Kemur brátt í ljós hvort grundvöllur er til samstarfs stjórnarmyndunarflokkanna Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2016 11:50 Formenn flokkanna þriggja sem eru í viðræðum. Vísir/Vilhelm/Anton Forystumenn stjórnarmyndunarflokkanna og málefnahópar á þeirra vegum halda væntanlega áfram tilraunum sínum til myndunar meirihluta á Alþingi í dag. Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hóf formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn og Bjarta framtíð síðast liðinn laugardag. En áður en þær hófust sagði Bjarni að niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fárra daga um hvort grunvöllur væri til samstarfs þessara flokka, Fundað hefur verið í þremur málefnahópum flokkanna um helgina og í gær og formennirnir þrír hafa verið í stöðugu sambandi, meðal annar í gær að sögn Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar. „Ég held við höfum skipst á skeytum fram til klukkan half ellefu í gærkvöldi,” segir Benedikt. Ötullega sé unnið að málefnunum.Bjarni Benediktsson.Vísir/Ernir„Margt gengur mjög vel en á öðrum stöðum ber meira í milli og svo þarf að beita meira hugviti sumstaðar til að finna lausnir,” segir formaður Viðreisnar. Hann tekur undir með Bjarna um að niðurstaða ætti að geta legið fyrir um miðja þessa viku. Á morgun eða hinn. „Ég held að það væri mjög æskilegt að það gerðist já. Ég held að það sé engum greiði gerður að við höldum þessu áfram ef það gengur ekki. En þetta þokast í rétta átt,“ segir Benedikt.Þannig að þér finnst kannski líklegra að þið náið saman um samstarf en ekki?„Ég get eiginlega ekki sagt það fyrr en fyrr en við erum búin að leysa síðasta hnútinn.“Menn verða að sætta sig við úrslit kosningaFormaður Viðreisnar vill ekki útlista hvaða mál séu erfiðust en menn geti sjálfir gert sér það í hugarlund útfrá stefnu flokkanna þriggja. Þegar rætt var við hann um klukkan tíu í morgun var ekki búið að boða nýja fundi en honum þótti líklegt að gerðist bráðlega. Hlutverk formannanna hafi verið að reyna að leysa úr ágreiningi sem komi upp í vinnu málefnahópanna.Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson hafa verið afar samstíga síðan eftir kosningar.Vísir/VilhelmÓttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar hefur orðið fyrir meiri gagnrýni en formenn hinna flokka á samfélagsmiðlum og víðar vegna þessarar stjórnarmyndunartilraunar. Benedikt segir að menn verði að sætta sig við úrslit kosninganna hvort sem þeim líki betur eða verr. „Þá er það okkar sem í stjórnmálunum eru að reyna að vinna út úr því. Það er beinlínis skylda okkar,“ segir Benedikt. Í dag eru sex vikur til áramóta og ljóst að Alþingi þarf að minnsta kosti að afgreiða fjárlög fyrir áramót og þrýst er á að lausn verði fundin á jöfnun lífeyrisréttinda fyrir þann tíma líka. Benedikt segir menn gera sér grein fyrir að tíminn líði hratt.Finnst þér þá mikilvægt að forsetinn feli öðrum umboðið fyrir helgi ef ekki tekst að ná saman með ykkur?„Ég ætla ekkert að segja fyrir um hvað forsetinn á að gera. Við eigum alveg nóg með að uppfylla okkar störf,“ segir Benedikt. Það sé mikilvægt að það liggi fyrir á næstu sólarhringum hvort flokkarnir telji að þeir nái að klára stjórnarsáttmála. „En þetta er töluverð vinna. Síðast voru menn tæpar fjórar vikur að skrifa stjórnarsáttmála. Þannig að það er augljóslega talsverð vinna þótt ég reikni ekki með að það taki okkur jafnlangan tíma,“ segir Benedikt. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af litlum þingstyrk nýrrar ríkisstjórnar Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki, Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn vinna nú drög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þingmenn hafi áhyggjur af litlum þingstyrk ríkisstjórnarinnar. 14. nóvember 2016 20:30 „Þetta mjakast hægt áfram“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sitja enn á fundi. 14. nóvember 2016 22:20 Óttarr segist skilja að fólki sé heitt í hamsi Fer að sjá fyrir endann á stjórnarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 14. nóvember 2016 12:41 Efast um að myndun stjórnarinnar takist Stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi þingmaður segir prinsippmál koma í veg fyrir að flokkurinn geti myndað stjórn með Viðreisn og Sjálfstæðismönnum. Standi Óttarr Proppé á prinsippum sínum muni viðræður enda fljótt. 14. nóvember 2016 05:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Forystumenn stjórnarmyndunarflokkanna og málefnahópar á þeirra vegum halda væntanlega áfram tilraunum sínum til myndunar meirihluta á Alþingi í dag. Formaður Viðreisnar segir að hann vilji að það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé til samstarfs flokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hóf formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn og Bjarta framtíð síðast liðinn laugardag. En áður en þær hófust sagði Bjarni að niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fárra daga um hvort grunvöllur væri til samstarfs þessara flokka, Fundað hefur verið í þremur málefnahópum flokkanna um helgina og í gær og formennirnir þrír hafa verið í stöðugu sambandi, meðal annar í gær að sögn Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar. „Ég held við höfum skipst á skeytum fram til klukkan half ellefu í gærkvöldi,” segir Benedikt. Ötullega sé unnið að málefnunum.Bjarni Benediktsson.Vísir/Ernir„Margt gengur mjög vel en á öðrum stöðum ber meira í milli og svo þarf að beita meira hugviti sumstaðar til að finna lausnir,” segir formaður Viðreisnar. Hann tekur undir með Bjarna um að niðurstaða ætti að geta legið fyrir um miðja þessa viku. Á morgun eða hinn. „Ég held að það væri mjög æskilegt að það gerðist já. Ég held að það sé engum greiði gerður að við höldum þessu áfram ef það gengur ekki. En þetta þokast í rétta átt,“ segir Benedikt.Þannig að þér finnst kannski líklegra að þið náið saman um samstarf en ekki?„Ég get eiginlega ekki sagt það fyrr en fyrr en við erum búin að leysa síðasta hnútinn.“Menn verða að sætta sig við úrslit kosningaFormaður Viðreisnar vill ekki útlista hvaða mál séu erfiðust en menn geti sjálfir gert sér það í hugarlund útfrá stefnu flokkanna þriggja. Þegar rætt var við hann um klukkan tíu í morgun var ekki búið að boða nýja fundi en honum þótti líklegt að gerðist bráðlega. Hlutverk formannanna hafi verið að reyna að leysa úr ágreiningi sem komi upp í vinnu málefnahópanna.Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson hafa verið afar samstíga síðan eftir kosningar.Vísir/VilhelmÓttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar hefur orðið fyrir meiri gagnrýni en formenn hinna flokka á samfélagsmiðlum og víðar vegna þessarar stjórnarmyndunartilraunar. Benedikt segir að menn verði að sætta sig við úrslit kosninganna hvort sem þeim líki betur eða verr. „Þá er það okkar sem í stjórnmálunum eru að reyna að vinna út úr því. Það er beinlínis skylda okkar,“ segir Benedikt. Í dag eru sex vikur til áramóta og ljóst að Alþingi þarf að minnsta kosti að afgreiða fjárlög fyrir áramót og þrýst er á að lausn verði fundin á jöfnun lífeyrisréttinda fyrir þann tíma líka. Benedikt segir menn gera sér grein fyrir að tíminn líði hratt.Finnst þér þá mikilvægt að forsetinn feli öðrum umboðið fyrir helgi ef ekki tekst að ná saman með ykkur?„Ég ætla ekkert að segja fyrir um hvað forsetinn á að gera. Við eigum alveg nóg með að uppfylla okkar störf,“ segir Benedikt. Það sé mikilvægt að það liggi fyrir á næstu sólarhringum hvort flokkarnir telji að þeir nái að klára stjórnarsáttmála. „En þetta er töluverð vinna. Síðast voru menn tæpar fjórar vikur að skrifa stjórnarsáttmála. Þannig að það er augljóslega talsverð vinna þótt ég reikni ekki með að það taki okkur jafnlangan tíma,“ segir Benedikt.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af litlum þingstyrk nýrrar ríkisstjórnar Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki, Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn vinna nú drög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þingmenn hafi áhyggjur af litlum þingstyrk ríkisstjórnarinnar. 14. nóvember 2016 20:30 „Þetta mjakast hægt áfram“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sitja enn á fundi. 14. nóvember 2016 22:20 Óttarr segist skilja að fólki sé heitt í hamsi Fer að sjá fyrir endann á stjórnarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 14. nóvember 2016 12:41 Efast um að myndun stjórnarinnar takist Stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi þingmaður segir prinsippmál koma í veg fyrir að flokkurinn geti myndað stjórn með Viðreisn og Sjálfstæðismönnum. Standi Óttarr Proppé á prinsippum sínum muni viðræður enda fljótt. 14. nóvember 2016 05:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hafa áhyggjur af litlum þingstyrk nýrrar ríkisstjórnar Fjögurra manna teymi frá hverjum flokki, Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Viðreisn vinna nú drög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þingmenn hafi áhyggjur af litlum þingstyrk ríkisstjórnarinnar. 14. nóvember 2016 20:30
„Þetta mjakast hægt áfram“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sitja enn á fundi. 14. nóvember 2016 22:20
Óttarr segist skilja að fólki sé heitt í hamsi Fer að sjá fyrir endann á stjórnarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 14. nóvember 2016 12:41
Efast um að myndun stjórnarinnar takist Stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi þingmaður segir prinsippmál koma í veg fyrir að flokkurinn geti myndað stjórn með Viðreisn og Sjálfstæðismönnum. Standi Óttarr Proppé á prinsippum sínum muni viðræður enda fljótt. 14. nóvember 2016 05:30