Nissan Qashqai áfram framleiddur í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2016 09:53 Nissan Qashqai er mest seldi jepplingur Evrópu. Þrátt fyrir alla þá óvissu sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur skapað fyrir bíliðnaðinn hefur Nissan staðfest að framleiðsla vinsælasta jepplings Evrópu og heimsins alls, Nissan Qashqai verður áfram í Bretlandi, en bíllinn er framleiddur þar í miklu magni í borginni Sunderland. Ekki nóg með það heldur verður bætt við framleiðslu næstu kynslóðar Nissan X-Trail jeppans í verksmiðjunni. Hins vegar sagði forstjóri Renault-Nissan, Carlos Ghosn, að hann muni skera niður frekari fjárfestingar í Bretlandi ef mótaðgerðir við aukna skatta á bíla framleidda í Bretlandi verða ekki að veruleika. Breska ríkisstjórnin hefur þó nýlega sannfært Ghosn um að fyrirtækið muni njóta stuðnings og trygginga fyrir framleiðslu sinni og það ætti að þýða að hún muni jafna út þá skatta sem á bíla Nissan gæti lagst á meginlandi Evrópu. Brexit Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent
Þrátt fyrir alla þá óvissu sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur skapað fyrir bíliðnaðinn hefur Nissan staðfest að framleiðsla vinsælasta jepplings Evrópu og heimsins alls, Nissan Qashqai verður áfram í Bretlandi, en bíllinn er framleiddur þar í miklu magni í borginni Sunderland. Ekki nóg með það heldur verður bætt við framleiðslu næstu kynslóðar Nissan X-Trail jeppans í verksmiðjunni. Hins vegar sagði forstjóri Renault-Nissan, Carlos Ghosn, að hann muni skera niður frekari fjárfestingar í Bretlandi ef mótaðgerðir við aukna skatta á bíla framleidda í Bretlandi verða ekki að veruleika. Breska ríkisstjórnin hefur þó nýlega sannfært Ghosn um að fyrirtækið muni njóta stuðnings og trygginga fyrir framleiðslu sinni og það ætti að þýða að hún muni jafna út þá skatta sem á bíla Nissan gæti lagst á meginlandi Evrópu.
Brexit Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent