Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 15:22 Menn fagna víða á Facebook og er ekki laust við að greina megi móral, hversu ófögrum orðum menn fóru um hinn meinta svikara Óttar Proppé. Greint var frá því nú fyrir stundu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi slitið stjórnarmyndunarviðræðum sem hófust milli Bjarna, Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar. Mikill fögnuður með það hefur brotist út víða á Facebook. Viðræðurnar hófust formlega á föstudag eftir þreifingar. Gert er ráð fyrir því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fái umboðið næst, sem næst stærsti flokkurinn. Hún hafnaði viðræðum við Sjálfstæðisflokk og hefur lýst því yfir að hún vilji mynda stjórn frá vinstri og inn á miðju.Katrín eða Benedikt fá umboðið„Nú borgar sig að fullyrða sem minnst. Þeir fóru flatt á því sem spáðu fyrir um bandarísku forsetakosningarnar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ þegar Vísir bar þetta undir hann. Hann segir vandi um það að spá hvað forsetinn geri. Tveir stjórnmálaleiðtogar aðrir en Bjarni óskuðu eftir stjórnarmyndunarumboðinu á sínum tíma; Katrín og Benedikt.Flestir gera ráð fyrir því að Katrín fái stjórnarmyndunarumboðið en Baldur Þórhallsson segir Benedikt einnig koma til greina.„Forsetinn nefndi þrennt þegar hann veitti Bjarna umboðið. Talaði um að hann veitti umboðið á grundvelli þess hver væri líklegastur til að mynda ríkisstjórn. Eða að Sjálfstæðisflokkurinn væri stærstur á þingi. Og í þriðja lagi nefndi hann það hver væri líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Og það vakti athygli mína,“ segir Baldur. Það er í ljósi þess að Píratar og Samfylking höfðu gefið það út að þau gætu hugsanlega stutt minnihlutastjórn VG, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. „Samkvæmt þessu, ég geri ráð fyrir því að forsetinn reyni að fara eftir þessu næst þegar hann veitir umboðið, og þá stendur valið milli Katrínar og Benedikts. Það styrkir stöðu Katrínar að hún er með nærst stærsta flokkinn á bak við sig á þingi. En, það virðist vera að forsetinn vilji helst, og skiljanlega, mynda meirihlutastjórn. Og til þess þurfa vinstri flokkarnir náttúrlega að vilja starfa saman, undir forystu einhvers, í ríkisstjórn. Og sú stjórn er ekki komin saman,“ segir Baldur.Strandaði á sjávarútvegsmálumViðræðurnar strönduðu á sjávarútvegsmálum og tjáir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sig um það á Facebooksíðu sinni: „Málefnin réðu för. Náðum ekki þeim árangri í viðræðunum sem nauðsynlegur var, sérstaklega sjávarútvegsmálum og Evrópumálum. Á þeim brotnaði - þess vegna sleit Sjálfstæðisflokkurinn.“Stefán hefur það í flimtingum að nú þurfi hann að fara að tala vel um Óttar.visir/vilhelmOg annar þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek, segir: „Stjórnarmyndunarviðræðum DAC var slitið af Bjarna Benediktssyni fyrr í dag. Við fórum í þessar viðræður bjartsýn og með áherslu á ákveðin málefni. Því miður reyndist bilið, sérstaklega í sjávarútvegsmálum, óbrúanlegt að sinni.“Fagnað á FacebookÞó Viðreisnarmenn fagni varlega má greina fögnuð með að viðræðurnar hafi siglt í strand meðal þeirra sem ekki mega til þess hugsa að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í stjórn. Eins og Vísir hefur greint frá hafa fjölmargir ekki getað leynt óánægju sinni með hugsanlega stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en óánægjan hefur einkum beinst að Óttari Proppé. Hann hefur verið sakaður um svik og svínarí við vinstri arm stjórnmálanna og kjósendur BF. Meðal þeirra sem fagna nú á Facebook eru Stefán Pálsson sagnfræðingur sem kemur einmitt inná þetta: „Ófokk, verð ég þá að hætta að kalla Óttarr Proppé labbakút og drulluháleista og byrja að lofsyngja hann í staðinn? Ojæja...“ Annar sem er ánægður er blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson: „Húrra fyrir Bensa og Óttari. Stóðu í lappirnar og sönnuðu að Sjálfstæðisflokkurinn er of hagsmunatengdur stórútgerðinni til að geta tekið þátt í nauðsynlegum umbótaverkefnum.“Gunnar Hrafn. Á Pírataspjallinu velta menn því nú fyrir sér hvort menn hafi farið offari gegn Óttari.Mórall gagnvart ÓttariHugur rithöfundarins Guðmundar Andra Thorsson er einnig hjá Óttari: „Jæja, fyrir hvað ætla áfallagjafarnir nú að úthúða honum Óttari?“ Nokkur umræða er um málið inni á Facebookhóp Pírata og þar velta menn því fyrir sér hvort farið hafi verið offari gegn Óttari? Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir í því sambandi: „Þetta gerðist ekki í hliðstæðum veruleika eða tæmdu rými, ég held að viðbrögðin hafi haft mikil áhrif þessa viðræður, stundum er nefnilega hættulegt að chilla og bíða,“ segir Gunnar Hrafn og setur inn broskall. Kjartan Jónsson bendir á að viðbrögðin hefðu getað haft þveröfug áhrif, hann heldur að viðræðunum hafi veri9ð slitið þrátt fyrir þau frekar en vegna þeirra. „Mögulega, þetta er eitthvað fyrir sagnfræðingana kannski,“ svarar Gunnar Hrafn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“ Björt framtíð og Viðreisn hafi viljað róttækar kerfisbreytingar sem erfitt sé fyrir rótgróinn Sjálfstæðisflokk að samþykkja. 15. nóvember 2016 15:13 Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Greint var frá því nú fyrir stundu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi slitið stjórnarmyndunarviðræðum sem hófust milli Bjarna, Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar. Mikill fögnuður með það hefur brotist út víða á Facebook. Viðræðurnar hófust formlega á föstudag eftir þreifingar. Gert er ráð fyrir því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fái umboðið næst, sem næst stærsti flokkurinn. Hún hafnaði viðræðum við Sjálfstæðisflokk og hefur lýst því yfir að hún vilji mynda stjórn frá vinstri og inn á miðju.Katrín eða Benedikt fá umboðið„Nú borgar sig að fullyrða sem minnst. Þeir fóru flatt á því sem spáðu fyrir um bandarísku forsetakosningarnar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ þegar Vísir bar þetta undir hann. Hann segir vandi um það að spá hvað forsetinn geri. Tveir stjórnmálaleiðtogar aðrir en Bjarni óskuðu eftir stjórnarmyndunarumboðinu á sínum tíma; Katrín og Benedikt.Flestir gera ráð fyrir því að Katrín fái stjórnarmyndunarumboðið en Baldur Þórhallsson segir Benedikt einnig koma til greina.„Forsetinn nefndi þrennt þegar hann veitti Bjarna umboðið. Talaði um að hann veitti umboðið á grundvelli þess hver væri líklegastur til að mynda ríkisstjórn. Eða að Sjálfstæðisflokkurinn væri stærstur á þingi. Og í þriðja lagi nefndi hann það hver væri líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Og það vakti athygli mína,“ segir Baldur. Það er í ljósi þess að Píratar og Samfylking höfðu gefið það út að þau gætu hugsanlega stutt minnihlutastjórn VG, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. „Samkvæmt þessu, ég geri ráð fyrir því að forsetinn reyni að fara eftir þessu næst þegar hann veitir umboðið, og þá stendur valið milli Katrínar og Benedikts. Það styrkir stöðu Katrínar að hún er með nærst stærsta flokkinn á bak við sig á þingi. En, það virðist vera að forsetinn vilji helst, og skiljanlega, mynda meirihlutastjórn. Og til þess þurfa vinstri flokkarnir náttúrlega að vilja starfa saman, undir forystu einhvers, í ríkisstjórn. Og sú stjórn er ekki komin saman,“ segir Baldur.Strandaði á sjávarútvegsmálumViðræðurnar strönduðu á sjávarútvegsmálum og tjáir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sig um það á Facebooksíðu sinni: „Málefnin réðu för. Náðum ekki þeim árangri í viðræðunum sem nauðsynlegur var, sérstaklega sjávarútvegsmálum og Evrópumálum. Á þeim brotnaði - þess vegna sleit Sjálfstæðisflokkurinn.“Stefán hefur það í flimtingum að nú þurfi hann að fara að tala vel um Óttar.visir/vilhelmOg annar þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek, segir: „Stjórnarmyndunarviðræðum DAC var slitið af Bjarna Benediktssyni fyrr í dag. Við fórum í þessar viðræður bjartsýn og með áherslu á ákveðin málefni. Því miður reyndist bilið, sérstaklega í sjávarútvegsmálum, óbrúanlegt að sinni.“Fagnað á FacebookÞó Viðreisnarmenn fagni varlega má greina fögnuð með að viðræðurnar hafi siglt í strand meðal þeirra sem ekki mega til þess hugsa að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í stjórn. Eins og Vísir hefur greint frá hafa fjölmargir ekki getað leynt óánægju sinni með hugsanlega stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en óánægjan hefur einkum beinst að Óttari Proppé. Hann hefur verið sakaður um svik og svínarí við vinstri arm stjórnmálanna og kjósendur BF. Meðal þeirra sem fagna nú á Facebook eru Stefán Pálsson sagnfræðingur sem kemur einmitt inná þetta: „Ófokk, verð ég þá að hætta að kalla Óttarr Proppé labbakút og drulluháleista og byrja að lofsyngja hann í staðinn? Ojæja...“ Annar sem er ánægður er blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson: „Húrra fyrir Bensa og Óttari. Stóðu í lappirnar og sönnuðu að Sjálfstæðisflokkurinn er of hagsmunatengdur stórútgerðinni til að geta tekið þátt í nauðsynlegum umbótaverkefnum.“Gunnar Hrafn. Á Pírataspjallinu velta menn því nú fyrir sér hvort menn hafi farið offari gegn Óttari.Mórall gagnvart ÓttariHugur rithöfundarins Guðmundar Andra Thorsson er einnig hjá Óttari: „Jæja, fyrir hvað ætla áfallagjafarnir nú að úthúða honum Óttari?“ Nokkur umræða er um málið inni á Facebookhóp Pírata og þar velta menn því fyrir sér hvort farið hafi verið offari gegn Óttari? Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir í því sambandi: „Þetta gerðist ekki í hliðstæðum veruleika eða tæmdu rými, ég held að viðbrögðin hafi haft mikil áhrif þessa viðræður, stundum er nefnilega hættulegt að chilla og bíða,“ segir Gunnar Hrafn og setur inn broskall. Kjartan Jónsson bendir á að viðbrögðin hefðu getað haft þveröfug áhrif, hann heldur að viðræðunum hafi veri9ð slitið þrátt fyrir þau frekar en vegna þeirra. „Mögulega, þetta er eitthvað fyrir sagnfræðingana kannski,“ svarar Gunnar Hrafn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“ Björt framtíð og Viðreisn hafi viljað róttækar kerfisbreytingar sem erfitt sé fyrir rótgróinn Sjálfstæðisflokk að samþykkja. 15. nóvember 2016 15:13 Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16
Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“ Björt framtíð og Viðreisn hafi viljað róttækar kerfisbreytingar sem erfitt sé fyrir rótgróinn Sjálfstæðisflokk að samþykkja. 15. nóvember 2016 15:13
Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59