Kári og Viðar Örn tilnefndir sem leikmenn ársins Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 13:48 Kári Árnason varð Svíþjóðarmeistari í annað sinn. vísir/getty Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmenn í fótbolta, eru báðir tilnefndir sem leikmenn ársins í sínum stöðum í sænsku úrvalsdeildinni. Tilnefningarnar voru opinberaðar í dag en uppskeruhátíð deildarinnar fer fram 17. nóvember. Kári er tilnefndur sem miðvörður ársins ásamt Emil Salomonsson hjá IFK Gautaborg og Andreas Johansson, leikmanni IFK Norrköping. Víkingurinn átti stóran þátt í að Malmö endurheimti Svíþjóðarmeistaratitilinn af Norrköping en hann var varafyrirliði liðsins og leiddi það til sigurs í deildinni undir lokin. Viðar Örn er tilnefndur sem framherji ársins ásamt tveimur leikmönnum IFK Norrköping; Sebastian Andersson og Christoffer Nyman. Viðar Örn var seldur á miðri leiktíð en hann skoraði 14 mörk í 20 leikjum og fékk silfurskóinn þrátt fyrir að klára ekki tímabilið. Hann var með eins marks forskot á Nígeríumanninn John Owoeri fyrir lokaumferðina en hann skoraði fernu í lokaumferðinni og hirti gullskóinn af Viðari með 17 mörk. Þrátt fyrir að vera markakóngur í deildinni er Owoeri ekki einu sinni tilnefndur sem framherji ársins. Nyman skoraði ekki nema níu mörk fyrir Norrköping og er tilnefndur ásamt liðsfélaga sínum sem skoraði 14 mörk eins og Viðar Örn. Fréttir ársins 2016 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmenn í fótbolta, eru báðir tilnefndir sem leikmenn ársins í sínum stöðum í sænsku úrvalsdeildinni. Tilnefningarnar voru opinberaðar í dag en uppskeruhátíð deildarinnar fer fram 17. nóvember. Kári er tilnefndur sem miðvörður ársins ásamt Emil Salomonsson hjá IFK Gautaborg og Andreas Johansson, leikmanni IFK Norrköping. Víkingurinn átti stóran þátt í að Malmö endurheimti Svíþjóðarmeistaratitilinn af Norrköping en hann var varafyrirliði liðsins og leiddi það til sigurs í deildinni undir lokin. Viðar Örn er tilnefndur sem framherji ársins ásamt tveimur leikmönnum IFK Norrköping; Sebastian Andersson og Christoffer Nyman. Viðar Örn var seldur á miðri leiktíð en hann skoraði 14 mörk í 20 leikjum og fékk silfurskóinn þrátt fyrir að klára ekki tímabilið. Hann var með eins marks forskot á Nígeríumanninn John Owoeri fyrir lokaumferðina en hann skoraði fernu í lokaumferðinni og hirti gullskóinn af Viðari með 17 mörk. Þrátt fyrir að vera markakóngur í deildinni er Owoeri ekki einu sinni tilnefndur sem framherji ársins. Nyman skoraði ekki nema níu mörk fyrir Norrköping og er tilnefndur ásamt liðsfélaga sínum sem skoraði 14 mörk eins og Viðar Örn.
Fréttir ársins 2016 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira