UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2016 14:00 Nate Diaz og Conor McGregor börðust tvisvar sinnum og skiptu með sér sigrunum á árinu. vísir/getty UFC-bardagakappinn Nate Diaz veit ekki hvort sambandið mun skipuleggja þriðju viðureign hans og írska, tvöfalda heimsmeistarans Conors McGregors. Eins og staðan er veit hann ekki hvort UFC vilji hafa þá tvo í sama húsi. Diaz var mættur á bardaga Conors gegn Eddie Alvarez í New York aðfaranótt sunnudags þar sem Írinn varð heimsmeistari í léttvigt. Það var þó ekki UFC að þakka að Diaz sá bardagann því Dana White, forseti UFC, hafnaði beiðni bardagakappans um miða á UFC 205 og bar við að ekki væri pláss fyrir hann. „Um leið og McGregor vann litu hundruðir manna á mig og störðu. Ég bara bara: „Hey, hvað viljið þið að ég geri.“ UFC vildi ekki einu sinni gefa mér miða á bardagann. Ég held að Nick Jonas hafi fengið sætið mitt,“ segir Nate Diaz í viðtali við ESPN.Diaz vill berjast aftur við Conor en ætlar ekki á hnén.vísir/gettySlæm hugmynd Diaz var fyrsti maðurinn til að vinna Conor McGregor í UFC þegar kapparnir börðust í mars en Írinn kom fram hefndum í ágúst og vann á dómaraúrskurði eftir fimm lotur. Bardagarnir tveir heppnuðust vel þegar horft er á peningana en þeir eru í tveimur af þremur efstu sætunum þegar kemur að áskriftarkaupum í sögu UFC. Eftir seinni bardagann sagði Conor að hann myndi á endanum berjast þriðja sinni við Diaz og þá í léttvigt en það er þyngdarflokkurinn sem hann varð heimsmeistari í um helgina. Diaz er samt ekki viss um að það verði eitthvað af því. „UFC veit að það er slæm hugmynd hjá honum. Hvers vegna fékk ég ekki miða? Ég sagði við þá að ég myndi láta hann í friði. Ég vil ekki berjast við gaurinn. Ég vildi bara fá sæti í húsinu fyrir mig og bróðir minn en UFC vildi fá hvorugan okkar á staðinn. UFC vill bara fela mig, held ég, og gera Conor að enn stærri stjörnu en það er búið að gera nú þegar,“ segir Diaz.Diaz og Conor rifu kjaft í marga mánuði en féllust svo í faðma eftir bardagann.vísir/gettyEkki bestur Bandaríkjamaðurinn hrósaði Conor fyrir sigurinn á Alvarez en er enn þá á því að hann sé betri en Írinn og að hann viti það eftir bardagana tvo á þessu ári. „Fólk spyr mig hvenær við ætlum að berjast aftur. Ég veit að allir verða að sjá það. Ef ég geri eitthvað þá verður það að berjast við Conor en ég mun ekki grátbiðja um þann bardaga. Ef einhver ætti að biðja um þann bardaga væri það Conor. Hann er sá sem hefur eitthvað að sanna,“ segir Diaz. „Til hamingju Conor. Hann stóð sig frábærlega og er nú með tvö belti. Við báðir vitum samt hvað gerðist í bardögum okkar og að þetta „hann sé bestur í sögunni“-kjaftæði þarf að hætta. Ég man ekki eftir því að nokkur sem hefur verið talinn sá besti allra tíma hafi fengið aðra eins útreið og hann fékk í bardögum okkar,“ segir Nate Diaz. MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Ótrúleg uppákoma eftir bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 205 um helgina. 14. nóvember 2016 13:00 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
UFC-bardagakappinn Nate Diaz veit ekki hvort sambandið mun skipuleggja þriðju viðureign hans og írska, tvöfalda heimsmeistarans Conors McGregors. Eins og staðan er veit hann ekki hvort UFC vilji hafa þá tvo í sama húsi. Diaz var mættur á bardaga Conors gegn Eddie Alvarez í New York aðfaranótt sunnudags þar sem Írinn varð heimsmeistari í léttvigt. Það var þó ekki UFC að þakka að Diaz sá bardagann því Dana White, forseti UFC, hafnaði beiðni bardagakappans um miða á UFC 205 og bar við að ekki væri pláss fyrir hann. „Um leið og McGregor vann litu hundruðir manna á mig og störðu. Ég bara bara: „Hey, hvað viljið þið að ég geri.“ UFC vildi ekki einu sinni gefa mér miða á bardagann. Ég held að Nick Jonas hafi fengið sætið mitt,“ segir Nate Diaz í viðtali við ESPN.Diaz vill berjast aftur við Conor en ætlar ekki á hnén.vísir/gettySlæm hugmynd Diaz var fyrsti maðurinn til að vinna Conor McGregor í UFC þegar kapparnir börðust í mars en Írinn kom fram hefndum í ágúst og vann á dómaraúrskurði eftir fimm lotur. Bardagarnir tveir heppnuðust vel þegar horft er á peningana en þeir eru í tveimur af þremur efstu sætunum þegar kemur að áskriftarkaupum í sögu UFC. Eftir seinni bardagann sagði Conor að hann myndi á endanum berjast þriðja sinni við Diaz og þá í léttvigt en það er þyngdarflokkurinn sem hann varð heimsmeistari í um helgina. Diaz er samt ekki viss um að það verði eitthvað af því. „UFC veit að það er slæm hugmynd hjá honum. Hvers vegna fékk ég ekki miða? Ég sagði við þá að ég myndi láta hann í friði. Ég vil ekki berjast við gaurinn. Ég vildi bara fá sæti í húsinu fyrir mig og bróðir minn en UFC vildi fá hvorugan okkar á staðinn. UFC vill bara fela mig, held ég, og gera Conor að enn stærri stjörnu en það er búið að gera nú þegar,“ segir Diaz.Diaz og Conor rifu kjaft í marga mánuði en féllust svo í faðma eftir bardagann.vísir/gettyEkki bestur Bandaríkjamaðurinn hrósaði Conor fyrir sigurinn á Alvarez en er enn þá á því að hann sé betri en Írinn og að hann viti það eftir bardagana tvo á þessu ári. „Fólk spyr mig hvenær við ætlum að berjast aftur. Ég veit að allir verða að sjá það. Ef ég geri eitthvað þá verður það að berjast við Conor en ég mun ekki grátbiðja um þann bardaga. Ef einhver ætti að biðja um þann bardaga væri það Conor. Hann er sá sem hefur eitthvað að sanna,“ segir Diaz. „Til hamingju Conor. Hann stóð sig frábærlega og er nú með tvö belti. Við báðir vitum samt hvað gerðist í bardögum okkar og að þetta „hann sé bestur í sögunni“-kjaftæði þarf að hætta. Ég man ekki eftir því að nokkur sem hefur verið talinn sá besti allra tíma hafi fengið aðra eins útreið og hann fékk í bardögum okkar,“ segir Nate Diaz.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Ótrúleg uppákoma eftir bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 205 um helgina. 14. nóvember 2016 13:00 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00
Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00
Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Ótrúleg uppákoma eftir bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 205 um helgina. 14. nóvember 2016 13:00
Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn