Bréf Bjarna til flokksmanna: Tækifæri til myndunar þriggja flokka stjórnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2016 13:11 Bjarni ræðir við fjölmiðlafólk á Bessastöðum í gær. vísir/friðrik þór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir kjósendur hafa hafnað vinstri upplausn og óvissu í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn sé eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Þetta kemur fram í bréfi hans til flokksmanna í morgun. Bjarni segir niðurstöður kosninganna gefa flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn. Bjarni óskaði sem kunnugt er eftir umboði til að mynda ríkisstjórn á fundi sínum með forseta Íslands á Bessastöðum. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Bjarna í dag en án árangurs.Bréf Bjarna í heild sinni má sjá hér að neðanKæru félagar og vinir! Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hvað ég gleðst yfir úrslitum kosninganna. Tilfinningin var stórkostleg og hún mun án nokkurs vafa lita störf okkar inn í framtíðina, bæði í pólitíkinni og innra starfi flokksins. Kosningasigur okkar var byggður á ötulu og fórnfúsu starfi þúsunda sjálfstæðismanna um allt land. Hann byggðist á fólkinu sem talaði máli flokksins við félaga sína og fjölskyldu, bar út bæklinga, hringdi í fólk til áminningar, hellti upp á kaffi í kosningamiðstöðvum og skutlaði öldruðum ættingja á kjörstað. Fólkinu sem kom og kaus og einnig þeim sem létu sér „læka“ við flokkinn á Facebook. Það munaði um allt og það munaði um alla. Þakka ykkur kærlega fyrir alla hjálpina og traustið. Kosningabaráttan var stutt og snörp og við getum verið stolt af henni. Við komum fram af málefnafestu og heiðarleika; við töluðum skýrt um árangurinn sem við höfum náð og við töluðum skýrt um hvert við stefnum. Við gáfum ekki stór og óraunhæf loforð. Við lofuðum því einu, að við héldum okkar striki, treystum efnahagslífið frekar, byggðum upp heilbrigðiskerfið og innviðina. Að við sinntum því sem skiptir alla Íslendinga máli af trúmennsku. Af úrslitunum sjáum við að fólkið kom og kaus það sem við settum á oddinn: það valdi stefnufestu og stöðugleika og það hafnaði vinstri upplausn og óvissu. En það er ekki nóg að sigra kosningarnar. Eftirleikurinn er líka mikilvægur og það er ekki vandalaust að koma saman góðri ríkisstjórn. Í gær gekk ég á fund forseta Íslands og kynnti honum viðhorf okkar til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn á að verða kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Hann er bæði stærsti þingflokkurinn — með þriðjung þingheims innan sinna vébanda — og jafnframt eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Niðurstöður kosninganna gefa okkur tækifæri til þess að mynda þriggja flokka stjórn, þó það séu ýmsir kostir aðrir í stöðunni. Við höfum lagt áherslu á að við göngum til stjórnarmyndunar með opnum huga, það er ekki eftir neinu að bíða. Enn og aftur vil ég þakka fyrir allan stuðninginn og hjálpina. Bæði ég persónulega, fyrir hönd flokksins og okkar nýja þingflokks. Við erum á réttri leið og við ætlum alla leið! Með kærri kveðju, Bjarni Benediktsson Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir kjósendur hafa hafnað vinstri upplausn og óvissu í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn sé eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Þetta kemur fram í bréfi hans til flokksmanna í morgun. Bjarni segir niðurstöður kosninganna gefa flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn. Bjarni óskaði sem kunnugt er eftir umboði til að mynda ríkisstjórn á fundi sínum með forseta Íslands á Bessastöðum. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Bjarna í dag en án árangurs.Bréf Bjarna í heild sinni má sjá hér að neðanKæru félagar og vinir! Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hvað ég gleðst yfir úrslitum kosninganna. Tilfinningin var stórkostleg og hún mun án nokkurs vafa lita störf okkar inn í framtíðina, bæði í pólitíkinni og innra starfi flokksins. Kosningasigur okkar var byggður á ötulu og fórnfúsu starfi þúsunda sjálfstæðismanna um allt land. Hann byggðist á fólkinu sem talaði máli flokksins við félaga sína og fjölskyldu, bar út bæklinga, hringdi í fólk til áminningar, hellti upp á kaffi í kosningamiðstöðvum og skutlaði öldruðum ættingja á kjörstað. Fólkinu sem kom og kaus og einnig þeim sem létu sér „læka“ við flokkinn á Facebook. Það munaði um allt og það munaði um alla. Þakka ykkur kærlega fyrir alla hjálpina og traustið. Kosningabaráttan var stutt og snörp og við getum verið stolt af henni. Við komum fram af málefnafestu og heiðarleika; við töluðum skýrt um árangurinn sem við höfum náð og við töluðum skýrt um hvert við stefnum. Við gáfum ekki stór og óraunhæf loforð. Við lofuðum því einu, að við héldum okkar striki, treystum efnahagslífið frekar, byggðum upp heilbrigðiskerfið og innviðina. Að við sinntum því sem skiptir alla Íslendinga máli af trúmennsku. Af úrslitunum sjáum við að fólkið kom og kaus það sem við settum á oddinn: það valdi stefnufestu og stöðugleika og það hafnaði vinstri upplausn og óvissu. En það er ekki nóg að sigra kosningarnar. Eftirleikurinn er líka mikilvægur og það er ekki vandalaust að koma saman góðri ríkisstjórn. Í gær gekk ég á fund forseta Íslands og kynnti honum viðhorf okkar til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn á að verða kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Hann er bæði stærsti þingflokkurinn — með þriðjung þingheims innan sinna vébanda — og jafnframt eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Niðurstöður kosninganna gefa okkur tækifæri til þess að mynda þriggja flokka stjórn, þó það séu ýmsir kostir aðrir í stöðunni. Við höfum lagt áherslu á að við göngum til stjórnarmyndunar með opnum huga, það er ekki eftir neinu að bíða. Enn og aftur vil ég þakka fyrir allan stuðninginn og hjálpina. Bæði ég persónulega, fyrir hönd flokksins og okkar nýja þingflokks. Við erum á réttri leið og við ætlum alla leið! Með kærri kveðju, Bjarni Benediktsson
Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira