„Full ástæða til að við bjóðumst til að vera með í ríkisstjórn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 21:06 Birgitta Jónsdóttir segir Pírata reiðubúna til viðræðna um mögulega stjórnarmyndun. vísir/vilhelm Birgitta Jónsdóttir segir Pírata reiðubúna til viðræðna um mögulega stjórnarmyndun. Flokkurinn hafi áhuga á mynda ríkisstjórn með öllum flokkum nema ríkisstjórnarflokkunum tveimur; Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hún segir næstu rökréttu skref að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fái stjórnarmyndunarumboðið. „Ég rakst aðeins á Katrínu áðan og við spjölluðum stuttlega saman þar sem hún útskýrði að hún ætli að hitta alla flokkana,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. Hún segir að næstu skref verði að ræða við þingflokkinn. „Við buðumst til að styðja minnihlutastjórn, og erum alveg tilbúin til að gera það til að einfalda málin, en mér sýnist á öllu að forsendur séu að breytast,en eigum bara eftir að ræða það við þingflokkinn,” segir hún. „Mér sýnist full ástæða til að við bjóðumst til að vera með í ríkisstjórn,” bætir Birgitta við, aðspurð að hvaða leyti forsendur séu að breytast hjá Pírötum.Væruð þið til í fimm flokka stjórn undir forystu Vinstri grænna? „Mér sýnist á öllu að það sé erfitt, bæði fyrir Bjarta framtíð og Samfylkinguna, að vera í ríkisstjórn með svona fáa þingmenn. En aðalatriðið er að ef flokkar geta komið sér saman, ef það er mjög ítarleg aðgerðaráætlun og stefnuskrá þá ætti ekki að vera neitt vandamál. Við höfum alveg áhuga á, þó við séum með minnihlutastjórn, að taka sæti í ríkisstjórn. Eitt útilokar ekki hitt. Við viljum bara setjast niður og ræða málin fyrst,” útskýrir Birgitta, og segir að heilbrigðiskerfið verði algjört forgangsatriði. Kosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir segir Pírata reiðubúna til viðræðna um mögulega stjórnarmyndun. Flokkurinn hafi áhuga á mynda ríkisstjórn með öllum flokkum nema ríkisstjórnarflokkunum tveimur; Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hún segir næstu rökréttu skref að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fái stjórnarmyndunarumboðið. „Ég rakst aðeins á Katrínu áðan og við spjölluðum stuttlega saman þar sem hún útskýrði að hún ætli að hitta alla flokkana,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. Hún segir að næstu skref verði að ræða við þingflokkinn. „Við buðumst til að styðja minnihlutastjórn, og erum alveg tilbúin til að gera það til að einfalda málin, en mér sýnist á öllu að forsendur séu að breytast,en eigum bara eftir að ræða það við þingflokkinn,” segir hún. „Mér sýnist full ástæða til að við bjóðumst til að vera með í ríkisstjórn,” bætir Birgitta við, aðspurð að hvaða leyti forsendur séu að breytast hjá Pírötum.Væruð þið til í fimm flokka stjórn undir forystu Vinstri grænna? „Mér sýnist á öllu að það sé erfitt, bæði fyrir Bjarta framtíð og Samfylkinguna, að vera í ríkisstjórn með svona fáa þingmenn. En aðalatriðið er að ef flokkar geta komið sér saman, ef það er mjög ítarleg aðgerðaráætlun og stefnuskrá þá ætti ekki að vera neitt vandamál. Við höfum alveg áhuga á, þó við séum með minnihlutastjórn, að taka sæti í ríkisstjórn. Eitt útilokar ekki hitt. Við viljum bara setjast niður og ræða málin fyrst,” útskýrir Birgitta, og segir að heilbrigðiskerfið verði algjört forgangsatriði.
Kosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira