Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2016 13:00 Það var mikill ruglingur eftir magnaðan bardagan þeirra Tyron Woodley og Stephen Thompson um veltivigtartitilinn í UFC á laugardagskvöld. Eftir fimm lotu hörkubardaga þurfti dómaraúrskurð til að fá niðurstöðu í bardagann. Og það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Í þann mund sem að Bruce Buffer, kynnir kvöldsins, ætlaði að tilkynna niðurstöðu dómaranna hætti hann skyndilega við og gekk út úr búrinu. Hann sneri svo aftur stuttu síðar og tilkynnti að Woodley hafi unnið. Það reyndist hins vegar rangt þar sem að meirihluti dómara úrskurðaði að niðurstaðan hefði verið jafntefli. Sjá einnig: Conor McGregor tvöfaldur meistari Stigaskor tveggja dómara var eins, 47-47, en þriðji dómarinn dæmdi Woodley sigur, 48-47. En meirihluti dómaranna ræður og því var rétt niðurstaða jafntefli. Það var svo leiðrétt í miðju viðtali Joe Rogan við Woodley sem hélt þó titlinum sínum þrátt fyrir jafnteflið. En Woodley gat engan veginn leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Dana White, forseti UFC, reyndi að útskýra misskilninginn eftir bardagann en það er íþróttanefnd New York-fylkis sem skipar dómaranna og sér um þeirra störf. „Nefndin var bara að reyna að gera þetta rétt. Þeir voru að fara aftur yfir niðurstöðuna,“ sagði White spurður um af hverju Buffer hafi farið úr hringnum. „Ég veit ekki hvað gekk á. Það átti sér stað klúður og þeir vildu vera vissir um að þetta væri allt saman rétt. Þess vegna þurftum við að tilkynna þetta aftur.“ White segir þó skárra að misskliningurinn hafi verið á þennan vegu fremur en að rangur maður hafi fengið beltið. MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Það var mikill ruglingur eftir magnaðan bardagan þeirra Tyron Woodley og Stephen Thompson um veltivigtartitilinn í UFC á laugardagskvöld. Eftir fimm lotu hörkubardaga þurfti dómaraúrskurð til að fá niðurstöðu í bardagann. Og það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Í þann mund sem að Bruce Buffer, kynnir kvöldsins, ætlaði að tilkynna niðurstöðu dómaranna hætti hann skyndilega við og gekk út úr búrinu. Hann sneri svo aftur stuttu síðar og tilkynnti að Woodley hafi unnið. Það reyndist hins vegar rangt þar sem að meirihluti dómara úrskurðaði að niðurstaðan hefði verið jafntefli. Sjá einnig: Conor McGregor tvöfaldur meistari Stigaskor tveggja dómara var eins, 47-47, en þriðji dómarinn dæmdi Woodley sigur, 48-47. En meirihluti dómaranna ræður og því var rétt niðurstaða jafntefli. Það var svo leiðrétt í miðju viðtali Joe Rogan við Woodley sem hélt þó titlinum sínum þrátt fyrir jafnteflið. En Woodley gat engan veginn leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna. Dana White, forseti UFC, reyndi að útskýra misskilninginn eftir bardagann en það er íþróttanefnd New York-fylkis sem skipar dómaranna og sér um þeirra störf. „Nefndin var bara að reyna að gera þetta rétt. Þeir voru að fara aftur yfir niðurstöðuna,“ sagði White spurður um af hverju Buffer hafi farið úr hringnum. „Ég veit ekki hvað gekk á. Það átti sér stað klúður og þeir vildu vera vissir um að þetta væri allt saman rétt. Þess vegna þurftum við að tilkynna þetta aftur.“ White segir þó skárra að misskliningurinn hafi verið á þennan vegu fremur en að rangur maður hafi fengið beltið.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27