Heimir: Held að FH geti ekki fengið Gary Martin á viðráðanlegu verði Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 13:30 Heimir Guðjónsson er að leita að frekari styrk. vísir/anton brink Guðmundur Karl Guðmundsson, sem var fyrirliði Fjölnis í Pepsi-deild karla á síðustu leiktíð, samdi í dag við Íslandsmeistara FH í dag til tveggja ára. Hann er annar útispilarinn sem meistararnir fá til sín á eftir Veigari Páli Gunnarssyni. „Mér hefur alltaf fundist hann góður leikmaður. Hann getur leyst margar stöður, er með góðar fyrirgjafir og góður skotmaður bæði með hægri og vinstri. Við teljum að hann geti styrkt okkur, það er ekki spurning,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við Vísi eftir undirskriftina í dag. Sjá einnig: Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Guðmundur Karl er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðju, í bakverði og úti á kanti, en hver verður hans staða hjá Hafnafjarðarliðinu? „Það á eftir að koma í ljós en auðvitað höfum við það bakvið eyrað að það er gott að vera með leikmenn í liðinu sem geta leyst fleiri en eina stöðu. Við byrjum að æfa á morgun og þá fá menn tækifæri til að sanna sig,“ sagði Heimir. Þetta er annað árið í röð sem FH fær fyrirliða Fjölnis til sín. Þarf Heimir ekki að fylgjast vel með því hvern Ágúst Gylfason lætur næst hafa bandið í Grafarvoginum? „Þetta er góð spurning. Ég þarf að fylgjast vel með því næsta sumar,“ sagði Heimir og brosti. FH er aðeins búið að fá til sín tvo útileikmenn; Veigar Pál og Guðmund Karl, og markvörðinn Vigni Jóhannesson sem verður á bekknum í baráttu við Gunnar Nielsen. Er eitthvað meira á teikniborðinu hjá FH? „Við erum alltaf að vinna í einhverju. Við höfum ekki misst af neinu sem að við vildum fá. Við erum alltaf að leita og við ætlum að styrkja okkur, það er alveg klárt,“ sagði Heimir. Gary Martin, framherji Víkings, hefur verið sterklega orðaður við FH undanfarnar vikur en ólíklegt þykir að hann verði áfram í Fossvoginum. Í viðtali í Akraborginni sagði Gary sjálfur að það væri erfitt fyrir hann að hafna Íslandsmeisturunum. „Mér finnst Gary Martin mjög góður leikmaður en hann er með samning við Víking. Ef FH ætlar að fá Gary Martin þá held ég að sú upphæð yrði ekki viðráðanleg fyrir Fimleikafélagið,“ sagði Heimir Guðjónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00 Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Enski framherjinn er eftirsóttur en hann er ekki að flýta sér að yfirgefa Ísland þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 10. nóvember 2016 09:45 Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Vill fá nýja áskorun og ætlar að sanna sig hjá FH. 11. nóvember 2016 11:35 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Guðmundur Karl Guðmundsson, sem var fyrirliði Fjölnis í Pepsi-deild karla á síðustu leiktíð, samdi í dag við Íslandsmeistara FH í dag til tveggja ára. Hann er annar útispilarinn sem meistararnir fá til sín á eftir Veigari Páli Gunnarssyni. „Mér hefur alltaf fundist hann góður leikmaður. Hann getur leyst margar stöður, er með góðar fyrirgjafir og góður skotmaður bæði með hægri og vinstri. Við teljum að hann geti styrkt okkur, það er ekki spurning,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við Vísi eftir undirskriftina í dag. Sjá einnig: Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Guðmundur Karl er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðju, í bakverði og úti á kanti, en hver verður hans staða hjá Hafnafjarðarliðinu? „Það á eftir að koma í ljós en auðvitað höfum við það bakvið eyrað að það er gott að vera með leikmenn í liðinu sem geta leyst fleiri en eina stöðu. Við byrjum að æfa á morgun og þá fá menn tækifæri til að sanna sig,“ sagði Heimir. Þetta er annað árið í röð sem FH fær fyrirliða Fjölnis til sín. Þarf Heimir ekki að fylgjast vel með því hvern Ágúst Gylfason lætur næst hafa bandið í Grafarvoginum? „Þetta er góð spurning. Ég þarf að fylgjast vel með því næsta sumar,“ sagði Heimir og brosti. FH er aðeins búið að fá til sín tvo útileikmenn; Veigar Pál og Guðmund Karl, og markvörðinn Vigni Jóhannesson sem verður á bekknum í baráttu við Gunnar Nielsen. Er eitthvað meira á teikniborðinu hjá FH? „Við erum alltaf að vinna í einhverju. Við höfum ekki misst af neinu sem að við vildum fá. Við erum alltaf að leita og við ætlum að styrkja okkur, það er alveg klárt,“ sagði Heimir. Gary Martin, framherji Víkings, hefur verið sterklega orðaður við FH undanfarnar vikur en ólíklegt þykir að hann verði áfram í Fossvoginum. Í viðtali í Akraborginni sagði Gary sjálfur að það væri erfitt fyrir hann að hafna Íslandsmeisturunum. „Mér finnst Gary Martin mjög góður leikmaður en hann er með samning við Víking. Ef FH ætlar að fá Gary Martin þá held ég að sú upphæð yrði ekki viðráðanleg fyrir Fimleikafélagið,“ sagði Heimir Guðjónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00 Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Enski framherjinn er eftirsóttur en hann er ekki að flýta sér að yfirgefa Ísland þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 10. nóvember 2016 09:45 Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Vill fá nýja áskorun og ætlar að sanna sig hjá FH. 11. nóvember 2016 11:35 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Guðmundur Karl og Vignir sömdu við FH Fyrirliði Fjölnis og markvörður Selfyssinga gengu í raðir Íslandsmeistaranna í dag. 11. nóvember 2016 11:00
Gary tók á sig launalækkun til að fara til Noregs: „Það snýst ekki allt um peninga“ Enski framherjinn er eftirsóttur en hann er ekki að flýta sér að yfirgefa Ísland þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. 10. nóvember 2016 09:45
Guðmundur Karl: Skrýtið að fara frá Fjölni Vill fá nýja áskorun og ætlar að sanna sig hjá FH. 11. nóvember 2016 11:35
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti