Sigraði smákökusamkeppni KORNAX 12. nóvember 2016 11:00 Kristín Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur sigraði í smákökusamkeppni Kornax. Hún segist haldin bökunaráráttu og planar jólabaksturinn með margra mánaða fyrirvara. mynd/Ernir Kristín Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur fór með sigur af hólmi í smákökusamkeppni KORNAX í liðinni viku. Hún segist haldin bökunaráráttu og hrærir deigið í gamalli hrærivél ömmu sinnar. Hún planar jólabaksturinn mánuðum saman.Ég hef bakað frá því ég var fimm ára og er með hálfgerða bökunaráráttu. Er annars í meistaranámi í hagnýtri tölfræði en baksturinn er ástríða sem mig dreymir um að gera meira úr,“ segir Kristín Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur en hún sigraði smákökusamkeppni KORNAX á fimmtudaginn. „Ég baka allt mitt með fimmtíu ára gamalli KitchenAid-hrærivél sem bæði amma og mamma notuðu og báðar þessar konur bökuðu mikið. Mér finnst hún notaleg tenging við ömmu mína. Ég á nokkrar handskrifaðar uppskriftabækur frá báðum ömmum mínum.“ Kristín segist fá útrás fyrir sköpunargleðina við baksturinn. Hún sé þó íhaldssöm þegar kemur að skreytingum og hafi til dæmis ekki tekið þátt í „sykurmassabrjálæðinu“ eins og hún kallar það. Hún sæki innblástur til sjöunda og áttunda áratugarins. Fyrir jólin bakar hún alltaf nokkrar sortir. „Ég er ekki byrjuð en strax í desember fer ég að baka. Ég er búin að plana mörgum mánuðum fyrr hvað ég ætla að baka og ligg yfir uppskriftum og reyni að láta mér detta eitthvað nýtt í hug,“ segir Kristín. „Ég er bæði að búa til uppskriftir og breyti líka mikið gömlum uppskriftum. Það hefur ekki allt heppnast frábærlega en inn á milli tekst eitthvað mjög vel. Yfirleitt eru minnst þrjár misheppnaðar tilraunir að baki hverri uppskrift sem heppnast.“Hvers konar smákökur heilluðu dómnefndina? „Ég byggi uppskriftina á amerískum skátakökum en ég var au-pair í Bandaríkjunum sem unglingur. Litla stelpan sem ég passaði var í skátunum og seldi kökur í þessum dúr. Pólýnesíurnar eru mjög jólalegar og dálítið tímafrekar í vinnslu. Þetta er hin fullkomna smákaka til að dunda sér við og hlusta á jólalög.“Umsögn dómnefndar KORNAX um smákökur Kristínar: „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“Dómnefndina skipa Eva Laufey Kjaran matarbloggari og þáttastjórnandi, Axel Þorsteinsson konditor, Albert Eiríksson matarbloggari og ástríðukokkur og Silja Mist Sigurkarlsdóttir vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus. Kökurnar sem heilluðu dómnefndinaUppskrift að sigurkökum KristínarPólynesíur225 gr ósaltað smjör100 gr sykur250 gr KORNAX hveiti¼ tsk lyftiduft½ tsk salt1 tsk vanilludropar2 msk mjólkUppskrift kókostoppur:500 gr ljósar karamellur250 gr kókosmjöl3 msk rjómi½ tsk salt100 gr Nóa Síríus suðusúkkulaðiAðferð smákökur:Hrærið smjör og sykur saman í hrærivél eða með handþeytara. Sigtið saman öll þurrefnin og hrærið þeim vel saman við sykurinn og smjörið í þremur áföngum. Bætið mjólkinni og vanilludropunum saman við með höndum þar til deigið helst vel saman. Skiptið deiginu í tvær kúlur og vefjið inn í plastfilmu. Setjið deigið inn í ísskáp í eina klst. Takið deigið út og rúllið þar til það verður minna en ½ cm að þykkt. Skerið út smákökur með litlu glasi eða smákökuhring (um 5 cm í þvermál). Skerið svo minni hring út í hverri köku með t.d. flöskutappa eða rjómasprautustút. Bakið í miðjum ofni við 175°C í 10-12 mínútur eða þar til að kökurnar verða ljósgylltar.Kókostoppur aðferð:Ristið kókosmjölið í ofni í 10 mínútur við 175°C þangað til það verður gyllt. Gætið þess að hræra í því af og til svo það bakist jafnt. Bræðið karamellurnar yfir vatnsbaði og bætið rjómanum og saltinu út í þegar þær hafa bráðnað alveg. Takið frá ¼ af karamellubráðinni. Blandið kókosmjölinu við ¾ af karamellubráðinni. Þegar smákökurnar hafa kólnað er ¼ af karamellubráðinni smurt yfir smákökurnar. Því næst er kókostoppurinn mótaður í höndunum fyrir hverja köku og settur í hring ofan á karamellubráðina, kælið. Að lokum er suðusúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og botninn á smákökunum dýft varlega ofan í þar til súkkulaðið þekur botninn. Restin af súkkulaðinu er svo notað til að skreyta kökurnar að ofan.Annað sætið hreppti Eyrún Eva Haraldsdóttir og Hugrún Britta Kjartansdóttir var í því þriðja. Matur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Kristín Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur fór með sigur af hólmi í smákökusamkeppni KORNAX í liðinni viku. Hún segist haldin bökunaráráttu og hrærir deigið í gamalli hrærivél ömmu sinnar. Hún planar jólabaksturinn mánuðum saman.Ég hef bakað frá því ég var fimm ára og er með hálfgerða bökunaráráttu. Er annars í meistaranámi í hagnýtri tölfræði en baksturinn er ástríða sem mig dreymir um að gera meira úr,“ segir Kristín Arnórsdóttir stjórnmálafræðingur en hún sigraði smákökusamkeppni KORNAX á fimmtudaginn. „Ég baka allt mitt með fimmtíu ára gamalli KitchenAid-hrærivél sem bæði amma og mamma notuðu og báðar þessar konur bökuðu mikið. Mér finnst hún notaleg tenging við ömmu mína. Ég á nokkrar handskrifaðar uppskriftabækur frá báðum ömmum mínum.“ Kristín segist fá útrás fyrir sköpunargleðina við baksturinn. Hún sé þó íhaldssöm þegar kemur að skreytingum og hafi til dæmis ekki tekið þátt í „sykurmassabrjálæðinu“ eins og hún kallar það. Hún sæki innblástur til sjöunda og áttunda áratugarins. Fyrir jólin bakar hún alltaf nokkrar sortir. „Ég er ekki byrjuð en strax í desember fer ég að baka. Ég er búin að plana mörgum mánuðum fyrr hvað ég ætla að baka og ligg yfir uppskriftum og reyni að láta mér detta eitthvað nýtt í hug,“ segir Kristín. „Ég er bæði að búa til uppskriftir og breyti líka mikið gömlum uppskriftum. Það hefur ekki allt heppnast frábærlega en inn á milli tekst eitthvað mjög vel. Yfirleitt eru minnst þrjár misheppnaðar tilraunir að baki hverri uppskrift sem heppnast.“Hvers konar smákökur heilluðu dómnefndina? „Ég byggi uppskriftina á amerískum skátakökum en ég var au-pair í Bandaríkjunum sem unglingur. Litla stelpan sem ég passaði var í skátunum og seldi kökur í þessum dúr. Pólýnesíurnar eru mjög jólalegar og dálítið tímafrekar í vinnslu. Þetta er hin fullkomna smákaka til að dunda sér við og hlusta á jólalög.“Umsögn dómnefndar KORNAX um smákökur Kristínar: „Flott og góð jólakaka sem bráðnar í munni. Smekkleg og falleg. Gott jafnvægi milli hráefnanna. Karamellan og kókosinn gera gæfumuninn.“Dómnefndina skipa Eva Laufey Kjaran matarbloggari og þáttastjórnandi, Axel Þorsteinsson konditor, Albert Eiríksson matarbloggari og ástríðukokkur og Silja Mist Sigurkarlsdóttir vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríus. Kökurnar sem heilluðu dómnefndinaUppskrift að sigurkökum KristínarPólynesíur225 gr ósaltað smjör100 gr sykur250 gr KORNAX hveiti¼ tsk lyftiduft½ tsk salt1 tsk vanilludropar2 msk mjólkUppskrift kókostoppur:500 gr ljósar karamellur250 gr kókosmjöl3 msk rjómi½ tsk salt100 gr Nóa Síríus suðusúkkulaðiAðferð smákökur:Hrærið smjör og sykur saman í hrærivél eða með handþeytara. Sigtið saman öll þurrefnin og hrærið þeim vel saman við sykurinn og smjörið í þremur áföngum. Bætið mjólkinni og vanilludropunum saman við með höndum þar til deigið helst vel saman. Skiptið deiginu í tvær kúlur og vefjið inn í plastfilmu. Setjið deigið inn í ísskáp í eina klst. Takið deigið út og rúllið þar til það verður minna en ½ cm að þykkt. Skerið út smákökur með litlu glasi eða smákökuhring (um 5 cm í þvermál). Skerið svo minni hring út í hverri köku með t.d. flöskutappa eða rjómasprautustút. Bakið í miðjum ofni við 175°C í 10-12 mínútur eða þar til að kökurnar verða ljósgylltar.Kókostoppur aðferð:Ristið kókosmjölið í ofni í 10 mínútur við 175°C þangað til það verður gyllt. Gætið þess að hræra í því af og til svo það bakist jafnt. Bræðið karamellurnar yfir vatnsbaði og bætið rjómanum og saltinu út í þegar þær hafa bráðnað alveg. Takið frá ¼ af karamellubráðinni. Blandið kókosmjölinu við ¾ af karamellubráðinni. Þegar smákökurnar hafa kólnað er ¼ af karamellubráðinni smurt yfir smákökurnar. Því næst er kókostoppurinn mótaður í höndunum fyrir hverja köku og settur í hring ofan á karamellubráðina, kælið. Að lokum er suðusúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og botninn á smákökunum dýft varlega ofan í þar til súkkulaðið þekur botninn. Restin af súkkulaðinu er svo notað til að skreyta kökurnar að ofan.Annað sætið hreppti Eyrún Eva Haraldsdóttir og Hugrún Britta Kjartansdóttir var í því þriðja.
Matur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira