Hann sagði marga þingmenn hafa hafa lýst yfir andúð á þessari ákvörðun kjararáðs og vænti þess að þingið muni vinda af þessari ákvörðun. Ef það yrði niðurstaða þingsins að vinda af þessari ákvörðun mun hann una þessari niðurstöðu.
Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna.
„Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun. Þangað til þá sé ég til þess að hækkunin renni ekki í minn vasa.“
Guðni svaraði spurningum blaðamanna á Bessastöðum og má sjá upptöku frá því hér að neðan.