GM segir upp 2.000 manns vegna lélegrar fólksbílasölu Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 09:30 Chevrolet Cruze Um leið og bílakaupendur vestanhafs velja helst jepplinga og jeppa hrynur sala fólksbíla, ekki síst minni fólksbíla. Við þessu þurfa bílaframleiðendur að bregðast og það hefur General Motors þurft að gera á sársaukafullan hátt og hefur nú sagt upp 2.000 starfsmanna sinna í verksmiðjum sem framleiða fólksbíla GM. Eru þessar uppsagnir í verksmiðjum GM í Lansing í Michigan og Lordstown í Ohio. Þar eru meðal annars framleiddir bílarnir Chevrolet Cruze, Cadillac ATS og CTS og Chevrolet Camaro. Sala Cruze hefur fallið um 20% á árinu og sala Camaro um 9%. Í báðum verksmiðjunum verður þriðju vaktinni hætt og aðeins unnið á tveimur vöktum. Taka uppsagnirnar gildi frá og með janúar á næsta ári. Um leið og GM tilkynnti þessar uppsagnir greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist fjárfesta fyrir 900 milljón dollara í öðrum verksmiðjum fyrirtækisins sem framleiða jepplinga og jeppa, en ekki kemur fram hvort þessi fjárfesting kallaði á ráðningar starfsfólks. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Um leið og bílakaupendur vestanhafs velja helst jepplinga og jeppa hrynur sala fólksbíla, ekki síst minni fólksbíla. Við þessu þurfa bílaframleiðendur að bregðast og það hefur General Motors þurft að gera á sársaukafullan hátt og hefur nú sagt upp 2.000 starfsmanna sinna í verksmiðjum sem framleiða fólksbíla GM. Eru þessar uppsagnir í verksmiðjum GM í Lansing í Michigan og Lordstown í Ohio. Þar eru meðal annars framleiddir bílarnir Chevrolet Cruze, Cadillac ATS og CTS og Chevrolet Camaro. Sala Cruze hefur fallið um 20% á árinu og sala Camaro um 9%. Í báðum verksmiðjunum verður þriðju vaktinni hætt og aðeins unnið á tveimur vöktum. Taka uppsagnirnar gildi frá og með janúar á næsta ári. Um leið og GM tilkynnti þessar uppsagnir greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist fjárfesta fyrir 900 milljón dollara í öðrum verksmiðjum fyrirtækisins sem framleiða jepplinga og jeppa, en ekki kemur fram hvort þessi fjárfesting kallaði á ráðningar starfsfólks.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent