GM segir upp 2.000 manns vegna lélegrar fólksbílasölu Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 09:30 Chevrolet Cruze Um leið og bílakaupendur vestanhafs velja helst jepplinga og jeppa hrynur sala fólksbíla, ekki síst minni fólksbíla. Við þessu þurfa bílaframleiðendur að bregðast og það hefur General Motors þurft að gera á sársaukafullan hátt og hefur nú sagt upp 2.000 starfsmanna sinna í verksmiðjum sem framleiða fólksbíla GM. Eru þessar uppsagnir í verksmiðjum GM í Lansing í Michigan og Lordstown í Ohio. Þar eru meðal annars framleiddir bílarnir Chevrolet Cruze, Cadillac ATS og CTS og Chevrolet Camaro. Sala Cruze hefur fallið um 20% á árinu og sala Camaro um 9%. Í báðum verksmiðjunum verður þriðju vaktinni hætt og aðeins unnið á tveimur vöktum. Taka uppsagnirnar gildi frá og með janúar á næsta ári. Um leið og GM tilkynnti þessar uppsagnir greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist fjárfesta fyrir 900 milljón dollara í öðrum verksmiðjum fyrirtækisins sem framleiða jepplinga og jeppa, en ekki kemur fram hvort þessi fjárfesting kallaði á ráðningar starfsfólks. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent
Um leið og bílakaupendur vestanhafs velja helst jepplinga og jeppa hrynur sala fólksbíla, ekki síst minni fólksbíla. Við þessu þurfa bílaframleiðendur að bregðast og það hefur General Motors þurft að gera á sársaukafullan hátt og hefur nú sagt upp 2.000 starfsmanna sinna í verksmiðjum sem framleiða fólksbíla GM. Eru þessar uppsagnir í verksmiðjum GM í Lansing í Michigan og Lordstown í Ohio. Þar eru meðal annars framleiddir bílarnir Chevrolet Cruze, Cadillac ATS og CTS og Chevrolet Camaro. Sala Cruze hefur fallið um 20% á árinu og sala Camaro um 9%. Í báðum verksmiðjunum verður þriðju vaktinni hætt og aðeins unnið á tveimur vöktum. Taka uppsagnirnar gildi frá og með janúar á næsta ári. Um leið og GM tilkynnti þessar uppsagnir greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist fjárfesta fyrir 900 milljón dollara í öðrum verksmiðjum fyrirtækisins sem framleiða jepplinga og jeppa, en ekki kemur fram hvort þessi fjárfesting kallaði á ráðningar starfsfólks.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent