Yfir miðjuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Á formönnum flokkanna sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi hvílir sú ábyrgð að mynda hér starfhæfa ríkisstjórn. Á einhverjum tímapunkti verða forystumenn flokkanna að gera málamiðlanir og kyngja hugmyndafræðilegu stolti til að afstýra stjórnarkreppu. Umboð til stjórnarmyndunar er nú í höndum Katrínar Jakobsdóttur. Hún hefur lýst því yfir að hennar fyrsti valkostur sé fjölflokkastjórn frá miðju til vinstri. Ef Katrínu tekst ekki að mynda fimm flokka stjórn eða fjögurra flokka stjórn með loforði Pírata um að verja hana falli hlýtur hún að horfa til þess að hefja viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þvert yfir miðjuna með þátttöku Bjartrar framtíðar, Viðreisnar eða Framsóknarflokksins. Vera kann að það sé nauðsynlegt fyrir formann VG að hefja viðræður um myndun fjölflokkastjórnar til að byrja með þótt fyrir fram sé vitað að slík stjórn sé tæpast raunhæfur valkostur. Þá einungis til að verja trúverðugleika gagnvart eigin kjósendum. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn er beiskur kaleikur fyrir flesta kjósendur VG og sennilega óhugsandi fyrir marga þeirra. Það skapar hins vegar mörg vandamál og krefst mikillar jafnvægislistar og útsjónarsemi að sætta ólík sjónarmið þegar samræma þarf stefnu fjögurra eða jafnvel fimm flokka í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta veit Katrín Jakobsdóttir mætavel. Hún veit hins vegar líka að það mun taka tíma að leggja grundvöll að samstarfi við flokka sem eru á öndverðum meiði við VG í hugmyndafræðilegu tilliti. Það styrkir umgjörð slíks samstarfs að aðrir valkostir séu reyndir fyrst. Þá verður líka raunhæft fyrir hana að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og einn af litlu miðjuflokkunum þremur án þess að skaða sig pólitískt í eigin baklandi. Í slíkri þriggja flokka stjórn væri hægt að auka útgjöld til velferðarmála, minnka kostnaðarþátttöku sjúklinga og byggja upp heilbrigðiskerfið í samræmi við kröfur 86.500 Íslendinga. Það væri hægt að ráðast í innviðafjárfestingar sem enginn pólitískur ágreiningur er um. Þar má nefna fjárfestingu í vegakerfinu sem hefur verið í kringum 0,8 prósent af vergri landsframleiðslu á síðustu árum, langt undir sögulegu meðaltali sem er um 2 prósent. VG gæti líka gert kröfur um róttækar breytingar á bankakerfinu með aðskilnaði fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins munu að öllum líkindum samþykkja slíkt gegn því að ekki verði hróflað við sjávarútvegskerfinu með kerfisbreytingum. VG gæti gert kröfur um ákveðna verkferla við sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka. Þá er ekki óyfirstíganlegur ágreiningur milli VG og Sjálfstæðisflokksins um eignarhald á Landsbankanum. Í kjölfar kerfisbreytinga á fjármálamarkaði og sölu eigna samhliða þeim yrði bankinn sjálfkrafa að litlum viðskiptabanka í ríkiseigu sem legði höfuðáherslu á þjónustu við almenning, ekki ósvipað Sparkassen í Þýskalandi. Í ljósi þess að Björt framtíð er ekki klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokknum er einfaldara fyrir formann VG að mynda ríkisstjórn með þátttöku þess flokks í krafti meirihluta 35 þingmanna. Það mýkir líka ásýnd stjórnarinnar og það verður auðveldara að réttlæta slíkt samstarf fyrir kjósendum VG.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Á formönnum flokkanna sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi hvílir sú ábyrgð að mynda hér starfhæfa ríkisstjórn. Á einhverjum tímapunkti verða forystumenn flokkanna að gera málamiðlanir og kyngja hugmyndafræðilegu stolti til að afstýra stjórnarkreppu. Umboð til stjórnarmyndunar er nú í höndum Katrínar Jakobsdóttur. Hún hefur lýst því yfir að hennar fyrsti valkostur sé fjölflokkastjórn frá miðju til vinstri. Ef Katrínu tekst ekki að mynda fimm flokka stjórn eða fjögurra flokka stjórn með loforði Pírata um að verja hana falli hlýtur hún að horfa til þess að hefja viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þvert yfir miðjuna með þátttöku Bjartrar framtíðar, Viðreisnar eða Framsóknarflokksins. Vera kann að það sé nauðsynlegt fyrir formann VG að hefja viðræður um myndun fjölflokkastjórnar til að byrja með þótt fyrir fram sé vitað að slík stjórn sé tæpast raunhæfur valkostur. Þá einungis til að verja trúverðugleika gagnvart eigin kjósendum. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn er beiskur kaleikur fyrir flesta kjósendur VG og sennilega óhugsandi fyrir marga þeirra. Það skapar hins vegar mörg vandamál og krefst mikillar jafnvægislistar og útsjónarsemi að sætta ólík sjónarmið þegar samræma þarf stefnu fjögurra eða jafnvel fimm flokka í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta veit Katrín Jakobsdóttir mætavel. Hún veit hins vegar líka að það mun taka tíma að leggja grundvöll að samstarfi við flokka sem eru á öndverðum meiði við VG í hugmyndafræðilegu tilliti. Það styrkir umgjörð slíks samstarfs að aðrir valkostir séu reyndir fyrst. Þá verður líka raunhæft fyrir hana að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og einn af litlu miðjuflokkunum þremur án þess að skaða sig pólitískt í eigin baklandi. Í slíkri þriggja flokka stjórn væri hægt að auka útgjöld til velferðarmála, minnka kostnaðarþátttöku sjúklinga og byggja upp heilbrigðiskerfið í samræmi við kröfur 86.500 Íslendinga. Það væri hægt að ráðast í innviðafjárfestingar sem enginn pólitískur ágreiningur er um. Þar má nefna fjárfestingu í vegakerfinu sem hefur verið í kringum 0,8 prósent af vergri landsframleiðslu á síðustu árum, langt undir sögulegu meðaltali sem er um 2 prósent. VG gæti líka gert kröfur um róttækar breytingar á bankakerfinu með aðskilnaði fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins munu að öllum líkindum samþykkja slíkt gegn því að ekki verði hróflað við sjávarútvegskerfinu með kerfisbreytingum. VG gæti gert kröfur um ákveðna verkferla við sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka. Þá er ekki óyfirstíganlegur ágreiningur milli VG og Sjálfstæðisflokksins um eignarhald á Landsbankanum. Í kjölfar kerfisbreytinga á fjármálamarkaði og sölu eigna samhliða þeim yrði bankinn sjálfkrafa að litlum viðskiptabanka í ríkiseigu sem legði höfuðáherslu á þjónustu við almenning, ekki ósvipað Sparkassen í Þýskalandi. Í ljósi þess að Björt framtíð er ekki klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokknum er einfaldara fyrir formann VG að mynda ríkisstjórn með þátttöku þess flokks í krafti meirihluta 35 þingmanna. Það mýkir líka ásýnd stjórnarinnar og það verður auðveldara að réttlæta slíkt samstarf fyrir kjósendum VG.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun