Heimir segir Skotum að nýta sér hlutverk lítilmagnans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2016 17:15 Heimir Hallgrímsson fagnar sigri í landsleik. Vísir/Getty Frækinn sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og gerir enn. Englendingar hafa verið í sárum síðan - skipt tvívegis um landsliðsþjálfara á aðeins örfáum mánuðum en freista þess nú að komast aftur á rétta braut með góðum árangri í undankeppni HM 2018. Skotar hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu síðan 1998 og mæta Englendingum á Wembley annað kvöld í undankeppni HM. Skoskir fjölmiðlar rifja af því tilefni upp sigur Íslands á Englandi í sumar og birti skoska dagblaðið Daily Record viðtal við Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska liðsins, í gær. Sjá einnig: Lagerbäck: Enginn Englendingur tók af skarið gegn Íslandi „Það voru engin leyndarmál þennan dag nema leikgreining okkar og fá leikmenn til að trúa á verkefnið,“ sagði Heimir.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/gettyVorum pressulausir og það var lykilatriði „Sálfræðin spilaði mjög stórt hlutverk í sigri okkar. Við höfðum þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna okkar og knattspyrnuáhugamanna víða um heim,“ sagði hann enn fremur. „Við gátum leyft okkur að fara inn í leikinn pressulausir. Það er lykilatriði þegar maður er lítilmagni og auðveldar manni að ná því besta fram.“ „Leikmenn voru afslappaðir og þegar leikurinn hófst fundum við að þetta yrði okkar dagur - jafnvel þó að þeir hafi skorað snemma í leiknum. Okkur tókst að jafna mínútu síðar og allt sem við höfðum planlagt gekk upp.“ Heimir segir að með réttum undirbúningi séu lítilmagnanum allir vegir færir. Þeir hafi vitað allt um enska liðið en Englendingar lítð um það íslenska. Hann bendir einnig á að Lars Lagerbäck hafi aldrei tapað fyrir Englandi á hans landsliðsferli og að það sé líklega engin tilviljun. „Hann notaði örugglega alltaf sama uppleggið gegn Englandi. Öflugan og þéttan varnarleik. Þegar England spilar við Ísland, Svíþjóð og líklega Skotland þá vita Englendingar að þeir eru með betri leikmenn í sínum röðum. Þolinmæði og nánast tortryggin nálgun á leikinn er það sem færði okkur velgengni.“ EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Frækinn sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og gerir enn. Englendingar hafa verið í sárum síðan - skipt tvívegis um landsliðsþjálfara á aðeins örfáum mánuðum en freista þess nú að komast aftur á rétta braut með góðum árangri í undankeppni HM 2018. Skotar hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu síðan 1998 og mæta Englendingum á Wembley annað kvöld í undankeppni HM. Skoskir fjölmiðlar rifja af því tilefni upp sigur Íslands á Englandi í sumar og birti skoska dagblaðið Daily Record viðtal við Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska liðsins, í gær. Sjá einnig: Lagerbäck: Enginn Englendingur tók af skarið gegn Íslandi „Það voru engin leyndarmál þennan dag nema leikgreining okkar og fá leikmenn til að trúa á verkefnið,“ sagði Heimir.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/gettyVorum pressulausir og það var lykilatriði „Sálfræðin spilaði mjög stórt hlutverk í sigri okkar. Við höfðum þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna okkar og knattspyrnuáhugamanna víða um heim,“ sagði hann enn fremur. „Við gátum leyft okkur að fara inn í leikinn pressulausir. Það er lykilatriði þegar maður er lítilmagni og auðveldar manni að ná því besta fram.“ „Leikmenn voru afslappaðir og þegar leikurinn hófst fundum við að þetta yrði okkar dagur - jafnvel þó að þeir hafi skorað snemma í leiknum. Okkur tókst að jafna mínútu síðar og allt sem við höfðum planlagt gekk upp.“ Heimir segir að með réttum undirbúningi séu lítilmagnanum allir vegir færir. Þeir hafi vitað allt um enska liðið en Englendingar lítð um það íslenska. Hann bendir einnig á að Lars Lagerbäck hafi aldrei tapað fyrir Englandi á hans landsliðsferli og að það sé líklega engin tilviljun. „Hann notaði örugglega alltaf sama uppleggið gegn Englandi. Öflugan og þéttan varnarleik. Þegar England spilar við Ísland, Svíþjóð og líklega Skotland þá vita Englendingar að þeir eru með betri leikmenn í sínum röðum. Þolinmæði og nánast tortryggin nálgun á leikinn er það sem færði okkur velgengni.“
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira