Jólaþorpið opnað í næstu viku Elín Albertsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 11:00 Mikill fjöldi gesta mætir venjulega þegar jólaþorpið er opnað. Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað í fjórtánda skipti í næstu viku, 25. nóvember, en það var fyrst sett upp jólin 2003. Um leið verður kveikt á jólatrénu á Thorsplani. Jólaþorpið verður síðan opið allar helgar á aðventunni og margt skemmtilegt í boði fyrir börn og fullorðna. Að sögn Árdísar Ármannsdóttur, samskiptastjóra Hafnarfjarðarbæjar, komust færri að en vildu í sölubásana en þeir eru sautján. Einnig verða núna spennandi matarvagnar á svæðinu. „Við verðum með metnaðarfulla dagskrá og fjöldi skemmtikrafta kemur fram. Það verður söngur, leikur og alls kyns sprell í gangi,“ segir Árdís.Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðar.„Þegar jólaþorpið verður opnað í næstu viku verður skipulögð dagskrá frá kl. 18-20 þar sem Felix Bergsson heldur uppi jólafjöri. Hann og Sigrún Þorleifsdóttir, Dúna í blómabúðinni Burkna, kveikja á jólatrénu og telja niður með gestum á fyrsta degi Jólaþorpsins. Dúna hefur í fjölda ára rekið Burkna sem dætur hennar hafa nú tekið við. Hún er mikið jólabarn og var ein þeirra fyrstu til að byrja að skreyta verslun sína í Hafnarfirðinum. Það þótti því mjög viðeigandi að fá sjálft jólabarnið með okkur í niðurtalningu og það að kveikja á trénu. Jólasveinar verða á svæðinu og flugeldasýning,“ segir Árdís. „Jólasveinar og Grýla verða á vappi um miðbæinn þegar jólaþorpið er opið, Jólafía og Jólálfur frá Sirkus Íslands mæta einnig á svæðið, Skjóða skemmtir og svo verður harmóníkuleikur og söngatriði. Hestakerra keyrir um Strandgötuna og geta kátir krakkar að sjálfsögðu fengið far þannig að nóg verður um að vera í Hafnarfirðinum til jóla.“ Jólaþorpið er byggt upp eins frá ári til árs en skemmtidagskráin breytist. Jólaþorpið er vettvangur lista, handverks og hönnunar svo vel er hægt að finna fallegar gjafir í jólapakkann. Flestar vörurnar eru íslenskar.Ýmislegt fallegt er til sölu í jólaþorpinu.„Jólaþorpið er orðið landsþekkt og fólk hvaðanæva af landinu kemur að heimsækja okkur í Hafnarfjörðinn á aðventunni. Hafnfirðingar sjálfir eru líka farnir að nýta tækifærið og bjóða heim í kaffi og kökur á aðventuhelgunum og bjóða fjölskyldu og vinum að ganga svo með sér í bæinn, fara í jólaþorpið, kíkja í búðir og í Hafnarborg á listsýningu og jafnvel setjast niður á einu af notalegu kaffihúsunum okkar. Jólaþorpið er líka sótt af erlendum ferðamönnum sem vilja komast í kynni við heimilislega hátíð og jólagleði þannig að hátíðin er farin að teygja anga sína ansi víða,“ segir Árdís. Í jólaþorpinu er hægt að kaupa heitt kakó en kaffihúsum hefur fjölgað í Hafnarfirði og þar er hægt að fá gott kaffi . Dagskrá hverrar helgar er hægt að sjá á Facebook-síðu jólaþorpsins og heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.Margrét Arnardóttir leikur hér á harmóníku í jólaþorpinu. Jólafréttir Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól
Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað í fjórtánda skipti í næstu viku, 25. nóvember, en það var fyrst sett upp jólin 2003. Um leið verður kveikt á jólatrénu á Thorsplani. Jólaþorpið verður síðan opið allar helgar á aðventunni og margt skemmtilegt í boði fyrir börn og fullorðna. Að sögn Árdísar Ármannsdóttur, samskiptastjóra Hafnarfjarðarbæjar, komust færri að en vildu í sölubásana en þeir eru sautján. Einnig verða núna spennandi matarvagnar á svæðinu. „Við verðum með metnaðarfulla dagskrá og fjöldi skemmtikrafta kemur fram. Það verður söngur, leikur og alls kyns sprell í gangi,“ segir Árdís.Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðar.„Þegar jólaþorpið verður opnað í næstu viku verður skipulögð dagskrá frá kl. 18-20 þar sem Felix Bergsson heldur uppi jólafjöri. Hann og Sigrún Þorleifsdóttir, Dúna í blómabúðinni Burkna, kveikja á jólatrénu og telja niður með gestum á fyrsta degi Jólaþorpsins. Dúna hefur í fjölda ára rekið Burkna sem dætur hennar hafa nú tekið við. Hún er mikið jólabarn og var ein þeirra fyrstu til að byrja að skreyta verslun sína í Hafnarfirðinum. Það þótti því mjög viðeigandi að fá sjálft jólabarnið með okkur í niðurtalningu og það að kveikja á trénu. Jólasveinar verða á svæðinu og flugeldasýning,“ segir Árdís. „Jólasveinar og Grýla verða á vappi um miðbæinn þegar jólaþorpið er opið, Jólafía og Jólálfur frá Sirkus Íslands mæta einnig á svæðið, Skjóða skemmtir og svo verður harmóníkuleikur og söngatriði. Hestakerra keyrir um Strandgötuna og geta kátir krakkar að sjálfsögðu fengið far þannig að nóg verður um að vera í Hafnarfirðinum til jóla.“ Jólaþorpið er byggt upp eins frá ári til árs en skemmtidagskráin breytist. Jólaþorpið er vettvangur lista, handverks og hönnunar svo vel er hægt að finna fallegar gjafir í jólapakkann. Flestar vörurnar eru íslenskar.Ýmislegt fallegt er til sölu í jólaþorpinu.„Jólaþorpið er orðið landsþekkt og fólk hvaðanæva af landinu kemur að heimsækja okkur í Hafnarfjörðinn á aðventunni. Hafnfirðingar sjálfir eru líka farnir að nýta tækifærið og bjóða heim í kaffi og kökur á aðventuhelgunum og bjóða fjölskyldu og vinum að ganga svo með sér í bæinn, fara í jólaþorpið, kíkja í búðir og í Hafnarborg á listsýningu og jafnvel setjast niður á einu af notalegu kaffihúsunum okkar. Jólaþorpið er líka sótt af erlendum ferðamönnum sem vilja komast í kynni við heimilislega hátíð og jólagleði þannig að hátíðin er farin að teygja anga sína ansi víða,“ segir Árdís. Í jólaþorpinu er hægt að kaupa heitt kakó en kaffihúsum hefur fjölgað í Hafnarfirði og þar er hægt að fá gott kaffi . Dagskrá hverrar helgar er hægt að sjá á Facebook-síðu jólaþorpsins og heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.Margrét Arnardóttir leikur hér á harmóníku í jólaþorpinu.
Jólafréttir Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól