BandÞokkalega stórt farangursrými og gott aðgengi.Hinn vistlegasti að innan.Einfalt og stílhreint.Hér mætti vera meira fótapláss fyrir nokkuð stóran jeppa. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent
Reynsluakstur – Jeep CherokeeNýjasta bílaumboð landsins, Ís-Band er umboðsaðili fyrir Jeep bíla, en að auki öll önnur bílamerki sem tilheyra Fiat-Chrysler bílasamsteypunni. Þar má finna bíla frá Fiat, Dodge, Chrysler, Alfa Romeo, Ram og að sjálfsögðu Jeep, svo í tilviki Ís-Band er um að ræða eitt af þeim bílaumboðum sem selja bíla frá fjöldamörgum bílaframleiðendum. Velja má um margar gerðir Jeep bíla hjá Ís-Band og einn þeirra er hinn vinsæli Cherokee, sem ekki má þó rugla saman við öllu stærri bróður hans Grand Cherokee. Jeep Cherokee er jeppi sem fellur í millistærðarflokk jeppa (Midsize Crossover SUV) og er ámóta af stærð og eldri gerð bílsins sem seldist einkar vel hér á landi og sjá má enn talsvert af á götunum. Jeep Cherokee kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1974, en er nú af fimmtu kynslóð sem kynnt var árið 2014 og hefur selst mjög vel. Svo vel reyndar að Fiat Chrysler hætti framleiðslu Dodge Dart og Chrysler 200 í verksmiðjum sínum í Ohio til að geta framleitt þar meira af Cherokee. Hann er þó einnig framleiddur í Mexíkó, Argentínu og Ástralíu. Árið 2014 seldust 180.000 Cherokee, en 295.000 í fyrra. Kantaðar línur Jeep Mikið dálæti virðist vera á köntuðum jeppum í bandarískum bílum þessi dægrin og skera þeir sig nokkuð frá evrópskum- og asískum bílaframleiðendum sem sveipa sína bíla mýkri og bognari línum. Þessar amerísku köntuðu línur leika svo sannarlega um Cherokee, en til eru þó aðrar gerðir Jeep bíla sem teljast vera enn kantaðri, svo sem Jeep Renegade og Patriot og ekki er Wrangler beint með bognar línur heldur. En ef einhver bílaframleiðandi á einmitt að vera trúr sínum uppruna og senda út þau skilaboð að þar fari grófgerðir og sterkir jeppar sem til eru í allt, þá er það einmitt Jeep. Köntunin sýnir sig ef til vill best í því að hjólaskálarnar eru ferkantaðar, þó svo að hjól séu yfirleitt kringlótt. En svona vill kaninn greinilega hafa það þessa dagana en svo verður hver og einn að gera það upp við sig hvort þetta klæði annars vel þennan góða bíl. Ágætt afl og lág eyðslaReynsluakstursbíllinn var af Limited gerð og með díslvél, 2,2 lítra og 200 hestafla. Hér fer skemmtileg og dugleg vél sem tengd er við 9 gíra mjög góða sjálfskiptingu. Reyndar má fá þessa 2,2 lítra dísilvél með minna afli, eða 182 hestöfl í ódýrari og minna búinni útgáfu bílsins, en hún er ekki í boði nú hjá ÍS-Band. Með þessari 200 hestafla vél er Cherokee ári snarpur og 8,5 sekúndur í hundraðið, eða 1,5 sekúndum sneggri en með aflminni vélinni. Það magnaða er að hann er aðeins 0,1 sekúndu seinni í hundraðið en Cherokee með 268 hestafla V6 bensínvélinni. Hinsvegar er þessi dísilvél miklu eyðslugrennri en stóra bensínvélin og uppgefin eyðsla er 4,8 lítrar. Í reynsluakstrinum reyndist bíllinn vera með ríflega 7 lítra á hverja 100 km og er það frábært fyrir svo stóran bíl. Ein af ástæðum þess að þessi bíll eyðir svo litlu er að mjög fín 9 gíra sjálfskiptingingin sem tryggir að bíllinn er alltaf á réttum snúningi. Þessi nýja skipting hefur minnkað eyðsluna um 16% frá fyrri gerð. Að auki finnst eiginlega ekki neitt fyrir skiptingum. Ekki heyrist mikið í vélinni inni í bílnum, en þó meira en í mörgum öðrum dísiljeppum frá lúxusbílaframleiðendunum. Fínn akstursbíll og vel búinnAksturseiginleikar Cherokee bílsins komu jákvætt á óvart þar sem bandarískum bílaframleiðendum hefur almennt ekki lukkast að búa til bíla sem ógna sambærilegum bílum frá evrópskum og asískum framleiðendum hvað aksturseiginleika varðar. Með mjög öruggum hætti var hægt á þessum Cherokee að fara hressilega í beygjurnar og bíllinn var stöðugur á vegi í langkeyrslunni. Nokkuð gott rými er í jeppanum, en fótarými í aftursætunum mætti nú ekki vera mikið minna. Farangursrýmið er dágott en þó hefði maður jafnvel búist við því stærri í amerískum jeppa. Innréttingin er lagleg og mun betri efnisnotkun er nú í Cherokee en í forverunum, en hann á þó nokkuð land við innréttingar sambærilegra bíla frá lúxusbílaframleiðendunum, enda nokkru ódýrari. Bíllinn er vel hlaðinn af búnaði og enginn eftirbátur lúxusbílanna að því leiti. Að sumu leiti er hann þó betur búinn og er meðal annars með hátt og lágt drif og fjórar aksturstillingar. Hvað stærð Cherokee varðar er hægt að bera hann saman við Audi Q5, BMW X3 og Land Rover Discovery Sport, en er þó sýnu stærri en þeir allir. Þó er þar um að ræða bíla sem falla í lúxusbílaflokk, en það á ekki við Jeep Cherokee. Fá má Cherokee frá 7.990.000 kr. með aflminni dísilvélinni, en á 8.990.000 kr. með þeirri stærri. Flestir virðast sammála um að besta vélin sem er í boði í Jeep Cherokee sé einmitt þessi aflmeiri 2,2 lítra dísilvél sem var í reynsluakstursbílnum og kemur það ekki á óvart. Hún er bæði eyðslugrönn og öflug. Bíllinn er vel hlaðinn af búnaði og enginn eftirbátur lúxusbílanna að því leiti. Kostir: Lítil eyðsla, góð sjálfskipting, mikill staðalbúnaðurÓkostir: Útlit, verð, fótarými afturí 2,2 l. dísilvél, 200 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 4,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 150 g/km CO2 Hröðun: 8,5 sek. Hámarkshraði: 204 km/klst Verð frá: 8.990.000 kr. Umboð: Ís-BandÞokkalega stórt farangursrými og gott aðgengi.Hinn vistlegasti að innan.Einfalt og stílhreint.Hér mætti vera meira fótapláss fyrir nokkuð stóran jeppa.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent