Sara Heimis svarar Rich Piana fullum hálsi: Óöruggur fokking lygari Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2016 08:30 Sara lætur allt flakka í samtali við Brennsluna. „Ég flutti út til Bandaríkjanna fyrir tæpum sjö árum. Ég fór strax í nám, byrjaði í sálfræði og fór síðan yfir í lögfræðina,“ segir fitnesskonan Sara Heimisdóttir, í ítarlegu viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Ég hef síðan verið að keppa í fitness samhliða náminu og er bara að reyna að láta drauma mína rætast.“ Sara er 27 ára gömul og flutti hún út um tvítugt. Hún segir að tækifærin séu í Bandaríkjunum og það hafi alltaf verið draumurinn að búa í landi tækifæranna. „Það er alveg æðislegt að búa á Íslandi, en þetta er svo lítið land. Ef maður ætlar að grípa tækifærið, þá verður bara að gera eins og Haffi Stóri [Hafþór Júlíus] og koma sér á framfæri út um allan heim. Þá er nauðsynlegt að fara yfir landsteinana. Ísland er alltaf ofarlega í mínu hjarta.“ Fyrir um ári síðan giftist Sara vaxtarræktarmanninum Rich Piana en þau gengu í það heilaga á Mr. Olympia-keppninni í Las Vegas í september á síðasta ári. Parið skildi í sumar og tjáði Piana sig um málið á YouTube-rás sinni í síðustu viku. Þar sagði hann að Sara hafi stolið peningum af sér og aðeins gifts sér fyrir græna kortið.Sjá einnig: Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortið„Þetta er bara eins og maður segir bunch of bullshit. Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við hann síðan við skildum. Hann reyndi síðan að hafa samband við mig áður en hann setti þetta myndband inn, og var með einhverja stæla við mig og hótaði mér öllu illu. Ég svaraði honum ekki, og þá birti hann myndbandið fljótlega.“ Sara segist ekki hafa skilið upp né niður þegar hún horfði á myndbandið og var bara orðlaus. „Hann segir að ég hafi bara viljað giftast honum fyrir græna kortið. Ég var í skóla í Flórída þegar við kynnumst, og hann biður mig að koma yfir til Kaliforníu og búa hjá sér. Hann vildi hafa mig með sér allan daginn, og vera með honum í því sem hann var að gera. Hann bauð því mér að giftast honum, til að hlutirnir yrðu auðveldari. Við létum því verða af brúðkaupinu. Brúðkaupið var þannig séð hans hugmynd,“ segir Sara og bætir því við að hún hafi farið inn í sambandið af réttum forsendum og viljað ekkert meira en að það myndi ganga upp.Rich allt annað en sáttur.„Þetta var algjörlega frábært í byrjun og maður hélt að hann væri alveg the one. Hann er klárlega ekki allur sem hann er séður. Hann segir síðan að ég hafi stolið frá honum. Í fyrsta lagi stal ég aldrei frá honum og ég myndi aldrei stela frá neinum, það er ekki sú manneskja sem ég er. Þegar maður er giftur, á maður allt saman, svo þetta er í raun algjört bull. Ég sá í þessu myndbandi að þetta var fokking lygari.“ Sara segir að Piana sé mjög óöruggur maður. „Þið sjáið bara hvernig hann lítur út. Hann sprautar sílikoni í vöðvana á sér, hann er meira að segja með sílikon í rassinum. Mikið af því sem hann segir í þessu myndbandi er bara algjör lygi. Núna er hann bara heima hjá sér að hlæja af því að fólk sé í alvörunni að trúa því sem hann er að segja.“Fallegur bíll sem Sara fékk gefins. Hún á hann ekki lengur.En er Sara sár eftir að Piana birti þetta myndband?„Eins og ég segi alltaf, þá eru Íslendingar sterklega byggðir og það þarf mikið til þess að ná okkur niður. Ég hló bara að þessu vídeói, af því að ég veit hvað er rétt. Allt þetta fólk sem er að drulla yfir mig á samfélagsmiðlunum, mér gæti ekki verið meira sama um það. Ég er að gera mitt eigið myndband og þar mun ég segja mína hlið á málinu, og hvernig allt var. Ég mun hafa upptökur sem sýna það að hann var oft að öskra á mig og ég grátandi. Þar fær fólk að sjá mikið slæmt.“ Síðasta Valentínusardag gaf Piana Söru nýjan bleikan Benz. „Hann auðvitað tók bílinn með sér og var ekki lengi að selja bílinn. Það er nú oftast þannig að þegar maður er að skilja þá má maður ekki selja neitt, eða ekki neitt sem keypt var meðan maður var giftur.“ Sara ætlar ekki að gefa neitt eftir og er með lögfræðinga með sér í liði. „Ef hann ætlar að leika við mig, þá verður það ekki fallegt. Það er hægara sagt en gert að ibba gogg við okkur íslensku konurnar,“ segir Sara sem hefur það nokkuð gott í Bandaríkjunum og elskar að búa þar. Hún hefur ekki einu sinni komið til Íslands á þeim sjö árum sem hún hefur búið í Bandaríkjunum. Tengdar fréttir Sara Heimis rosaleg í ræktinni - Myndband Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, gengu í það heilaga þann 17. september síðastliðin. 26. nóvember 2015 13:00 Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortið "Mig langar að tjá mig um hluti sem ég ætlaði aldrei að gera, þar sem þetta tengist mínu einkalífi,“segir kraftlyftingamaðurinn Rich Piana sem tjáir sig um ástæðurnar fyrir því að hjónabandi hans og Söru Heimisdóttir lauk í sumar. 9. nóvember 2016 14:00 Sara fékk bleikan Benz í Valentínusargjöf frá Rich Piana - Myndband Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, og tengdasonur þjóðarinnar eru líklega eitt þekktasta par landsins. 16. febrúar 2016 15:01 Sara Heimis og Rich Piana skilin: "Ákváðum í sameiningu að þetta væri best fyrir okkur“ Tæpt ár frá því þau gengu í hjónaband í Las Vegas. 23. júlí 2016 20:34 Fyrrverandi tengdasonur Íslands kominn á fast Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana er kominn með nýja kærustu en hún heitir Chanel Renee. 2. nóvember 2016 13:45 Eyddi yfir 300 þúsund krónum í stera á mánuði Hinn 45 ára gamli Rich Piana, sem er giftur Söru Heimisdóttur, er stoltur af steranotkun sinni og segist hafa notað þá frá 18 ára aldri. 9. maí 2016 13:06 Rich Piana eins og viðvaningur við hliðina á Fjallinu í ræktinni - Myndband Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana birti í gær nýtt myndband á YouTube síðu sinni þar sem hann fékk að eyða heilum degi með Fjallinu okkar, Hafþóri Júlíusi Björnssyni. 26. júlí 2016 10:30 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira
„Ég flutti út til Bandaríkjanna fyrir tæpum sjö árum. Ég fór strax í nám, byrjaði í sálfræði og fór síðan yfir í lögfræðina,“ segir fitnesskonan Sara Heimisdóttir, í ítarlegu viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Ég hef síðan verið að keppa í fitness samhliða náminu og er bara að reyna að láta drauma mína rætast.“ Sara er 27 ára gömul og flutti hún út um tvítugt. Hún segir að tækifærin séu í Bandaríkjunum og það hafi alltaf verið draumurinn að búa í landi tækifæranna. „Það er alveg æðislegt að búa á Íslandi, en þetta er svo lítið land. Ef maður ætlar að grípa tækifærið, þá verður bara að gera eins og Haffi Stóri [Hafþór Júlíus] og koma sér á framfæri út um allan heim. Þá er nauðsynlegt að fara yfir landsteinana. Ísland er alltaf ofarlega í mínu hjarta.“ Fyrir um ári síðan giftist Sara vaxtarræktarmanninum Rich Piana en þau gengu í það heilaga á Mr. Olympia-keppninni í Las Vegas í september á síðasta ári. Parið skildi í sumar og tjáði Piana sig um málið á YouTube-rás sinni í síðustu viku. Þar sagði hann að Sara hafi stolið peningum af sér og aðeins gifts sér fyrir græna kortið.Sjá einnig: Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortið„Þetta er bara eins og maður segir bunch of bullshit. Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við hann síðan við skildum. Hann reyndi síðan að hafa samband við mig áður en hann setti þetta myndband inn, og var með einhverja stæla við mig og hótaði mér öllu illu. Ég svaraði honum ekki, og þá birti hann myndbandið fljótlega.“ Sara segist ekki hafa skilið upp né niður þegar hún horfði á myndbandið og var bara orðlaus. „Hann segir að ég hafi bara viljað giftast honum fyrir græna kortið. Ég var í skóla í Flórída þegar við kynnumst, og hann biður mig að koma yfir til Kaliforníu og búa hjá sér. Hann vildi hafa mig með sér allan daginn, og vera með honum í því sem hann var að gera. Hann bauð því mér að giftast honum, til að hlutirnir yrðu auðveldari. Við létum því verða af brúðkaupinu. Brúðkaupið var þannig séð hans hugmynd,“ segir Sara og bætir því við að hún hafi farið inn í sambandið af réttum forsendum og viljað ekkert meira en að það myndi ganga upp.Rich allt annað en sáttur.„Þetta var algjörlega frábært í byrjun og maður hélt að hann væri alveg the one. Hann er klárlega ekki allur sem hann er séður. Hann segir síðan að ég hafi stolið frá honum. Í fyrsta lagi stal ég aldrei frá honum og ég myndi aldrei stela frá neinum, það er ekki sú manneskja sem ég er. Þegar maður er giftur, á maður allt saman, svo þetta er í raun algjört bull. Ég sá í þessu myndbandi að þetta var fokking lygari.“ Sara segir að Piana sé mjög óöruggur maður. „Þið sjáið bara hvernig hann lítur út. Hann sprautar sílikoni í vöðvana á sér, hann er meira að segja með sílikon í rassinum. Mikið af því sem hann segir í þessu myndbandi er bara algjör lygi. Núna er hann bara heima hjá sér að hlæja af því að fólk sé í alvörunni að trúa því sem hann er að segja.“Fallegur bíll sem Sara fékk gefins. Hún á hann ekki lengur.En er Sara sár eftir að Piana birti þetta myndband?„Eins og ég segi alltaf, þá eru Íslendingar sterklega byggðir og það þarf mikið til þess að ná okkur niður. Ég hló bara að þessu vídeói, af því að ég veit hvað er rétt. Allt þetta fólk sem er að drulla yfir mig á samfélagsmiðlunum, mér gæti ekki verið meira sama um það. Ég er að gera mitt eigið myndband og þar mun ég segja mína hlið á málinu, og hvernig allt var. Ég mun hafa upptökur sem sýna það að hann var oft að öskra á mig og ég grátandi. Þar fær fólk að sjá mikið slæmt.“ Síðasta Valentínusardag gaf Piana Söru nýjan bleikan Benz. „Hann auðvitað tók bílinn með sér og var ekki lengi að selja bílinn. Það er nú oftast þannig að þegar maður er að skilja þá má maður ekki selja neitt, eða ekki neitt sem keypt var meðan maður var giftur.“ Sara ætlar ekki að gefa neitt eftir og er með lögfræðinga með sér í liði. „Ef hann ætlar að leika við mig, þá verður það ekki fallegt. Það er hægara sagt en gert að ibba gogg við okkur íslensku konurnar,“ segir Sara sem hefur það nokkuð gott í Bandaríkjunum og elskar að búa þar. Hún hefur ekki einu sinni komið til Íslands á þeim sjö árum sem hún hefur búið í Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir Sara Heimis rosaleg í ræktinni - Myndband Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, gengu í það heilaga þann 17. september síðastliðin. 26. nóvember 2015 13:00 Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortið "Mig langar að tjá mig um hluti sem ég ætlaði aldrei að gera, þar sem þetta tengist mínu einkalífi,“segir kraftlyftingamaðurinn Rich Piana sem tjáir sig um ástæðurnar fyrir því að hjónabandi hans og Söru Heimisdóttir lauk í sumar. 9. nóvember 2016 14:00 Sara fékk bleikan Benz í Valentínusargjöf frá Rich Piana - Myndband Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, og tengdasonur þjóðarinnar eru líklega eitt þekktasta par landsins. 16. febrúar 2016 15:01 Sara Heimis og Rich Piana skilin: "Ákváðum í sameiningu að þetta væri best fyrir okkur“ Tæpt ár frá því þau gengu í hjónaband í Las Vegas. 23. júlí 2016 20:34 Fyrrverandi tengdasonur Íslands kominn á fast Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana er kominn með nýja kærustu en hún heitir Chanel Renee. 2. nóvember 2016 13:45 Eyddi yfir 300 þúsund krónum í stera á mánuði Hinn 45 ára gamli Rich Piana, sem er giftur Söru Heimisdóttur, er stoltur af steranotkun sinni og segist hafa notað þá frá 18 ára aldri. 9. maí 2016 13:06 Rich Piana eins og viðvaningur við hliðina á Fjallinu í ræktinni - Myndband Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana birti í gær nýtt myndband á YouTube síðu sinni þar sem hann fékk að eyða heilum degi með Fjallinu okkar, Hafþóri Júlíusi Björnssyni. 26. júlí 2016 10:30 Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira
Sara Heimis rosaleg í ræktinni - Myndband Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, gengu í það heilaga þann 17. september síðastliðin. 26. nóvember 2015 13:00
Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortið "Mig langar að tjá mig um hluti sem ég ætlaði aldrei að gera, þar sem þetta tengist mínu einkalífi,“segir kraftlyftingamaðurinn Rich Piana sem tjáir sig um ástæðurnar fyrir því að hjónabandi hans og Söru Heimisdóttir lauk í sumar. 9. nóvember 2016 14:00
Sara fékk bleikan Benz í Valentínusargjöf frá Rich Piana - Myndband Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, og tengdasonur þjóðarinnar eru líklega eitt þekktasta par landsins. 16. febrúar 2016 15:01
Sara Heimis og Rich Piana skilin: "Ákváðum í sameiningu að þetta væri best fyrir okkur“ Tæpt ár frá því þau gengu í hjónaband í Las Vegas. 23. júlí 2016 20:34
Fyrrverandi tengdasonur Íslands kominn á fast Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana er kominn með nýja kærustu en hún heitir Chanel Renee. 2. nóvember 2016 13:45
Eyddi yfir 300 þúsund krónum í stera á mánuði Hinn 45 ára gamli Rich Piana, sem er giftur Söru Heimisdóttur, er stoltur af steranotkun sinni og segist hafa notað þá frá 18 ára aldri. 9. maí 2016 13:06
Rich Piana eins og viðvaningur við hliðina á Fjallinu í ræktinni - Myndband Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana birti í gær nýtt myndband á YouTube síðu sinni þar sem hann fékk að eyða heilum degi með Fjallinu okkar, Hafþóri Júlíusi Björnssyni. 26. júlí 2016 10:30