Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 12:04 Það var nóg að gera hjá Conor McGregor í gær. Vísir/Getty Þó svo að Conor McGregor sé að fara að berjast við Eddie Alvarez um léttvigtartitilinn í UFC hefur hann síðustu klukkutímana staðið í taugastríði við veltivigtarmeistarann Tyron Woodley. Allt byrjaði þetta eftir vigtunina í gær en Woodley er að fara að berjast við Stephen Thompson í titilbardaga á UFC 205 í New York í kvöld. UFC 205 bardagakvöldið í kvöld er með þrjá titilbardaga en auk þess að titillinn verður undir í léttvigt og veltivigt munu þær Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz berjast um titilinn í strávigt. Woodley og McGregor eru þó komnir í hár saman þrátt fyrir að þeir séu ekki að mætast í hringnum í kvöld. Eftir vigtunina í gær hittust þeir Woodley og Conor baksviðs þar sem sá fyrrnefndi ætlaði að ná sér í vatn. Hann heilsaði Conor, sem virtist engan áhuga á að svara honum og gaf honum dauðalvarlega störu. Myndband af því má sjá hér fyrir ofan.@arielhelwani I said what's up then he tried to flex. Quickly he realized it was a NO FLEX ZONE Pretty much made him say what's up! JS — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram á Twitter-síðum þeirra félaga þar sem Conor virtist leggja sig fram við það að móðga Woodley.@TWooodley@arielhelwani Twitter bitch you'll do nothing — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 @TheNotoriousMMA Dude Im not them guys u deal w Homie! I'll forget the fight & go Ferguson! Focus on Eddie & never call me a Bitch again. — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 @TWooodley bitch — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram þegar þeir hittust aftur baksviðs í nótt og þá skiptust þeir á nokkrum vel völdum orðum. Til að bæta gráu á svart skipti Khabib Nurmagomedov sér af öllu saman og virtist eiga óuppgerðar sakir við McGregor. Upptökur af þessu má sjá hér fyrir neðan.antes de salir ya hay problemas atrás entre @TheNotoriousMMA y @TWooodley#UFC205pic.twitter.com/sVu3DCF2dJ — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Y también entre @TeamKhabib y @TheNotoriousMMA hay palabras y los separan! #UFC205pic.twitter.com/gT1uyBALdU — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Þess má geta að Nurmagomedov er léttvigtarbardagamaður og mætir Michael Johnson í kvöld. Titilbardagi Alvarez og Mcgregor er einnig í léttvigt. McGregor virtist hafa upphaflega verið ósáttur við að Alvarez hafi myndað hatrömm samskipti þeirra Conors og Alvarez á blaðamannafundi UFC á fimmtudagskvöld. Sá fundur var afar skrautlegur. How you act when u know somebody gone break it up! @thenotoriousmma @ealvarezfight #ufc #ufcpresser #ufc205 #ufc205 A video posted by Tyron Woodley (@twooodley) on Nov 10, 2016 at 1:27pm PST Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Það má gera ráð fyrir að Conor sé að hita upp fyrir mögulega bardaga við þá Woodley og Nurmagomedov. Woodley er ríkjandi meistari í veltivigt, sem Conor hefur áður barist í, og ef að Numagomedov vinnur Johnson í kvöld gæti hann fengið titilbardaga í léttvigt - mögulega gegn Conor ef hann vinnur í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Arial Helwani við Woodley um uppákomuna með McGregor en bein útsending frá UFC 205 hefst á Stöð 2 Sport klukkan 03.00 í nótt. MMA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira
Þó svo að Conor McGregor sé að fara að berjast við Eddie Alvarez um léttvigtartitilinn í UFC hefur hann síðustu klukkutímana staðið í taugastríði við veltivigtarmeistarann Tyron Woodley. Allt byrjaði þetta eftir vigtunina í gær en Woodley er að fara að berjast við Stephen Thompson í titilbardaga á UFC 205 í New York í kvöld. UFC 205 bardagakvöldið í kvöld er með þrjá titilbardaga en auk þess að titillinn verður undir í léttvigt og veltivigt munu þær Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz berjast um titilinn í strávigt. Woodley og McGregor eru þó komnir í hár saman þrátt fyrir að þeir séu ekki að mætast í hringnum í kvöld. Eftir vigtunina í gær hittust þeir Woodley og Conor baksviðs þar sem sá fyrrnefndi ætlaði að ná sér í vatn. Hann heilsaði Conor, sem virtist engan áhuga á að svara honum og gaf honum dauðalvarlega störu. Myndband af því má sjá hér fyrir ofan.@arielhelwani I said what's up then he tried to flex. Quickly he realized it was a NO FLEX ZONE Pretty much made him say what's up! JS — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram á Twitter-síðum þeirra félaga þar sem Conor virtist leggja sig fram við það að móðga Woodley.@TWooodley@arielhelwani Twitter bitch you'll do nothing — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 @TheNotoriousMMA Dude Im not them guys u deal w Homie! I'll forget the fight & go Ferguson! Focus on Eddie & never call me a Bitch again. — Tyron T-Wood Woodley (@TWooodley) November 11, 2016 @TWooodley bitch — Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 11, 2016 Þetta hélt svo áfram þegar þeir hittust aftur baksviðs í nótt og þá skiptust þeir á nokkrum vel völdum orðum. Til að bæta gráu á svart skipti Khabib Nurmagomedov sér af öllu saman og virtist eiga óuppgerðar sakir við McGregor. Upptökur af þessu má sjá hér fyrir neðan.antes de salir ya hay problemas atrás entre @TheNotoriousMMA y @TWooodley#UFC205pic.twitter.com/sVu3DCF2dJ — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Y también entre @TeamKhabib y @TheNotoriousMMA hay palabras y los separan! #UFC205pic.twitter.com/gT1uyBALdU — #UFC205 (@UFCEspanol) November 11, 2016 Þess má geta að Nurmagomedov er léttvigtarbardagamaður og mætir Michael Johnson í kvöld. Titilbardagi Alvarez og Mcgregor er einnig í léttvigt. McGregor virtist hafa upphaflega verið ósáttur við að Alvarez hafi myndað hatrömm samskipti þeirra Conors og Alvarez á blaðamannafundi UFC á fimmtudagskvöld. Sá fundur var afar skrautlegur. How you act when u know somebody gone break it up! @thenotoriousmma @ealvarezfight #ufc #ufcpresser #ufc205 #ufc205 A video posted by Tyron Woodley (@twooodley) on Nov 10, 2016 at 1:27pm PST Sjá einnig: Allt brjálað á blaðamannafundi Conors: Reyndi að kasta stól í Alvarez og stal beltinu hans Það má gera ráð fyrir að Conor sé að hita upp fyrir mögulega bardaga við þá Woodley og Nurmagomedov. Woodley er ríkjandi meistari í veltivigt, sem Conor hefur áður barist í, og ef að Numagomedov vinnur Johnson í kvöld gæti hann fengið titilbardaga í léttvigt - mögulega gegn Conor ef hann vinnur í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Arial Helwani við Woodley um uppákomuna með McGregor en bein útsending frá UFC 205 hefst á Stöð 2 Sport klukkan 03.00 í nótt.
MMA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira