Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 22:19 Yfir 800 kjósendur strikuðu yfir nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Vísir/Stefán Talsvert var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sá frambjóðandi sem hlaut langflestar útstrikanir var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti flokksins í kjördæminu. Strikað var 817 sinnum yfir nafn Sigmundar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, fullyrti í samtali við Vísi í gær að einn maður hafi verið áberandi meira strikaður út en aðrir og er nú ljóst að Sigmundur Davíð er frambjóðandinn sem um ræðir. Samkvæmt skýrslu yfirkjörstjórnar kjördæmisins voru útstrikanir Framsóknarflokksins, eða færsla niður um sæti, alls 945. Skýrslan birtir þó aðeins útstrikanir fulltrúa sem náðu kjöri svo vera má að útstrikanirnar hafi verið fleiri. Flokkurinn fékk í heild 4.542 atkvæði og strikuðu því 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins yfir oddvitann og formanninn fyrrverandi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 6.014. Þeir fulltrúar flokksins sem náðu kjöri fengu samanlagt 185 útstrikanir. Kristján Þór Júlíusson, oddviti flokksins í kjördæminu, var þar efstur á blaði en hann var strikaður út 64 sinnum.Útstrikanir höfðu ekki áhrif á röðun á listaÚtstrikanirnar virðast ekki hafa haft áhrif á röðun fulltrúa á lista. Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku kemur fram að mikil samstaða þurfi að vera á meðal kjósenda til þess að hægt sé að framkalla breytingu á listum. Nýjasta tilfelli þess að útstrikanir hafi haft áhrif á röðun frambjóðenda á lista er frá árinu 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Flokksbróðir hans, Árni Johnsen, færðist einnig niður um lista í Suðurkjördæmi sama ár. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Talsvert var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sá frambjóðandi sem hlaut langflestar útstrikanir var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti flokksins í kjördæminu. Strikað var 817 sinnum yfir nafn Sigmundar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, fullyrti í samtali við Vísi í gær að einn maður hafi verið áberandi meira strikaður út en aðrir og er nú ljóst að Sigmundur Davíð er frambjóðandinn sem um ræðir. Samkvæmt skýrslu yfirkjörstjórnar kjördæmisins voru útstrikanir Framsóknarflokksins, eða færsla niður um sæti, alls 945. Skýrslan birtir þó aðeins útstrikanir fulltrúa sem náðu kjöri svo vera má að útstrikanirnar hafi verið fleiri. Flokkurinn fékk í heild 4.542 atkvæði og strikuðu því 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins yfir oddvitann og formanninn fyrrverandi. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 6.014. Þeir fulltrúar flokksins sem náðu kjöri fengu samanlagt 185 útstrikanir. Kristján Þór Júlíusson, oddviti flokksins í kjördæminu, var þar efstur á blaði en hann var strikaður út 64 sinnum.Útstrikanir höfðu ekki áhrif á röðun á listaÚtstrikanirnar virðast ekki hafa haft áhrif á röðun fulltrúa á lista. Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku kemur fram að mikil samstaða þurfi að vera á meðal kjósenda til þess að hægt sé að framkalla breytingu á listum. Nýjasta tilfelli þess að útstrikanir hafi haft áhrif á röðun frambjóðenda á lista er frá árinu 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Flokksbróðir hans, Árni Johnsen, færðist einnig niður um lista í Suðurkjördæmi sama ár.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira