Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:41 Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Benediktsson. vísir/friðrik þór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. Hins vegar lægi það fyrir að menn væru tilbúnir til viðræðna en með því að veita Bjarna stjórnarmyndunarumboðið sé hann ekki að tilnefna forsætisráðherra. Þá segir forsetinn að hann hafi ekki sett Bjarna nein sérstök tímamörk þó að hann vilji heyra í honum um helgina eða í byrjun næstu viku varðandi það hvernig hafi miðað í viðræðunum. „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra, ég er að hjálpa flokksleiðtogunum og Alþingi að mynda ríkisstjórn, en það er síðan á þeirra ábyrgð að ljúka þessu verki,“ sagði Guðni við fjölmiðlamenn á Bessastöðum eftir fund sinn með Bjarna í morgun. Guðni var spurður hvort það hefði verið í spilunum að minni flokkur fengi umboðið, til að mynda Viðreisn, en formaður flokksins Benedikt Jóhannesson óskaði eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð á fundi sínum með forseta á mánudag. „Hann æskti þess og ég þurfti að taka tillit til þess en ég tel þetta vænlegra til árangurs,“ sagði Guðni og bætti við að sanngirnissjónarmið ráði einnig för þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Forsetinn var einnig spurður að því hvers vegna hann teldi vænlegasta kostinn að veita Bjarna umboðið. „Vegna þess að ég er búinn að ræða við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna og vegna þess að ég hef fylgst vel með því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég er ekki að segja að lyktir séu augljósar,“ sagði Guðni. Hann vildi síðan ekki svara því hver væri næsti augljósi kosturinn ef Bjarna tekst ekki að mynda ríkisstjórn. „Það eru margir kostir í framhaldinu en við skulum taka þetta skref fyrir skref.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. Hins vegar lægi það fyrir að menn væru tilbúnir til viðræðna en með því að veita Bjarna stjórnarmyndunarumboðið sé hann ekki að tilnefna forsætisráðherra. Þá segir forsetinn að hann hafi ekki sett Bjarna nein sérstök tímamörk þó að hann vilji heyra í honum um helgina eða í byrjun næstu viku varðandi það hvernig hafi miðað í viðræðunum. „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra, ég er að hjálpa flokksleiðtogunum og Alþingi að mynda ríkisstjórn, en það er síðan á þeirra ábyrgð að ljúka þessu verki,“ sagði Guðni við fjölmiðlamenn á Bessastöðum eftir fund sinn með Bjarna í morgun. Guðni var spurður hvort það hefði verið í spilunum að minni flokkur fengi umboðið, til að mynda Viðreisn, en formaður flokksins Benedikt Jóhannesson óskaði eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð á fundi sínum með forseta á mánudag. „Hann æskti þess og ég þurfti að taka tillit til þess en ég tel þetta vænlegra til árangurs,“ sagði Guðni og bætti við að sanngirnissjónarmið ráði einnig för þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Forsetinn var einnig spurður að því hvers vegna hann teldi vænlegasta kostinn að veita Bjarna umboðið. „Vegna þess að ég er búinn að ræða við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna og vegna þess að ég hef fylgst vel með því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég er ekki að segja að lyktir séu augljósar,“ sagði Guðni. Hann vildi síðan ekki svara því hver væri næsti augljósi kosturinn ef Bjarna tekst ekki að mynda ríkisstjórn. „Það eru margir kostir í framhaldinu en við skulum taka þetta skref fyrir skref.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23