Héldu einkatónleika fyrir langveikan dreng Benedikt Bóas skrifar 2. nóvember 2016 07:00 Birgir Jónsson, Silli Geirdal, Ólafur og pabbi hans Óskar Árnason, Stefán Jakobsson og Ingó Geirdal. mynd/brynja herborg „Við fáum margar fyrirspurnir sem hægt er að verða við og aðrar sem ómögulegt er að gera. Þessi beiðni var svo sjálfsögð að þetta var minna en ekkert mál og nærði bæði hjarta og sál,“ segir Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu sem hélt einkatónleika fyrir Ólaf Karl Óskarsson, átta ára aðdáanda í Sjallanum á föstudag. Ólafur Karl hlustar mikið á íslenskt þungarokk og er með Dimmu og Skálmöld yfirleitt í eyrunum. Ólafur er með Vacterl-heilkenni og hafði aldrei farið á tónleika. Þegar frænka hans sendi hljómsveitinni fyrirspurn um hvenær hljómsveitin ætlaði að halda tónleika fyrir alla aldurshópa var svarið að þeir væru ekki á næstunni. „Það er alltaf á dagskrá að halda slíka tónleika en það er erfitt í framkvæmd. Við vorum að spila á Akureyri þar sem Ólafur á heima. Bubbi Morthens átti að vera með okkur en þurfti að sitja heima vegna veikinda. Frænka hans hafði sagt okkur sögu Ólafs og fyrst Bubbi var frá þurftum við að æfa nokkur lög og tókum því volduga hljóðprufu og buðum guttanum. Þau komu og skemmtu sér held ég mjög vel. Við spiluðum sex lög fyrir hann og spjölluðum svo við hann á eftir. Hann var aðeins feiminn fyrst en lék svo á als oddi,“ segir Stefán en Dimma gaf guttanum nokkrar gjafir á eftir. „Tónleikarnir fyrir hann voru litlir fyrir okkur en gerðu mikið fyrir hann og það er gott að geta glatt unga aðdáendur.“ Ásrún Hersteinsdóttir, móðir Ólafs, segir hann hafa verið mikinn aðdáanda Dimmu fyrir en nú sé hljómsveitin númer eitt. „Hann er alsæll og líkti þessari upplifun að hitta Lionel Messi. Þetta var algjört æði og frábært framtak hjá Dimmu. Ólafur hlustar mikið á íslenskt þungarokk og ég hef ekki tölu á því hvað hann hefur horft oft á Skálmöld og Sinfó á DVD-disknum. Hann sofnar stundum yfir þungarokki á DVD,“ segir hún og hlær. „Hann er með Vacterl-heilkenni sem er fjölþættur fæðingargalli og ígrætt nýra. Í veikindunum hefur þungarokkið hjálpað honum, ekki spurning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
„Við fáum margar fyrirspurnir sem hægt er að verða við og aðrar sem ómögulegt er að gera. Þessi beiðni var svo sjálfsögð að þetta var minna en ekkert mál og nærði bæði hjarta og sál,“ segir Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu sem hélt einkatónleika fyrir Ólaf Karl Óskarsson, átta ára aðdáanda í Sjallanum á föstudag. Ólafur Karl hlustar mikið á íslenskt þungarokk og er með Dimmu og Skálmöld yfirleitt í eyrunum. Ólafur er með Vacterl-heilkenni og hafði aldrei farið á tónleika. Þegar frænka hans sendi hljómsveitinni fyrirspurn um hvenær hljómsveitin ætlaði að halda tónleika fyrir alla aldurshópa var svarið að þeir væru ekki á næstunni. „Það er alltaf á dagskrá að halda slíka tónleika en það er erfitt í framkvæmd. Við vorum að spila á Akureyri þar sem Ólafur á heima. Bubbi Morthens átti að vera með okkur en þurfti að sitja heima vegna veikinda. Frænka hans hafði sagt okkur sögu Ólafs og fyrst Bubbi var frá þurftum við að æfa nokkur lög og tókum því volduga hljóðprufu og buðum guttanum. Þau komu og skemmtu sér held ég mjög vel. Við spiluðum sex lög fyrir hann og spjölluðum svo við hann á eftir. Hann var aðeins feiminn fyrst en lék svo á als oddi,“ segir Stefán en Dimma gaf guttanum nokkrar gjafir á eftir. „Tónleikarnir fyrir hann voru litlir fyrir okkur en gerðu mikið fyrir hann og það er gott að geta glatt unga aðdáendur.“ Ásrún Hersteinsdóttir, móðir Ólafs, segir hann hafa verið mikinn aðdáanda Dimmu fyrir en nú sé hljómsveitin númer eitt. „Hann er alsæll og líkti þessari upplifun að hitta Lionel Messi. Þetta var algjört æði og frábært framtak hjá Dimmu. Ólafur hlustar mikið á íslenskt þungarokk og ég hef ekki tölu á því hvað hann hefur horft oft á Skálmöld og Sinfó á DVD-disknum. Hann sofnar stundum yfir þungarokki á DVD,“ segir hún og hlær. „Hann er með Vacterl-heilkenni sem er fjölþættur fæðingargalli og ígrætt nýra. Í veikindunum hefur þungarokkið hjálpað honum, ekki spurning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira