Audi með 15 RS-bíla árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2016 10:00 Neymar fékk afhentan um daginn Audi RS7 bíl, en allir leikmenn Barcelona liðsins gátu valið sér sína uppáhaldgerð Audi um daginn. Audi hefur boðið nokkrar bílgerðir sínar í RS-kraftaútfærslum og hafa þeir notið mikillar hylli bílaáhugamanna. Nú hyggst Audi fjölga þessum bílum verulega og ætlar að bjóða allar sínar bílgerðir í RS-útgáfum frá og með árinu 2018. Nú eru í boði RS-útgáfur bílanna Audi RS3, RS6, RS7, Q3 RS og TT RS í coupe og roadster formi. Reyndar framleiðeiðir Audi Sport deild að auki R8 sportbílinn. Undir stjórn Stephan Winkelmann, sem áður vann hjá Lamborghini, verður starfsemi Audi Sport deildarinnar verulega útvíkkuð og ljóst má vera að brátt muni sjást RS-útfærslur á Audi A4 og Audi A5 bílunum, sem og Q5 RS og RS1. En fyrir árslok 2018 er þó víst að það verða til RS-útfærslur af öllum þeim bílgerðum sem Audi bíður. Ástæðan bak við þessari ákvörðun Audi liggur væntanlega í því að hagnaður af sölu kraftabíla Audi er meiri á hvert eintak en af grunngerðunum og ekki þarf að leggja í mikinn þróunarkostnað við að breyta grunngerðunum í RS-bíla. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent
Audi hefur boðið nokkrar bílgerðir sínar í RS-kraftaútfærslum og hafa þeir notið mikillar hylli bílaáhugamanna. Nú hyggst Audi fjölga þessum bílum verulega og ætlar að bjóða allar sínar bílgerðir í RS-útgáfum frá og með árinu 2018. Nú eru í boði RS-útgáfur bílanna Audi RS3, RS6, RS7, Q3 RS og TT RS í coupe og roadster formi. Reyndar framleiðeiðir Audi Sport deild að auki R8 sportbílinn. Undir stjórn Stephan Winkelmann, sem áður vann hjá Lamborghini, verður starfsemi Audi Sport deildarinnar verulega útvíkkuð og ljóst má vera að brátt muni sjást RS-útfærslur á Audi A4 og Audi A5 bílunum, sem og Q5 RS og RS1. En fyrir árslok 2018 er þó víst að það verða til RS-útfærslur af öllum þeim bílgerðum sem Audi bíður. Ástæðan bak við þessari ákvörðun Audi liggur væntanlega í því að hagnaður af sölu kraftabíla Audi er meiri á hvert eintak en af grunngerðunum og ekki þarf að leggja í mikinn þróunarkostnað við að breyta grunngerðunum í RS-bíla.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent