Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Snærós Sindradóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 17. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir kom á fund forseta Íslands á Bessastöðum í gær og tók við stjórnarmyndunarkeflinu af Bjarna Benediktssyni. Katrín fundar með formönnum allra flokka í dag. vísir/eyþór Það gæti steytt á sömu skerjunum í nýjum stjórnarmyndunarviðræðum og þeim sem sigldu í strand fari svo að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reyni að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Þingmenn Viðreisnar eru aftur á móti bjartsýnir á að þau málefni sem flokkurinn lagði áherslu á í aðdraganda kosninga nái í gegn í stjórn Katrínar. Katrín Jakobsdóttir hélt á fund forseta Íslands í gær og fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Katrín sagði að fundinum loknum að naumur tími væri til myndunar ríkisstjórnar og standa áætlanir til að hún hefji fundi með formönnum stjórnmálaflokkanna klukkan hálf tíu í dag. Katrín hefur verið skýr með þann vilja sinn að mynda fimm flokka stjórn frá miðju og til vinstri.Þorsteinn Víglundsson vísir/GVAMöguleikar Katrínar eru í raun þrír, að taka Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórn, að taka Viðreisn inn í fimm flokka stjórn eða hafa flokkana saman í slíkri stjórn. Heimildir fréttastofu herma að innan þingflokks Vinstri grænna séu raddir sem telji Framsóknarflokkinn vænlegri kost til samstarfs en Viðreisn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sammála því að mikið beri á milli. „Það liggur ljóst fyrir að á milli okkar og VG er töluverður samhljómur þegar kemur að því að breyta málum í sjávarútvegi, þó það sé kannski áherslumunur um nákvæmlega hvernig. Vinstri græn lýstu því fyrir kosningar að flokkurinn væri reiðubúinn að láta kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið svo þar ætti að vera samhljómur líka. Jafnréttismálin og umhverfismálin ættu held ég að vera borðleggjandi.“Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánVarðandi hlutfall á milli einkareksturs og opinbers reksturs í velferðarkerfinu segir Þorsteinn það ekki neitt kappsmál hjá Viðreisn að auka einkarekstur. „Við fyrstu sýn er ekki ólíklegt að það nái að myndast betri samstaða nú.“ Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að skoða einhverjar breytingar varðandi sjávarútveginn. „En ef við ætlum að fara í kerfisbreytingar í sjávarútveginum þá verðum við að vita hvaða áhrif það hefur. Er búið að reikna uppboðsleiðina út? Ætla menn að vinda algjörlega ofan af kvótakerfinu? Mér finnst allt í lagi að fara í ákveðnar breytingar en ég þarf að sjá til lands og vita að við séum ekki að taka úr sambandi fiskveiðistjórnunarkerfið,“ segir Lilja. Varðandi Evrópusambandið segir Lilja að fyrst þurfi að taka á málum innanlands áður en þráðurinn verði tekinn upp í aðildarviðræðum. Fari aðildarviðræður í þjóðaratkvæði vill Lilja að spurningin snúist um hvort þjóðin vilji ganga inn í ESB eða ekki. Hún tekur ekki vel í hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur um tvær spurningar í einni atkvæðagreiðslu, annars vegar um framhald aðildarviðræðna og hins vegar afstöðu til inngöngu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Það gæti steytt á sömu skerjunum í nýjum stjórnarmyndunarviðræðum og þeim sem sigldu í strand fari svo að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, reyni að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Þingmenn Viðreisnar eru aftur á móti bjartsýnir á að þau málefni sem flokkurinn lagði áherslu á í aðdraganda kosninga nái í gegn í stjórn Katrínar. Katrín Jakobsdóttir hélt á fund forseta Íslands í gær og fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Katrín sagði að fundinum loknum að naumur tími væri til myndunar ríkisstjórnar og standa áætlanir til að hún hefji fundi með formönnum stjórnmálaflokkanna klukkan hálf tíu í dag. Katrín hefur verið skýr með þann vilja sinn að mynda fimm flokka stjórn frá miðju og til vinstri.Þorsteinn Víglundsson vísir/GVAMöguleikar Katrínar eru í raun þrír, að taka Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórn, að taka Viðreisn inn í fimm flokka stjórn eða hafa flokkana saman í slíkri stjórn. Heimildir fréttastofu herma að innan þingflokks Vinstri grænna séu raddir sem telji Framsóknarflokkinn vænlegri kost til samstarfs en Viðreisn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sammála því að mikið beri á milli. „Það liggur ljóst fyrir að á milli okkar og VG er töluverður samhljómur þegar kemur að því að breyta málum í sjávarútvegi, þó það sé kannski áherslumunur um nákvæmlega hvernig. Vinstri græn lýstu því fyrir kosningar að flokkurinn væri reiðubúinn að láta kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið svo þar ætti að vera samhljómur líka. Jafnréttismálin og umhverfismálin ættu held ég að vera borðleggjandi.“Lilja Dögg Alfreðsdóttirvísir/stefánVarðandi hlutfall á milli einkareksturs og opinbers reksturs í velferðarkerfinu segir Þorsteinn það ekki neitt kappsmál hjá Viðreisn að auka einkarekstur. „Við fyrstu sýn er ekki ólíklegt að það nái að myndast betri samstaða nú.“ Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að skoða einhverjar breytingar varðandi sjávarútveginn. „En ef við ætlum að fara í kerfisbreytingar í sjávarútveginum þá verðum við að vita hvaða áhrif það hefur. Er búið að reikna uppboðsleiðina út? Ætla menn að vinda algjörlega ofan af kvótakerfinu? Mér finnst allt í lagi að fara í ákveðnar breytingar en ég þarf að sjá til lands og vita að við séum ekki að taka úr sambandi fiskveiðistjórnunarkerfið,“ segir Lilja. Varðandi Evrópusambandið segir Lilja að fyrst þurfi að taka á málum innanlands áður en þráðurinn verði tekinn upp í aðildarviðræðum. Fari aðildarviðræður í þjóðaratkvæði vill Lilja að spurningin snúist um hvort þjóðin vilji ganga inn í ESB eða ekki. Hún tekur ekki vel í hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur um tvær spurningar í einni atkvæðagreiðslu, annars vegar um framhald aðildarviðræðna og hins vegar afstöðu til inngöngu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira