Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 22:48 Jens Garðar Helgason, formaður SFS. vísir/gva Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það gríðarlega mikil vonbrigði að sjómenn séu á leið í verkfall núna klukkan 23 í kvöld. Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði því við vorum búnir að ná mjög miklum og góðum árangri í mörgum mjög stórum málum, til að mynda varðandi fiskverðið, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur mér virkilega á óvart þar sem ég hélt að þessi mál væru komin í ákveðinn farveg en þetta er síðan dregið upp úr hatti hérna seinni partinn í dag,“ segir Jens í samtali við Vísi. Jens segir að SFS sé ekki búið að reikna út hversu mikið efnahagslegt tjón verkfallið getur valdið en ljóst er að það mun standa í að minnsta kosti viku þar sem skip eru á leið í land alla leið úr Barentshafi, en siglingin þaðan og hingað tekur um viku. Því á hann von á að Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, muni taka stöðuna á mönnum undir lok næstu viku en hvort hún boði fund veit hann ekki um. Þó að erfitt sé að segja til um efnahagslegt tjón þá er það svo að bæði nóvember og desember eru mjög stórir mánuðir fyrir ferska fiskinn að sögn Jens. „Síðan gerist það eftir áramótin að Norðmenn koma inn á markaðinn, verðin lækka og þá hægist um á markaðnum. Þannig að fyrir sjómenn á bolfiskskipum þá hlýtur þetta að vera mikið högg því þetta eru svona með bestu mánuðum á árinu.“ Samninganefnin situr enn á fundi í Karphúsinu með vélstjórum en Jens segir ekki hægt að segja til um það hvenær eða hvernig þeim viðræðum ljúki. „Ætli maður hafi ekki lært það á þessum degi í dag að segja hvorki af né á.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það gríðarlega mikil vonbrigði að sjómenn séu á leið í verkfall núna klukkan 23 í kvöld. Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði því við vorum búnir að ná mjög miklum og góðum árangri í mörgum mjög stórum málum, til að mynda varðandi fiskverðið, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur mér virkilega á óvart þar sem ég hélt að þessi mál væru komin í ákveðinn farveg en þetta er síðan dregið upp úr hatti hérna seinni partinn í dag,“ segir Jens í samtali við Vísi. Jens segir að SFS sé ekki búið að reikna út hversu mikið efnahagslegt tjón verkfallið getur valdið en ljóst er að það mun standa í að minnsta kosti viku þar sem skip eru á leið í land alla leið úr Barentshafi, en siglingin þaðan og hingað tekur um viku. Því á hann von á að Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, muni taka stöðuna á mönnum undir lok næstu viku en hvort hún boði fund veit hann ekki um. Þó að erfitt sé að segja til um efnahagslegt tjón þá er það svo að bæði nóvember og desember eru mjög stórir mánuðir fyrir ferska fiskinn að sögn Jens. „Síðan gerist það eftir áramótin að Norðmenn koma inn á markaðinn, verðin lækka og þá hægist um á markaðnum. Þannig að fyrir sjómenn á bolfiskskipum þá hlýtur þetta að vera mikið högg því þetta eru svona með bestu mánuðum á árinu.“ Samninganefnin situr enn á fundi í Karphúsinu með vélstjórum en Jens segir ekki hægt að segja til um það hvenær eða hvernig þeim viðræðum ljúki. „Ætli maður hafi ekki lært það á þessum degi í dag að segja hvorki af né á.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25
„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52