Bjarni Benediktsson fær umboðið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:23 Guðni á blaðamannafundinum. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi nú fyrir skömmu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fái umboð til stjórnarmyndunar. Bjarna verður hins vegar gert að skila forseta skýrslu um framvindu mála í næstu viku, og tekin verður ákvörðun um framhaldið í kjölfarið.Þessi kostur vænlegastur til árangurs „Niðurstaðan núna er að fela formanni Sjálfstæðisflokks umboð til myndunar ríkisstjórnar sem njóti stuðnings meirihluta á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur er stærstur flokka á þingi með tæplega 30 prósent stuðning í nýliðnum alþingiskosningum. Ljóst er í stöðunni að þessi kostur er vænlegastur til árangurs. Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa,“ sagði Guðni á fundinum. Guðni sagði að engar skýrar línur hefðu myndast þegar hann ræddi við forystufólk flokkanna á sunnudag. Hann hafi því talað við formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Viðreisnar á mánudag, en að Bjarni hafi verið vænlegasti kosturinn, enda Sjálfstæðisflokkur stærsti flokkurinn á þingi. „Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa. Umboð til stjórnarmyndunar þarf að vera byggt á traustum grunni og líkur á að afhending þess leiði til árangurs. Umboðinu er ekki ráðstafað eins og verðlaunagrip eða ráðstafað sjálfvirkt. Við miðuðum við það við formaður Sjálfsætðisflokks, sem ræddum saman fyrir stundu, að um helgina eða í næstu viku verði komið í ljós hvernig miði og að hann gefi mér skýrslu um það og við tökum svo ákvörðun í því framhaldi um næstu skref,“ bætti hann við.Afhending umboðsins formsatriði Guðni tók fram að þrátt fyrir að hefðin sé sú að forseti afhendi stjórnarmyndunarumboð, sé það ekki lögformleg athöfn. „Stundum er þetta formsatriði. Þá hefur það gerst að leiðtogar stjórnmálaflokka hafa komið sér saman um stjórnarmyndun. Stundum er þessi afhending stjórnarmyndunarumboðs upphaf flókins ferils þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir,“ sagði hann. Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi nú fyrir skömmu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fái umboð til stjórnarmyndunar. Bjarna verður hins vegar gert að skila forseta skýrslu um framvindu mála í næstu viku, og tekin verður ákvörðun um framhaldið í kjölfarið.Þessi kostur vænlegastur til árangurs „Niðurstaðan núna er að fela formanni Sjálfstæðisflokks umboð til myndunar ríkisstjórnar sem njóti stuðnings meirihluta á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur er stærstur flokka á þingi með tæplega 30 prósent stuðning í nýliðnum alþingiskosningum. Ljóst er í stöðunni að þessi kostur er vænlegastur til árangurs. Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa,“ sagði Guðni á fundinum. Guðni sagði að engar skýrar línur hefðu myndast þegar hann ræddi við forystufólk flokkanna á sunnudag. Hann hafi því talað við formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Viðreisnar á mánudag, en að Bjarni hafi verið vænlegasti kosturinn, enda Sjálfstæðisflokkur stærsti flokkurinn á þingi. „Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa. Umboð til stjórnarmyndunar þarf að vera byggt á traustum grunni og líkur á að afhending þess leiði til árangurs. Umboðinu er ekki ráðstafað eins og verðlaunagrip eða ráðstafað sjálfvirkt. Við miðuðum við það við formaður Sjálfsætðisflokks, sem ræddum saman fyrir stundu, að um helgina eða í næstu viku verði komið í ljós hvernig miði og að hann gefi mér skýrslu um það og við tökum svo ákvörðun í því framhaldi um næstu skref,“ bætti hann við.Afhending umboðsins formsatriði Guðni tók fram að þrátt fyrir að hefðin sé sú að forseti afhendi stjórnarmyndunarumboð, sé það ekki lögformleg athöfn. „Stundum er þetta formsatriði. Þá hefur það gerst að leiðtogar stjórnmálaflokka hafa komið sér saman um stjórnarmyndun. Stundum er þessi afhending stjórnarmyndunarumboðs upphaf flókins ferils þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir,“ sagði hann.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira