Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 07:22 Steinþór Pálsson Landsbankastjóri. vísir/Daníel Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans í Borgun. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Í lok síðasta árs kom í ljós að Borgun fengi milljarðagreiðslur vegna valréttar sem Visa International nýtti til að kaupa Visa Europe, en talið er að upphæðin geti numið rúmlega níu milljörðum króna. Valrétturinn var ekki lagður til grundvallar þegar bankinn seldi hlut sinn í kortafyrirtækinu. Landsbankinn hefur ítrekað haldið fram að hann hafi aldrei haft vitneskju um að Borgun ætti rétt á greiðslum yrði valrétturinn nýttur, og í ágúst síðastliðnum var tilkynnti að bankaráð bankans hefði ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. Í tilkynningu kom fram að bankaráðið telji að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upplýsingar.Morgunblaðið í dag greinir síðan frá því að í skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar komi fram Landsbankinn hafi gengist við því að starfsmenn hans hafi ekki skoðað gögn sem þeir fengu aðgang og forsvarsmenn Borgunar höfðu lagt fram í gagnaherbergi sem var opnað eftir undirritun kaupsamnings. Telur Ríkisendurskoðun að vegna þessa sé ábyrgð bankans mikil en í gögnunum hafi meðal annars sýnt „með óyggjandi hætti fram á aðild Borgunar að Visa Europe,“ eins og það er orðað á forsíðu Morgunblaðsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun Landsbankinn taldi hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. 18. maí 2016 16:28 Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun Bankasýsla ríkisins vill upplýsingar um verðmat við söluna á Borgun. 9. maí 2016 15:18 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans í Borgun. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Í lok síðasta árs kom í ljós að Borgun fengi milljarðagreiðslur vegna valréttar sem Visa International nýtti til að kaupa Visa Europe, en talið er að upphæðin geti numið rúmlega níu milljörðum króna. Valrétturinn var ekki lagður til grundvallar þegar bankinn seldi hlut sinn í kortafyrirtækinu. Landsbankinn hefur ítrekað haldið fram að hann hafi aldrei haft vitneskju um að Borgun ætti rétt á greiðslum yrði valrétturinn nýttur, og í ágúst síðastliðnum var tilkynnti að bankaráð bankans hefði ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. Í tilkynningu kom fram að bankaráðið telji að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upplýsingar.Morgunblaðið í dag greinir síðan frá því að í skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar komi fram Landsbankinn hafi gengist við því að starfsmenn hans hafi ekki skoðað gögn sem þeir fengu aðgang og forsvarsmenn Borgunar höfðu lagt fram í gagnaherbergi sem var opnað eftir undirritun kaupsamnings. Telur Ríkisendurskoðun að vegna þessa sé ábyrgð bankans mikil en í gögnunum hafi meðal annars sýnt „með óyggjandi hætti fram á aðild Borgunar að Visa Europe,“ eins og það er orðað á forsíðu Morgunblaðsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun Landsbankinn taldi hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. 18. maí 2016 16:28 Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun Bankasýsla ríkisins vill upplýsingar um verðmat við söluna á Borgun. 9. maí 2016 15:18 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52
Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun Landsbankinn taldi hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. 18. maí 2016 16:28
Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun Bankasýsla ríkisins vill upplýsingar um verðmat við söluna á Borgun. 9. maí 2016 15:18