Settu þig í spor Guðna: Hver á að fá stjórnarmyndunarumboðið? Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2016 16:50 Hvert þeirra á að fá umboðið? Vísir Forystufólk allra flokka sem fengu mann kjörinn á Alþingi um helgina fóru á fund forseta Íslands í gær. Þar reyndi það að sannfæra Guðna Th. Jóhannesson um hvert þeirra ætti fyrst að fá að spreyta sig á stjórnarmyndun en sitt sýnist hverjum í þeim málum.Neðst í fréttinni geturðu sagt þína skoðun.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrstur á fund forseta og sagði að honum loknum að flokkurinn treysti sér til að vera kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Flokkurinn nyti langmests fylgis og því til stuðnings nefndi Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fyrsta þingmanninn í öllum kjördæmum. Á eftir Bjarna mætti formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sem sagði flokk hennar vera tilbúinn að leiða eða taka þátt í breiðri meirihlutastjórn frá miðju til vinstri. Þrír forystumenn Pírata mættu á Bessastaði á eftir Katrínu. Eftir fund þeirra með forsetanum tilkynntu þeir að Píratar gætu hugsað sér að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Fjórði á fund forseta var formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tapaði miklu fylgi frá síðustu kosningunum. Hann gerði ekki tilkall til stjóranrmyndunarumboðsins en sagði að Framsóknarflokkurinn hefði mikla reynslu af samstarfi og gæti hugsað sér að vinna með öllum flokkum. Á eftir Sigurði mætti Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á Bessastaði. Hann sagði að fundi loknum að hann hafi lagt til við forseta að Viðreisn fengi umboðið enda er flokkurinn í lykilstöðu og getur myndað ríkisstjórn jafnt til vinstri sem hægri. Í sama streng tók Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem sagði að flokkur hans sæi mikla samvinnu og samlegð með Viðreisn og því ætti hinn nýi miðjuflokkur að fá umboðið. Síðust á fund forseta var Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, en flokkur hennar beið afhroð í kosningunum á laugardag. Hún segir Samfylkinguna ekki ætla í ríkisstjórn og hefur lagt til að Katrín Jakobsdóttir fá fyrst að spreyta sig á stjórnarmyndun. Oddný sagði af sér í gær og hefur Logi Már Einarsson tekið hennar stað. En nú er spurt: Hver fengi stjórnarmyndunarumboðið ef þú værir Guðni Th. Jóhannesson? Kosningar 2016 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Forystufólk allra flokka sem fengu mann kjörinn á Alþingi um helgina fóru á fund forseta Íslands í gær. Þar reyndi það að sannfæra Guðna Th. Jóhannesson um hvert þeirra ætti fyrst að fá að spreyta sig á stjórnarmyndun en sitt sýnist hverjum í þeim málum.Neðst í fréttinni geturðu sagt þína skoðun.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrstur á fund forseta og sagði að honum loknum að flokkurinn treysti sér til að vera kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Flokkurinn nyti langmests fylgis og því til stuðnings nefndi Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fyrsta þingmanninn í öllum kjördæmum. Á eftir Bjarna mætti formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sem sagði flokk hennar vera tilbúinn að leiða eða taka þátt í breiðri meirihlutastjórn frá miðju til vinstri. Þrír forystumenn Pírata mættu á Bessastaði á eftir Katrínu. Eftir fund þeirra með forsetanum tilkynntu þeir að Píratar gætu hugsað sér að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Fjórði á fund forseta var formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tapaði miklu fylgi frá síðustu kosningunum. Hann gerði ekki tilkall til stjóranrmyndunarumboðsins en sagði að Framsóknarflokkurinn hefði mikla reynslu af samstarfi og gæti hugsað sér að vinna með öllum flokkum. Á eftir Sigurði mætti Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á Bessastaði. Hann sagði að fundi loknum að hann hafi lagt til við forseta að Viðreisn fengi umboðið enda er flokkurinn í lykilstöðu og getur myndað ríkisstjórn jafnt til vinstri sem hægri. Í sama streng tók Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem sagði að flokkur hans sæi mikla samvinnu og samlegð með Viðreisn og því ætti hinn nýi miðjuflokkur að fá umboðið. Síðust á fund forseta var Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, en flokkur hennar beið afhroð í kosningunum á laugardag. Hún segir Samfylkinguna ekki ætla í ríkisstjórn og hefur lagt til að Katrín Jakobsdóttir fá fyrst að spreyta sig á stjórnarmyndun. Oddný sagði af sér í gær og hefur Logi Már Einarsson tekið hennar stað. En nú er spurt: Hver fengi stjórnarmyndunarumboðið ef þú værir Guðni Th. Jóhannesson?
Kosningar 2016 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira