Páll, María og Georg skipuð í óháða rannsóknarnefnd vegna plastbarkamálsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 11:15 Nefndin mun rannsaka hvort að aðkoma íslenska stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. Vísir/Getty Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að Plastbarkamálinu svokallaða.Gerðar hafa verið tvær óháðar rannsóknir á starfsemi ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þróaði hann barkaígræðslu sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Hann græddi plastbarka í átta sjúklinga en sex þeirra eru látnir í dag og fátt sem bendir til þess að aðgerðin hafi haft nokkur áhrif. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að henni komu tvær íslenskir læknar, Tómas og Óskar Einarsson. Nefndarmenn eru þrír. Í tilkynningu frá HÍ og LSH segir að þeir starfa allir utan Háskóla Íslands og Landspítalans og hafi víðtæka reynslu og þekkingu af vísindastarfi á sviði læknisfræði, lögfræði og siðfræði, auk reynslu af störfum í sérstökum rannsóknarnefndum.Páll Hreinsson varformaður Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008Vísir/VilhelmDr. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn. Páll var áður dómari við Hæstarétt Íslands, formaður stjórnar Persónuverndar og prófessor við HÍ. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum á vettvangi hins opinbera. Páll var formaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008.María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi. Auk geðlæknisstarfa er María með B.A. gráðu í heimspeki. Hún hefur unnið með ýmis mál innan læknisfræðilegrar siðfræði og framkvæmt réttargeðmat í fjölmörgum málum.Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Georg er alþjóðlega virtur vísindamaður á sínu sviði og hefur mikla reynslu af krabbameinslækningum og vísindarannsóknum þeim tengdum. Rannsóknarnefndinni er ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á LSH í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í HÍ sumarið 2012. Hlutverk nefndarinnar er að rýna niðurstöður sænskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið, ræða við skýrsluhöfunda og skoða sérstaklega aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Óháð nefnd rannsakar aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu Sjálfstæð og óháð ytri nefnd mun rannsaka hvort að aðkoma íslenskra stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. 8. september 2016 18:29 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að Plastbarkamálinu svokallaða.Gerðar hafa verið tvær óháðar rannsóknir á starfsemi ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Þróaði hann barkaígræðslu sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Hann græddi plastbarka í átta sjúklinga en sex þeirra eru látnir í dag og fátt sem bendir til þess að aðgerðin hafi haft nokkur áhrif. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að henni komu tvær íslenskir læknar, Tómas og Óskar Einarsson. Nefndarmenn eru þrír. Í tilkynningu frá HÍ og LSH segir að þeir starfa allir utan Háskóla Íslands og Landspítalans og hafi víðtæka reynslu og þekkingu af vísindastarfi á sviði læknisfræði, lögfræði og siðfræði, auk reynslu af störfum í sérstökum rannsóknarnefndum.Páll Hreinsson varformaður Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008Vísir/VilhelmDr. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn. Páll var áður dómari við Hæstarétt Íslands, formaður stjórnar Persónuverndar og prófessor við HÍ. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum á vettvangi hins opinbera. Páll var formaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008.María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi. Auk geðlæknisstarfa er María með B.A. gráðu í heimspeki. Hún hefur unnið með ýmis mál innan læknisfræðilegrar siðfræði og framkvæmt réttargeðmat í fjölmörgum málum.Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Georg er alþjóðlega virtur vísindamaður á sínu sviði og hefur mikla reynslu af krabbameinslækningum og vísindarannsóknum þeim tengdum. Rannsóknarnefndinni er ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á LSH í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í HÍ sumarið 2012. Hlutverk nefndarinnar er að rýna niðurstöður sænskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið, ræða við skýrsluhöfunda og skoða sérstaklega aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56 Óháð nefnd rannsakar aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu Sjálfstæð og óháð ytri nefnd mun rannsaka hvort að aðkoma íslenskra stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. 8. september 2016 18:29 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tómas fagnar rannsókn á plastbarkamálinu Tómas Guðbjartsson læknir segir að Siðfræðistofnun hafi ekki leitað eftir upplýsingum frá sér vegna málsins. 31. maí 2016 19:56
Óháð nefnd rannsakar aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu Sjálfstæð og óháð ytri nefnd mun rannsaka hvort að aðkoma íslenskra stofnanna og starfsmanna þeirra að hinu svokallaða plastbarkamáli hafi verið athugaverð. 8. september 2016 18:29
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07