Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Árni Sæberg skrifar 9. nóvember 2024 11:19 Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði, var stungin ítrekað af nemanda í Oslóarháskóla í fyrra. Hún sagði ótrúlegt að hún hefði lifað árásina af. Vísir/Steingrímur Dúi Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði. Ingunn stakk niður penna hér á Vísi og segist hafa undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum. „Áhuginn er ekki til kominn af góðu. Ég lenti sjálf í að gerð var að mér lífhættuleg atlaga með hníf, þegar ég var í vinnunni í Noregi og var mesta mildi að ég lifði af og enn meiri að ég virðist að miklu leyti hafa náð mér líkamlega og er andlega í ótrúlega góðu standi líka, ef tekið er mið af hversu alvarleg atlagan var.“ Ótímabundin öryggisvistun Ingunn segir að sá sem réðst á hana hafi strax verið settur í gæsluvarðhald og fyrstu fjórar vikurnar hafi það verið með heimsókna- og bréfabanni. Hann hafi verið alveg í umsjá fangelsisyfirvalda síðan hann réðist á hana og nú í um tvo mánuði í fangelsi. Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir rúmum tveimur mánuðum hafi verið nokkuð athyglisverður frá íslensku sjónarmiði, af því að í honum sé að úrræði sem ekki er að finna í íslensku refsilöggjöfinni. Ótímabundin öryggisvistun til viðbótar við sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Ótímabundin öryggisvistun þýði að afbrotamaðurinn hafi verið metinn sakhæfur en er talinn samfélaginu hættulegur og því talið öruggast að hafa hann lokaðan inni í sérstöku fangelsisplássi. Þar fái hann meðferð og undirgangist á einhverra ára fresti mat á því hvort hann sé enn hættulegur samfélaginu. Leiði mat í ljós að svo sé enn þá sé honum ekki sleppt út jafnvel þó afplánun refsingar sé lokið. Þekktasta dæmið um úrræðið sem Norðmenn kalla forvaring er dómur yfir Anders Behring Breivik, sem dæmdur var árið 2012 dæmdur til 21 árs fangelsisvistar og forvaring í framhaldinu fyrir að myrða 77 í sprengingu í Osló og skotárás í Útey. Því er ekki loku fyrir það skotið að hann sitji inni allt til æviloka. Erfið mál væru auðveldari ef úrræði væru til staðar Ingunn telur máli sínu til stuðnings upp nokkur ofbeldismál sem komið hafa upp undanfarið. „Frægt er Kourani málið, þar sem einstaklingur sem nýtur verndar á Íslandi reyndi að drepa mann með hníf, auk þess að hafa haft í hótunum við vararíkissaksóknara og annan einstakling um nokkurra ára skeið. Kourani var dæmdur í 8 ára fangelsi og engum öryggisvistunarmöguleika þar til að dreifa.“ Þá nefnir hún ofbeldismál á Vopnafirði þar sem maður er sagður hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu grófu ofbeldi. Hann hafi verið handtekinn og yfirheyrður, gengist við verknaðinum og síðan sleppt. Hann hafi svo verið handtekinn aftur einhverjum dögum seinna og settur í gæsluvarðhald, „enda hafði þá líklega runnið upp fyrir lögreglunni að kannski gæti hann verið hættulegur fleirum en fyrrverandi sambýliskonunni.“ „Ef tekið væri á sakamálum af sömu festu á Íslandi og í Noregi og ef ótímabundin öryggisvistun væri meðal mögulegra réttarúrræða á Íslandi hefðu flest ofantalin mál verið auðveldari viðureignar.“ Biður verðandi þingmenn um að draga lærdóm af Norðmönnum Ingunn segir að ef sama festa hefði verið í rannsóknum á Íslandi og í Noregi, hefði manninum á Vopnafirði ekki verið sleppt lausum eftir játningu. „Kourani, sem hefur hálfu ári lengri refsidóm en gerandinn gagnvart mér, hefði líklega lent í öryggisvistun, enda margt dálítið líkt með Kourani málinu og málinu sem ég lenti í. Gerandinn gagnvart mér er þó norskur, þannig að þar er ekki til að dreifa ofrausn í alþjóðlegum verndarmálum. Mætti biðja verðandi alþingismenn á Íslandi að líta til Noregs og skoða hvað hægt væri að læra þaðan um úrræði í réttarkerfinu?“ Dómsmál Noregur Dómstólar Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Fangelsismál Ofbeldi á Vopnafirði Tengdar fréttir Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 26. september 2024 18:37 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Ingunn stakk niður penna hér á Vísi og segist hafa undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum. „Áhuginn er ekki til kominn af góðu. Ég lenti sjálf í að gerð var að mér lífhættuleg atlaga með hníf, þegar ég var í vinnunni í Noregi og var mesta mildi að ég lifði af og enn meiri að ég virðist að miklu leyti hafa náð mér líkamlega og er andlega í ótrúlega góðu standi líka, ef tekið er mið af hversu alvarleg atlagan var.“ Ótímabundin öryggisvistun Ingunn segir að sá sem réðst á hana hafi strax verið settur í gæsluvarðhald og fyrstu fjórar vikurnar hafi það verið með heimsókna- og bréfabanni. Hann hafi verið alveg í umsjá fangelsisyfirvalda síðan hann réðist á hana og nú í um tvo mánuði í fangelsi. Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir rúmum tveimur mánuðum hafi verið nokkuð athyglisverður frá íslensku sjónarmiði, af því að í honum sé að úrræði sem ekki er að finna í íslensku refsilöggjöfinni. Ótímabundin öryggisvistun til viðbótar við sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Ótímabundin öryggisvistun þýði að afbrotamaðurinn hafi verið metinn sakhæfur en er talinn samfélaginu hættulegur og því talið öruggast að hafa hann lokaðan inni í sérstöku fangelsisplássi. Þar fái hann meðferð og undirgangist á einhverra ára fresti mat á því hvort hann sé enn hættulegur samfélaginu. Leiði mat í ljós að svo sé enn þá sé honum ekki sleppt út jafnvel þó afplánun refsingar sé lokið. Þekktasta dæmið um úrræðið sem Norðmenn kalla forvaring er dómur yfir Anders Behring Breivik, sem dæmdur var árið 2012 dæmdur til 21 árs fangelsisvistar og forvaring í framhaldinu fyrir að myrða 77 í sprengingu í Osló og skotárás í Útey. Því er ekki loku fyrir það skotið að hann sitji inni allt til æviloka. Erfið mál væru auðveldari ef úrræði væru til staðar Ingunn telur máli sínu til stuðnings upp nokkur ofbeldismál sem komið hafa upp undanfarið. „Frægt er Kourani málið, þar sem einstaklingur sem nýtur verndar á Íslandi reyndi að drepa mann með hníf, auk þess að hafa haft í hótunum við vararíkissaksóknara og annan einstakling um nokkurra ára skeið. Kourani var dæmdur í 8 ára fangelsi og engum öryggisvistunarmöguleika þar til að dreifa.“ Þá nefnir hún ofbeldismál á Vopnafirði þar sem maður er sagður hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu grófu ofbeldi. Hann hafi verið handtekinn og yfirheyrður, gengist við verknaðinum og síðan sleppt. Hann hafi svo verið handtekinn aftur einhverjum dögum seinna og settur í gæsluvarðhald, „enda hafði þá líklega runnið upp fyrir lögreglunni að kannski gæti hann verið hættulegur fleirum en fyrrverandi sambýliskonunni.“ „Ef tekið væri á sakamálum af sömu festu á Íslandi og í Noregi og ef ótímabundin öryggisvistun væri meðal mögulegra réttarúrræða á Íslandi hefðu flest ofantalin mál verið auðveldari viðureignar.“ Biður verðandi þingmenn um að draga lærdóm af Norðmönnum Ingunn segir að ef sama festa hefði verið í rannsóknum á Íslandi og í Noregi, hefði manninum á Vopnafirði ekki verið sleppt lausum eftir játningu. „Kourani, sem hefur hálfu ári lengri refsidóm en gerandinn gagnvart mér, hefði líklega lent í öryggisvistun, enda margt dálítið líkt með Kourani málinu og málinu sem ég lenti í. Gerandinn gagnvart mér er þó norskur, þannig að þar er ekki til að dreifa ofrausn í alþjóðlegum verndarmálum. Mætti biðja verðandi alþingismenn á Íslandi að líta til Noregs og skoða hvað hægt væri að læra þaðan um úrræði í réttarkerfinu?“
Dómsmál Noregur Dómstólar Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Fangelsismál Ofbeldi á Vopnafirði Tengdar fréttir Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47 Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 26. september 2024 18:37 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Ingunn sú sem var stungin af nemanda sínum Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, var ásamt samkennara sínum stungin af nemanda í gær. Nemandinn hefur verið handtekinn. 25. ágúst 2023 08:47
Nemandinn sem stakk Ingunni áfrýjar dómi Lyfjafræðinemi sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Oslóarháskóla, ítrekað hefur áfrýjað hluta dóms sem hann hlaut fyrir verknaðinn. Hann vill fá öryggisvistun sinni hnekkt og dómi vegna árásar á samkennara Ingunnar. 26. september 2024 18:37