Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Snærós Sindradóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir ræddi við formenn allra flokka á Alþingi í gær en hún stefnir á að mynda fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri til miðju. Vísir/Ernir „Það eru einhverjir að búa þetta til bara. Við höfum verið mjög jákvæð um að skoða þetta,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, um meint viljaleysi flokksins til að hefja samstarf við Pírata. Daginn eftir kjördag sagði Benedikt að honum hugnaðist ekki að ganga inn í Píratabandalagið. „Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt þá í viðtali á Stöð 2. Nú er komið annað hljóð í strokkinn því Benedikt segist ganga bjartsýnn til fimm flokka samstarfs. „Maður er smám saman að átta sig á því að kosningarnar fóru á ákveðinn veg. Eftir því sem leiðir lokast þá verður maður að opna á aðrar dyr.“Birgitta Jónsdóttir Fréttablaðið/Anton BrinkBirgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að meint óvild á milli flokka sé lítið annað en gróusögur. „Ég hef hitt fólk úr Viðreisn og held að það sé vilji til að finna leið til að hefja samvinnu. Það getur verið að það séu einhverjar gróusögur í gangi en ég held að það sé betra að fólk hittist og sjái hvort það sé einhver breið gjá þarna á milli eða ekki. Ég skynja hana að minnsta kosti ekki.“ Birgitta segir að jafnframt gangi gróusögur um að óvild sé á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur en ekkert geti verið fjær sannleikanum. „Það er engin óvild neins staðar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir unnu mjög náið saman á síðasta kjörtímabili. Það var frekar skýrt fyrir kosningar að það voru nokkur aðaláherslumál sem allir voru sammála um að þyrfti að ganga í.“ Katrín Jakobsdóttir lá undir feldi í gær eftir að hafa fundað með formönnum allra flokka á Alþingi í gær. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að nokkrir þingmenn Vinstri grænna virtust spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn en Viðreisn og teldu meiri málefnahljómgrunn á milli flokkanna. Síðan hefur margt skýrst en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir eftir fundinn með Katrínu á fimmtudag að hann hefði verulegar efasemdir um að fimm flokka stjórn gæti starfað. Búist er við því að draga muni til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í dag og formenn flokkanna hittist og fundi. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Það eru einhverjir að búa þetta til bara. Við höfum verið mjög jákvæð um að skoða þetta,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, um meint viljaleysi flokksins til að hefja samstarf við Pírata. Daginn eftir kjördag sagði Benedikt að honum hugnaðist ekki að ganga inn í Píratabandalagið. „Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt þá í viðtali á Stöð 2. Nú er komið annað hljóð í strokkinn því Benedikt segist ganga bjartsýnn til fimm flokka samstarfs. „Maður er smám saman að átta sig á því að kosningarnar fóru á ákveðinn veg. Eftir því sem leiðir lokast þá verður maður að opna á aðrar dyr.“Birgitta Jónsdóttir Fréttablaðið/Anton BrinkBirgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að meint óvild á milli flokka sé lítið annað en gróusögur. „Ég hef hitt fólk úr Viðreisn og held að það sé vilji til að finna leið til að hefja samvinnu. Það getur verið að það séu einhverjar gróusögur í gangi en ég held að það sé betra að fólk hittist og sjái hvort það sé einhver breið gjá þarna á milli eða ekki. Ég skynja hana að minnsta kosti ekki.“ Birgitta segir að jafnframt gangi gróusögur um að óvild sé á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur en ekkert geti verið fjær sannleikanum. „Það er engin óvild neins staðar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir unnu mjög náið saman á síðasta kjörtímabili. Það var frekar skýrt fyrir kosningar að það voru nokkur aðaláherslumál sem allir voru sammála um að þyrfti að ganga í.“ Katrín Jakobsdóttir lá undir feldi í gær eftir að hafa fundað með formönnum allra flokka á Alþingi í gær. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að nokkrir þingmenn Vinstri grænna virtust spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn en Viðreisn og teldu meiri málefnahljómgrunn á milli flokkanna. Síðan hefur margt skýrst en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir eftir fundinn með Katrínu á fimmtudag að hann hefði verulegar efasemdir um að fimm flokka stjórn gæti starfað. Búist er við því að draga muni til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í dag og formenn flokkanna hittist og fundi.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira