Nýir þingmenn tókust á um stjórnarmyndunarviðræður: „Ekkert að því að vera sár“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. nóvember 2016 11:45 „Ég held að það sé ekkert að því að vera sár, ef maður er að mæta á stefnumót með einhverjum og reyna að ræða opinskátt um málin og viðkomandi var kannski að reyna að hitta einhvern annan á meðan,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson nýr þingmaður Pírata um ummæli þingmanna flokksins í garð Bjartrar framtíðar á dögunum. Hann ásamt, Rósu Björk Brynjólfsdóttur þingmanni VG og Pawel Bartoszek þingmanni Viðreisnar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun þar sem meðal annars var rætt um stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hlusta má á fyrri hluta spjallsins í spilaranum hér að ofan en seinni hluta í spilaranum hér að neðan.Sjá einnig:Sótt að Óttari úr öllum áttumLíkt og Vísir hefur fjallað um virðast Píratar ekki vera hrifnir af þáttöku Bjartrar framtíðar í viðræðunum en flokkurinn var einn af þeim sem tók þátt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum með Pírötum, VG og Samfylkingunni fyrir kosningar.„Þetta er pínu særandi,“ skaut Rósa Björk inn í eftir ummæli Gunnars Hrafns sem sagðist þó skilja stöðu Bjartrar framtíðar að vilja ræða við Viðreisn og taldi hann líklegt að þær þreifingar hafi hafist á sama tíma og Björt framtíð ræddi við hina flokkana „Ég held reyndar að þetta sé beinlínis rangt,“ skaut Pawel þá inn í umræðuna. „Ég get fullyrt það hér að Björt framtíð og Viðreisn hafi ekkert rætt saman fyrr en eftir kosningar.“Sjá einnig: Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri„En, það var ýmislegt að gerast. Heiða var að færa sig yfir og margt sem benti til þess að það væri einhver hreyfing þarna,“ bætti Gunnar Hrafn þá við og vísaði til þess að Heiða Krístin Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar gekk til liðs við Viðreisn skömmu fyrir kosningar. Gangi þær stjórnarmyndunarviðræður eftir sem nú eru í gangi á milli flokkanna þriggja mun meirihluti á Alþingi vera með naumasta móti, 32 gegn 31 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Nýju þingmennirnir þrír ræddu einnig um hvaða áhrif það myndi hafa á þingstörf á næsta þingi. „Mér finnst hún líta veik út. Það eru ýmsar kenningar um hvað sé í gangi og þá hvort að Framsóknarflokkurinn eigi þá að koma inn á einhverjum tímapunkti,“ sagði Gunnar Hrafn. „Mér finnst ólíklegt að þeir ætli að hanga á 32 manna stjórn í fjögur ár.“ Pawel sagði þá telja að slíkur meirihluti gæti vel gengið og vísaði til sveitarstjórna þar sem meirihlutinn er oft naumur. „Þetta þarf ákveðinn aga en það er ekki þannig að öll mál sem gangi í gengum þingið þurfi að njóta hreins og klárs stjórnarmeirihluta.“Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum.vísir/Anton Brink„Hvað aðgreinir ykkur?“ Þau þrjú ræddu einnig um hvernig flokkunum myndi ganga í þeim viðræðum sem nú standa yfir og hvort líkur væru á því að þau myndu ná saman. „Viðreisn var stofnuð um þessa Evrópusambandsaðild. Það er rauði þráðurinn í stefnumálum Viðreisnar. Ég yrð hissa ef þeir myndu gefa mikið eftir í þessum málaflokki. Þessir báðir flokkar hafa úttalað sig um ákveðnar kerfisbreytingar. Þetta er allt óljóst þegar þessir flokkar ætla sér að semja við Sjálfstæðisflokkinn sem er ekki mikið fyrir róttækar kerfisbreytingar. Það verður mjög áhugavert að sjá hversu langt þessir tveir flokkar geta gengið með sínar kröfur og hversu langt Sjálfstæðisflokkurinn mun teygja sig,“ sagði Rósa Björk. Gunnar Hrafn velti því næst fyrir sér hver væri munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum enda margir fyrrverandi forvígismenn síðarnefnda flokksins meðlimir í þeim fyrrnefnda.Sjá einnig: „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“„Maður heyrði líka á frambjóðendum Viðreisnar að það væri enginn tilgangur með að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum því að þá myndi þessir tveir flokkar renna saman,“ sagði Gunnar Hrafn. „Svona pælingar eru talnaspeki,“ skaut Pawel inn í. „Það er líka hægt að segja að þáttaka í margflokka stjórn sé algjörlega vonlaust mál. Ég held ekki. Ég tel að margra flokka stjórn geti gengið og ég held líka að stjórn með tæpum meirihluta geti gengið. Það eru dæmi um að flokkar græði á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að þeir tapi á því.“ „Hvað aðgreinir ykkur, af hverju ætti maður að kjósa ykkur frekar en hitt?“ spurði Gunnar Hrafn þá Pawel. „Það er mjög einfalt að svara því. Víða í Evrópu eru flokkar á þeim stað í pólitísku litrófi sem eru frjálslyndir miðjuflokkar. Það hefur ekki verið svona flokkar á Íslandi lengi vel. Núna er þannig flokkur og ég gekk í Viðreisn vegna þess að þar er flokkur sem er mær mínum pólitísku hugsjónum en Sjálfstæðisflokkurinn. Það er stóra aðgreininigin.“ „Það verður enn þá erfiðara að skerpa á því ef þið eruð saman í stjórn í fjögur ár,“ svaraði Gunnar Hrafn. „Það þarf ekki að vera,“ sagði Pawel að lokum.Fyrri hluta spjallsins má hlusta á hér að ofan en seinni hlutinn er hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“ Tekist var um Evrópumálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 12. nóvember 2016 14:15 Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri „En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni. 12. nóvember 2016 19:12 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég held að það sé ekkert að því að vera sár, ef maður er að mæta á stefnumót með einhverjum og reyna að ræða opinskátt um málin og viðkomandi var kannski að reyna að hitta einhvern annan á meðan,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson nýr þingmaður Pírata um ummæli þingmanna flokksins í garð Bjartrar framtíðar á dögunum. Hann ásamt, Rósu Björk Brynjólfsdóttur þingmanni VG og Pawel Bartoszek þingmanni Viðreisnar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun þar sem meðal annars var rætt um stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hlusta má á fyrri hluta spjallsins í spilaranum hér að ofan en seinni hluta í spilaranum hér að neðan.Sjá einnig:Sótt að Óttari úr öllum áttumLíkt og Vísir hefur fjallað um virðast Píratar ekki vera hrifnir af þáttöku Bjartrar framtíðar í viðræðunum en flokkurinn var einn af þeim sem tók þátt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum með Pírötum, VG og Samfylkingunni fyrir kosningar.„Þetta er pínu særandi,“ skaut Rósa Björk inn í eftir ummæli Gunnars Hrafns sem sagðist þó skilja stöðu Bjartrar framtíðar að vilja ræða við Viðreisn og taldi hann líklegt að þær þreifingar hafi hafist á sama tíma og Björt framtíð ræddi við hina flokkana „Ég held reyndar að þetta sé beinlínis rangt,“ skaut Pawel þá inn í umræðuna. „Ég get fullyrt það hér að Björt framtíð og Viðreisn hafi ekkert rætt saman fyrr en eftir kosningar.“Sjá einnig: Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri„En, það var ýmislegt að gerast. Heiða var að færa sig yfir og margt sem benti til þess að það væri einhver hreyfing þarna,“ bætti Gunnar Hrafn þá við og vísaði til þess að Heiða Krístin Helgadóttir, einn af stofnendum Bjartrar framtíðar gekk til liðs við Viðreisn skömmu fyrir kosningar. Gangi þær stjórnarmyndunarviðræður eftir sem nú eru í gangi á milli flokkanna þriggja mun meirihluti á Alþingi vera með naumasta móti, 32 gegn 31 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Nýju þingmennirnir þrír ræddu einnig um hvaða áhrif það myndi hafa á þingstörf á næsta þingi. „Mér finnst hún líta veik út. Það eru ýmsar kenningar um hvað sé í gangi og þá hvort að Framsóknarflokkurinn eigi þá að koma inn á einhverjum tímapunkti,“ sagði Gunnar Hrafn. „Mér finnst ólíklegt að þeir ætli að hanga á 32 manna stjórn í fjögur ár.“ Pawel sagði þá telja að slíkur meirihluti gæti vel gengið og vísaði til sveitarstjórna þar sem meirihlutinn er oft naumur. „Þetta þarf ákveðinn aga en það er ekki þannig að öll mál sem gangi í gengum þingið þurfi að njóta hreins og klárs stjórnarmeirihluta.“Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum.vísir/Anton Brink„Hvað aðgreinir ykkur?“ Þau þrjú ræddu einnig um hvernig flokkunum myndi ganga í þeim viðræðum sem nú standa yfir og hvort líkur væru á því að þau myndu ná saman. „Viðreisn var stofnuð um þessa Evrópusambandsaðild. Það er rauði þráðurinn í stefnumálum Viðreisnar. Ég yrð hissa ef þeir myndu gefa mikið eftir í þessum málaflokki. Þessir báðir flokkar hafa úttalað sig um ákveðnar kerfisbreytingar. Þetta er allt óljóst þegar þessir flokkar ætla sér að semja við Sjálfstæðisflokkinn sem er ekki mikið fyrir róttækar kerfisbreytingar. Það verður mjög áhugavert að sjá hversu langt þessir tveir flokkar geta gengið með sínar kröfur og hversu langt Sjálfstæðisflokkurinn mun teygja sig,“ sagði Rósa Björk. Gunnar Hrafn velti því næst fyrir sér hver væri munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum enda margir fyrrverandi forvígismenn síðarnefnda flokksins meðlimir í þeim fyrrnefnda.Sjá einnig: „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“„Maður heyrði líka á frambjóðendum Viðreisnar að það væri enginn tilgangur með að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum því að þá myndi þessir tveir flokkar renna saman,“ sagði Gunnar Hrafn. „Svona pælingar eru talnaspeki,“ skaut Pawel inn í. „Það er líka hægt að segja að þáttaka í margflokka stjórn sé algjörlega vonlaust mál. Ég held ekki. Ég tel að margra flokka stjórn geti gengið og ég held líka að stjórn með tæpum meirihluta geti gengið. Það eru dæmi um að flokkar græði á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að þeir tapi á því.“ „Hvað aðgreinir ykkur, af hverju ætti maður að kjósa ykkur frekar en hitt?“ spurði Gunnar Hrafn þá Pawel. „Það er mjög einfalt að svara því. Víða í Evrópu eru flokkar á þeim stað í pólitísku litrófi sem eru frjálslyndir miðjuflokkar. Það hefur ekki verið svona flokkar á Íslandi lengi vel. Núna er þannig flokkur og ég gekk í Viðreisn vegna þess að þar er flokkur sem er mær mínum pólitísku hugsjónum en Sjálfstæðisflokkurinn. Það er stóra aðgreininigin.“ „Það verður enn þá erfiðara að skerpa á því ef þið eruð saman í stjórn í fjögur ár,“ svaraði Gunnar Hrafn. „Það þarf ekki að vera,“ sagði Pawel að lokum.Fyrri hluta spjallsins má hlusta á hér að ofan en seinni hlutinn er hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“ Tekist var um Evrópumálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 12. nóvember 2016 14:15 Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri „En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni. 12. nóvember 2016 19:12 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16
„Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“ Tekist var um Evrópumálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 12. nóvember 2016 14:15
Skilar umboðinu eftir tvo til þrjá daga ef viðræðurnar skila ekki árangri „En ég ætla þó að vera bjartsýnn á að þetta skili einhverju,“ segir Bjarni. 12. nóvember 2016 19:12