Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. nóvember 2016 10:30 Myndin er samsett Vísir/Anton/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kallar eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn mætist á miðri leið og taki saman þátt í næstu ríkisstjórn. Hann segir þá staðreynd að sjö flokkar séu nú á þingi endurspegla mikilvægi þess að næsta ríkisstjórn hýsi „alls konar skoðanir á ýmsum málum.“Þetta kemur fram í grein Kára sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að landslagið í íslenskri pólítik sé nú annað en þegar fáir flokkar voru á þingi og auðvelt var að mynda sterka tveggja flokka stjórn líkt og hefð hefur verið fyrir í íslenskri stjórnmálasögu. Meiri líkur séu á því að hægt verði að skapa frið og sátt ef ríkisstjórnin endurspegli stærri hluta af skoðanarófi samfélagsins. „Þess vegna viljum við hvorki hægri né vinstri ríkisstjórn heldur þá sem er jafnhent. Sú ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á,“ skrifar Kári.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Óhætt er að segja að hér eigi Kári við Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri Græn en þessir flokkar eru tveir stærstu flokkar landsins eftir kosningarnar og yst til hægri og vinstri á hinu pólitíska litrófi. Í gær var þó tilkynnt um að Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn myndu hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Í vikunni var einnig greint frá því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði greint Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að hún teldi það mjög ólíklegt að viðræður þessara flokka um ríkisstjórnarsamstarf myndu skila árangri. Sjálfur sagði Bjarni við RÚV að útséð væri um samstarf við Vinstri græn eftir samtöl við flokkinn. Að mati Kára er þetta ekki ásættanleg afstaða og aðeins þurfi „kraftinn sem felst í væntumþykju fyrir íslensku samfélagi til þess að beygja þessa línu í hring þannig að endarnir komi saman.“ „Það væri með öllu óásættanlegt ef þessir flokkar létu fílósófískan ágreining koma í veg fyrir stjórnarsamstarf vegna þess að á tímum smáflokkanna getur hver einstakur flokkur ekki haft áhrif á stjórn landsins án þess að vinna með þeim sem eru á öndverðum meiði um margt,“ skrifar Kári. Þeir flokkar sem ekki hafa vilja og getu til þess að vinna með flokkum og einstaklingum sem eru á öndverðum meiði eigi á hættu á að hverfa af þingi. „Það er hætt við því að sá stjórnmálaflokkur sem þróar ekki með sér viljann og getuna til þessa velkist í erindisleysi uns hans bíða þau örlög Samfylkingarinnar að það er ekki lengur hægt að spila bridge á þingflokksfundum.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr segir enga ástæðu til að vantreysta Viðreisn og Bjartri í tæpum meirihluta Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. 10. nóvember 2016 11:59 Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Framhald viðræðna skýrist um helgina Ekki eru allir sáttir innan Bjartrar framtíðar við að mynduð verði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kemur í ljós snemma í næstu viku hvort stjórnarmyndunarviðræðurnar leiði til ríkisstjórnar. Framsókn tilbúin að stíga inn. 12. nóvember 2016 07:00 „Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kallar eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn mætist á miðri leið og taki saman þátt í næstu ríkisstjórn. Hann segir þá staðreynd að sjö flokkar séu nú á þingi endurspegla mikilvægi þess að næsta ríkisstjórn hýsi „alls konar skoðanir á ýmsum málum.“Þetta kemur fram í grein Kára sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að landslagið í íslenskri pólítik sé nú annað en þegar fáir flokkar voru á þingi og auðvelt var að mynda sterka tveggja flokka stjórn líkt og hefð hefur verið fyrir í íslenskri stjórnmálasögu. Meiri líkur séu á því að hægt verði að skapa frið og sátt ef ríkisstjórnin endurspegli stærri hluta af skoðanarófi samfélagsins. „Þess vegna viljum við hvorki hægri né vinstri ríkisstjórn heldur þá sem er jafnhent. Sú ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á,“ skrifar Kári.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Óhætt er að segja að hér eigi Kári við Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri Græn en þessir flokkar eru tveir stærstu flokkar landsins eftir kosningarnar og yst til hægri og vinstri á hinu pólitíska litrófi. Í gær var þó tilkynnt um að Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn myndu hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Í vikunni var einnig greint frá því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefði greint Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að hún teldi það mjög ólíklegt að viðræður þessara flokka um ríkisstjórnarsamstarf myndu skila árangri. Sjálfur sagði Bjarni við RÚV að útséð væri um samstarf við Vinstri græn eftir samtöl við flokkinn. Að mati Kára er þetta ekki ásættanleg afstaða og aðeins þurfi „kraftinn sem felst í væntumþykju fyrir íslensku samfélagi til þess að beygja þessa línu í hring þannig að endarnir komi saman.“ „Það væri með öllu óásættanlegt ef þessir flokkar létu fílósófískan ágreining koma í veg fyrir stjórnarsamstarf vegna þess að á tímum smáflokkanna getur hver einstakur flokkur ekki haft áhrif á stjórn landsins án þess að vinna með þeim sem eru á öndverðum meiði um margt,“ skrifar Kári. Þeir flokkar sem ekki hafa vilja og getu til þess að vinna með flokkum og einstaklingum sem eru á öndverðum meiði eigi á hættu á að hverfa af þingi. „Það er hætt við því að sá stjórnmálaflokkur sem þróar ekki með sér viljann og getuna til þessa velkist í erindisleysi uns hans bíða þau örlög Samfylkingarinnar að það er ekki lengur hægt að spila bridge á þingflokksfundum.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr segir enga ástæðu til að vantreysta Viðreisn og Bjartri í tæpum meirihluta Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. 10. nóvember 2016 11:59 Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Framhald viðræðna skýrist um helgina Ekki eru allir sáttir innan Bjartrar framtíðar við að mynduð verði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kemur í ljós snemma í næstu viku hvort stjórnarmyndunarviðræðurnar leiði til ríkisstjórnar. Framsókn tilbúin að stíga inn. 12. nóvember 2016 07:00 „Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Óttarr segir enga ástæðu til að vantreysta Viðreisn og Bjartri í tæpum meirihluta Stjórnarmyndunarmöguleikar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins virðast vera að þrengjast eftir því sem líður á vikuna. 10. nóvember 2016 11:59
Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38
Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07
Framhald viðræðna skýrist um helgina Ekki eru allir sáttir innan Bjartrar framtíðar við að mynduð verði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kemur í ljós snemma í næstu viku hvort stjórnarmyndunarviðræðurnar leiði til ríkisstjórnar. Framsókn tilbúin að stíga inn. 12. nóvember 2016 07:00
„Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Katrín Jakobsdóttir segist hafa gert Bjarna Benediktssyni grein fyrir því að hún telji ólíklegt að meirihlutaviðræður þeirra á milli skili árangri. 10. nóvember 2016 10:38