Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:17 Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í myndveri Stöðvar 2 daginn eftir kjördag, þegar launahækkun þingmanna tók gildi. vísir/anton Úrskurður kjararáðs síðastliðinn laugardag, á kjördag þann 29. október, um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa, það er þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, þýðir kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð upp á 41 prósent vegna þessa tiltekna hóps. Er það vegin meðalhækkun samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins en Vísir óskaði eftir upplýsingum þar að lútandi hjá ráðuneytinu. Þá felur úrskurðurinn jafnframt í sér 0,25 prósent hækkun á launakostnaði ríkisins. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að á seinasta ári hafi launakostnaður ríkisins vegna þjóðkjörinna einstaklinga verið samtals 1 milljarður og 78 milljónir króna. Það samsvaraði um 0,6 prósentum af launakostnaði ríkisins. Fyrstu níu mánuði þessa árs var launakostnaðurinn vegna þessa sama hóps 824,8 milljónir króna.Hér að neðan má sjá súlurit sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það sýnir þær hækkanir sem þingmenn, ráðherrar og forseti Íslands hafa fengið síðastliðið ár.Ekki liggur fyrir hversu há krónutalan verður vegna seinustu þriggja mánaða ársins enda segir úrskurður kjararáðs ekki allt um laun þingmanna og ráðherra en líkt og farið var yfir á Vísi í gær geta launin hækkað umtalsvert vegna ýmissa aukagreiðslna og álags sem þeir eiga rétt á. Hækkunin sem kjararáð ákvað nú á laugardag er sú langmesta af þeim þremur hækkunum sem ráðið hefur úrskurðað um en í rökstuðningi kjararáðs fyrir hækkuninni kom meðal annars fram að afar mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúa séu fjárhagslega sjálfstæðir. Þá er jafnframt litið til þess að kjaradómur hafi metið það sem svo að launin tækju mið af launum héraðsdómara og hæstaréttardómara, það er að þingfararkaup væri það sama laun héraðsdómara og laun ráðherra á pari við laun hæstaréttardómara. Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Úrskurður kjararáðs síðastliðinn laugardag, á kjördag þann 29. október, um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa, það er þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, þýðir kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð upp á 41 prósent vegna þessa tiltekna hóps. Er það vegin meðalhækkun samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins en Vísir óskaði eftir upplýsingum þar að lútandi hjá ráðuneytinu. Þá felur úrskurðurinn jafnframt í sér 0,25 prósent hækkun á launakostnaði ríkisins. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að á seinasta ári hafi launakostnaður ríkisins vegna þjóðkjörinna einstaklinga verið samtals 1 milljarður og 78 milljónir króna. Það samsvaraði um 0,6 prósentum af launakostnaði ríkisins. Fyrstu níu mánuði þessa árs var launakostnaðurinn vegna þessa sama hóps 824,8 milljónir króna.Hér að neðan má sjá súlurit sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það sýnir þær hækkanir sem þingmenn, ráðherrar og forseti Íslands hafa fengið síðastliðið ár.Ekki liggur fyrir hversu há krónutalan verður vegna seinustu þriggja mánaða ársins enda segir úrskurður kjararáðs ekki allt um laun þingmanna og ráðherra en líkt og farið var yfir á Vísi í gær geta launin hækkað umtalsvert vegna ýmissa aukagreiðslna og álags sem þeir eiga rétt á. Hækkunin sem kjararáð ákvað nú á laugardag er sú langmesta af þeim þremur hækkunum sem ráðið hefur úrskurðað um en í rökstuðningi kjararáðs fyrir hækkuninni kom meðal annars fram að afar mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúa séu fjárhagslega sjálfstæðir. Þá er jafnframt litið til þess að kjaradómur hafi metið það sem svo að launin tækju mið af launum héraðsdómara og hæstaréttardómara, það er að þingfararkaup væri það sama laun héraðsdómara og laun ráðherra á pari við laun hæstaréttardómara.
Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00