Porsche tekur heimsbikarinn í þolakstri aftur Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2016 10:26 Ökumenn Porsche fagna sigrinum í Shanghai. Porsche tryggði sér heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröð bílaframleiðenda „World Endurance Championship“ öðru sinni í röð þrátt fyrir að síðasta lota keppninar eigi enn eftir að fara fram. Fullyrða má að byltingarkennd Hybrid-tæknin frá Porsche, sem knýr Porsche 919, hafi gert útslagið í erfiðustu þolraun sem bílar keppa í. Þessi næst síðasta atrenna, sem landaði Porsche sigrinum í heildarstigakeppninni, fór fram í Shanghai í Kína fyrir skömmu. Hún stóð yfir í sex klukkutíma og það voru ökumennirnir Timo Bernhard, Brendon Hartley, Mark Webber, Romain Dumas og Mark Lieb sem innsigluðu titilinn fyrir Porsche. Porsche hefur þar með tryggt sér 301 stig og ljóst að með þessum sjötta sigri ársins er titillinn örugglega kominn í höfn og að þeir sem næstir koma ná ekki að slá Porsche út í síðustu lotu keppninnar sem fram fer í Bahrain 19. nóvember, næstkomandi. Nokkur hraðamet voru sett m.a. fór Hartley 5.451 kílómetra vegalengd á Shanghai brautinni á 1.45,935 mínútum. Michael Steiner, framkvæmdastjóri þróunardeildar Porsche AG, varð vitni að sigri Porsche og hrósaði sínu fólki: „Þessi titill bílaframleiðenda sem fyrirtækið er að vinna í annað skipti í röð er staðfesting á gæðum Hybrid tækninnar frá Porsche og stöðu fyrirtækisins sem frumkvöðuls í greininni. Með þessum árangri skrifar 919 Hybrid bíllinn, nýjan kafla í þróunarsögu kappakstursbíla og skipar sér í flokk með öðrum frægum gripum frá Porsche, bílum einsog 718 RS, 904, 917 og 956. Þennan magnaða árangur má þakka sameiginlegu framlagi frá stórum hópi starfsmanna Porsche, vélfræðingum, verkfræðingum og atvinnuökumönnum. Þetta er sigur liðsheildarinnar hjá Porsche.“ Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Porsche tryggði sér heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröð bílaframleiðenda „World Endurance Championship“ öðru sinni í röð þrátt fyrir að síðasta lota keppninar eigi enn eftir að fara fram. Fullyrða má að byltingarkennd Hybrid-tæknin frá Porsche, sem knýr Porsche 919, hafi gert útslagið í erfiðustu þolraun sem bílar keppa í. Þessi næst síðasta atrenna, sem landaði Porsche sigrinum í heildarstigakeppninni, fór fram í Shanghai í Kína fyrir skömmu. Hún stóð yfir í sex klukkutíma og það voru ökumennirnir Timo Bernhard, Brendon Hartley, Mark Webber, Romain Dumas og Mark Lieb sem innsigluðu titilinn fyrir Porsche. Porsche hefur þar með tryggt sér 301 stig og ljóst að með þessum sjötta sigri ársins er titillinn örugglega kominn í höfn og að þeir sem næstir koma ná ekki að slá Porsche út í síðustu lotu keppninnar sem fram fer í Bahrain 19. nóvember, næstkomandi. Nokkur hraðamet voru sett m.a. fór Hartley 5.451 kílómetra vegalengd á Shanghai brautinni á 1.45,935 mínútum. Michael Steiner, framkvæmdastjóri þróunardeildar Porsche AG, varð vitni að sigri Porsche og hrósaði sínu fólki: „Þessi titill bílaframleiðenda sem fyrirtækið er að vinna í annað skipti í röð er staðfesting á gæðum Hybrid tækninnar frá Porsche og stöðu fyrirtækisins sem frumkvöðuls í greininni. Með þessum árangri skrifar 919 Hybrid bíllinn, nýjan kafla í þróunarsögu kappakstursbíla og skipar sér í flokk með öðrum frægum gripum frá Porsche, bílum einsog 718 RS, 904, 917 og 956. Þennan magnaða árangur má þakka sameiginlegu framlagi frá stórum hópi starfsmanna Porsche, vélfræðingum, verkfræðingum og atvinnuökumönnum. Þetta er sigur liðsheildarinnar hjá Porsche.“
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent