Ákveða sjálfir eigin hlunnindi Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Skattfrjálsar aukatekjur hvers þingmanns hlaupa á milljónum á ári hverju og eru ákvarðaðar af þingmönnum sjálfum. vísir/gva Þingmenn fá greiðslur frá þingi vegna starfa sinna ofan á þingfararkaup sem ákveðið er af kjararáði. Allar þær greiðslur eru skattfrjálsar. Þingmenn sjálfir ákvarða þessar sporslur. Þingfararkaup hækkaði daginn eftir kosningar um 44 prósent og er nú 1,1 milljón króna á mánuði. Ofan á það fá allir þingmenn greiddan svokallaðan starfskostnað sem er 90.636 krónur á mánuði. Einnig fær hver einasti ferðamaður greiddan kostnað sem kallast ferðakostnaður í kjördæmum sem er 83.852 krónur. Þessar greiðslur eru samkvæmt ákvæðum um þingfararkostnað og eru skattfrjálsar. Það sem vekur athygli er að forsætisnefnd þingsins ákveður sjálf hversu háar upphæðir þetta eru. Í lögum um þingfararkostnaðinn segir í 17. grein að þessar greiðslur séu undanþegnar skatti.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili og jafnframt formaður forsætisnefndar, segir mikilvægt að farið sé varlega í að breyta reglum um kostnað þingmanna. Þingmenn fái endurgreiddan kostnað sem hlýst af störfum þeirra. „Við megum ekki gera þetta svo að aðeins efnaðir einstaklingar geti orðið þingmenn. Stíga þarf varlega til jarðar en ég sé ekkert athugavert við að menn setjist niður á nýju þingi og fari fyrir hlutina með tilliti til nýs úrskurðar kjararáðs,“ segir Einar. Í 7. gr laganna um þingfararkaup og þingfararkostnað segir að þingmaður fái þessar mánaðarlegu fjárhæðir til greiðslu kostnaðar og einnig greiðslur vegna ferða á milli heimilis og Reykjavíkur. Einnig segir í sömu grein að endurgreiða skuli alþingismanni kostnað við aðrar ferðir er hann þarf að fara innanlands í tengslum við störf sín, svo og gisti- og dvalarkostnað í þeim ferðum.Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum þingmaðurmynd/sigtryggur ariMeð öðrum orðum fær þingmaður greiddar rúmar 83 þúsund krónur sem heitir „ferðakostnaður í kjördæmum“ en getur síðan fengið allan útlagðan kostnað í ferðum sínum endurgreiddan. Því er um tvítekningu að ræða. Þessar 83.852 krónur fara því ekki í kostnað vegna ferða heldur aðeins hækka laun þingmanna. Alþingi greiðir þingmönnum einnig fyrir akstur á eigin bifreið. Til að mynda greiddi þingið 51 milljón króna árið 2014 til 28 þingmanna þar sem átján þeirra fengu meira en eina milljón króna skattfrjálst í sinn vasa. Árið 2015 greiddi þingið 38,5 milljónir króna vegna aksturs þingmanna á eigin bifreiðum. Þingmenn þurfa ekki að sýna fram á kostnað vegna akstursins. Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram þingmál þess efnis á síðasta þingi að upplýsingar um kostnað þingmanna verði gerðar opinberar. „Það er mjög mikilvægt að launagreiðslur þingmanna, hvaða nafni sem þær nefnast, séu ekki sveipaðar leyndarhjúpi. Í Bretlandi eru þessar upplýsingar allar uppi á borði og var það fyrirmynd sem ég horfði til. Á sama tíma og fjármálaráðuneytið vinnur að því að allir reikningar hins opinbera verði opnaðir almenningi ættu þingmenn að ríða á vaðið og sýna gott fordæmi. Slíkt yrði líka til að auka traust á Alþingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þingmenn fá greiðslur frá þingi vegna starfa sinna ofan á þingfararkaup sem ákveðið er af kjararáði. Allar þær greiðslur eru skattfrjálsar. Þingmenn sjálfir ákvarða þessar sporslur. Þingfararkaup hækkaði daginn eftir kosningar um 44 prósent og er nú 1,1 milljón króna á mánuði. Ofan á það fá allir þingmenn greiddan svokallaðan starfskostnað sem er 90.636 krónur á mánuði. Einnig fær hver einasti ferðamaður greiddan kostnað sem kallast ferðakostnaður í kjördæmum sem er 83.852 krónur. Þessar greiðslur eru samkvæmt ákvæðum um þingfararkostnað og eru skattfrjálsar. Það sem vekur athygli er að forsætisnefnd þingsins ákveður sjálf hversu háar upphæðir þetta eru. Í lögum um þingfararkostnaðinn segir í 17. grein að þessar greiðslur séu undanþegnar skatti.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili og jafnframt formaður forsætisnefndar, segir mikilvægt að farið sé varlega í að breyta reglum um kostnað þingmanna. Þingmenn fái endurgreiddan kostnað sem hlýst af störfum þeirra. „Við megum ekki gera þetta svo að aðeins efnaðir einstaklingar geti orðið þingmenn. Stíga þarf varlega til jarðar en ég sé ekkert athugavert við að menn setjist niður á nýju þingi og fari fyrir hlutina með tilliti til nýs úrskurðar kjararáðs,“ segir Einar. Í 7. gr laganna um þingfararkaup og þingfararkostnað segir að þingmaður fái þessar mánaðarlegu fjárhæðir til greiðslu kostnaðar og einnig greiðslur vegna ferða á milli heimilis og Reykjavíkur. Einnig segir í sömu grein að endurgreiða skuli alþingismanni kostnað við aðrar ferðir er hann þarf að fara innanlands í tengslum við störf sín, svo og gisti- og dvalarkostnað í þeim ferðum.Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum þingmaðurmynd/sigtryggur ariMeð öðrum orðum fær þingmaður greiddar rúmar 83 þúsund krónur sem heitir „ferðakostnaður í kjördæmum“ en getur síðan fengið allan útlagðan kostnað í ferðum sínum endurgreiddan. Því er um tvítekningu að ræða. Þessar 83.852 krónur fara því ekki í kostnað vegna ferða heldur aðeins hækka laun þingmanna. Alþingi greiðir þingmönnum einnig fyrir akstur á eigin bifreið. Til að mynda greiddi þingið 51 milljón króna árið 2014 til 28 þingmanna þar sem átján þeirra fengu meira en eina milljón króna skattfrjálst í sinn vasa. Árið 2015 greiddi þingið 38,5 milljónir króna vegna aksturs þingmanna á eigin bifreiðum. Þingmenn þurfa ekki að sýna fram á kostnað vegna akstursins. Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram þingmál þess efnis á síðasta þingi að upplýsingar um kostnað þingmanna verði gerðar opinberar. „Það er mjög mikilvægt að launagreiðslur þingmanna, hvaða nafni sem þær nefnast, séu ekki sveipaðar leyndarhjúpi. Í Bretlandi eru þessar upplýsingar allar uppi á borði og var það fyrirmynd sem ég horfði til. Á sama tíma og fjármálaráðuneytið vinnur að því að allir reikningar hins opinbera verði opnaðir almenningi ættu þingmenn að ríða á vaðið og sýna gott fordæmi. Slíkt yrði líka til að auka traust á Alþingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira