Ógagnsæi og þögn í söluferli eigna ríkisins Hafliði Helgason skrifar 14. nóvember 2016 13:30 Þórhallur Arason, stjórnaformaður Lindarhvols og skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Engin svör fást frá Lindarhvoli um gagnrýni á söluferli Lindarhvols á eignum ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Á heimasíðu Lindarhvols birtist á föstudag tilkynning um að sölu væri lokið og félagið selt BLM fjárfestingum. BLM er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management. Veruleg óánægja er með framkvæmd sölunnar meðal umbjóðenda Kviku sem sendu tilboð í félagið. BLM höfðu áður reynt að kaupa hlutinn í Klakka á 428 milljónir króna í lok september. Félagið var auglýst til sölu og 14. október sendi Kvika tilboð fyrir hönd viðskiptavina sem hljóðaði upp á 501 milljón króna. BLM reyndist svo eiga tilboð upp á 505 milljónir króna í hlutinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur meðal annarra bjóðenda á að trúnaðargögnum hafi verið lekið. Í útboðsreglum ríkisins er gert ráð fyrir að tilboð séu opnuð í viðurvist bjóðenda, en í tilviki sölunnar nú voru tilboð send í tölvupósti og því virðist ferlið ekki hafa tryggt jafnræði bjóðenda. Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður og Íslög sjá um daglegan rekstur Lindarhvols. Ekki er hægt að sjá á heimasíðu Lindarhvols að sú þjónusta hafi verið boðin út. Steinar er stjórnarmaður í Klakka, en forstjóri félagsins er Magnús Scheving Thorsteinsson en gagnrýnendur söluferlisins telja að hann hafi gert tilboðið fyrir hönd BLM sem er fyrir stærsti eigandi Klakka, þar sem hann er eini stjórnarmaður félagsins. Lindarhvoll ehf. er með samning við fjármálaráðuneytið um sölu ríkiseigna. Utanaðkomandi ráðgjafar hafa verið fengnir í önnur verkefni, en svo virðist ekki vera um sölu þessa hlutar. Á heimasíðu Lindarhvols er gefið upp símanúmer til að hringja í á skrifstofutíma. Ekki virðist svarað í þann síma. Þá hefur Fréttablaðið komið skilaboðum á stjórnarformann Lindarhvols, Þórhall Arason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Steinar Þór Guðgeirsson, en hvorugur hefur svarað skilaboðum. Sigurður Valtýsson er framkvæmdastjóri félags í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem Kvika gerði tilboð fyrir. Hann segir stjórnarhætti Lindarhvols fyrir neðan allar hellur. „Við teljum að þessi vinnubrögð séu brot á samningi Lindarhvols við fjármálaráðuneytið og ef ekkert verði að gert hljóti ábyrgðin á endanum að vera fjármálaráðherrans.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Engin svör fást frá Lindarhvoli um gagnrýni á söluferli Lindarhvols á eignum ríkisins í Klakka sem á lánafyrirtækið Lýsingu. Á heimasíðu Lindarhvols birtist á föstudag tilkynning um að sölu væri lokið og félagið selt BLM fjárfestingum. BLM er í eigu vogunarsjóðsins Burlington Loan Management. Veruleg óánægja er með framkvæmd sölunnar meðal umbjóðenda Kviku sem sendu tilboð í félagið. BLM höfðu áður reynt að kaupa hlutinn í Klakka á 428 milljónir króna í lok september. Félagið var auglýst til sölu og 14. október sendi Kvika tilboð fyrir hönd viðskiptavina sem hljóðaði upp á 501 milljón króna. BLM reyndist svo eiga tilboð upp á 505 milljónir króna í hlutinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur meðal annarra bjóðenda á að trúnaðargögnum hafi verið lekið. Í útboðsreglum ríkisins er gert ráð fyrir að tilboð séu opnuð í viðurvist bjóðenda, en í tilviki sölunnar nú voru tilboð send í tölvupósti og því virðist ferlið ekki hafa tryggt jafnræði bjóðenda. Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður og Íslög sjá um daglegan rekstur Lindarhvols. Ekki er hægt að sjá á heimasíðu Lindarhvols að sú þjónusta hafi verið boðin út. Steinar er stjórnarmaður í Klakka, en forstjóri félagsins er Magnús Scheving Thorsteinsson en gagnrýnendur söluferlisins telja að hann hafi gert tilboðið fyrir hönd BLM sem er fyrir stærsti eigandi Klakka, þar sem hann er eini stjórnarmaður félagsins. Lindarhvoll ehf. er með samning við fjármálaráðuneytið um sölu ríkiseigna. Utanaðkomandi ráðgjafar hafa verið fengnir í önnur verkefni, en svo virðist ekki vera um sölu þessa hlutar. Á heimasíðu Lindarhvols er gefið upp símanúmer til að hringja í á skrifstofutíma. Ekki virðist svarað í þann síma. Þá hefur Fréttablaðið komið skilaboðum á stjórnarformann Lindarhvols, Þórhall Arason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Steinar Þór Guðgeirsson, en hvorugur hefur svarað skilaboðum. Sigurður Valtýsson er framkvæmdastjóri félags í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem Kvika gerði tilboð fyrir. Hann segir stjórnarhætti Lindarhvols fyrir neðan allar hellur. „Við teljum að þessi vinnubrögð séu brot á samningi Lindarhvols við fjármálaráðuneytið og ef ekkert verði að gert hljóti ábyrgðin á endanum að vera fjármálaráðherrans.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira