Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Á þessari stundu er ekkert víst að Bjarni Benediktsson muni hefja stjórnarmyndunarviðræður. Hann segir snúið að mynda stjórn eftir kosningarnar. vísir/vilhelm „Mér finnst að í þessari viku þá þurfi annaðhvort að setja af stað einhverjar viðræður eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær um framgang viðræðna. Átta dagar eru nú liðnir frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum. Frá þeim tíma hefur hann rætt við forystumenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi, án þess að til eiginlegra viðræðna hafi komið. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka þá hafa línurnar verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að það er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa útilokað þann möguleika að hann næði ekki að mynda stjórn. „Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi. Ég hef bundið vonir við þann tón sem hefur verið sleginn af mörgum að menn vilji vinna með þá niðurstöðu sem við fengum í kosningunum, að það sé ákall um það að menn sýni samstarfsvilja. En mér finnst menn hafa gert fullmikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti. Og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir Bjarni. Enn er möguleiki á meirihlutasamstarfi milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, með eins manns meirihluta. „Það er auðvitað ekki bara það að sú ríkisstjórn væri með tæpan meirihluta en menn verða líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað eru vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái saman um megináherslur.“ Hvorki Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, né Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sögðu að fyrirhugaðir væru fundir um stjórnarmyndunarviðræður með þeim þegar Fréttablaðið náði tali af þeim eftir hádegi í gær. Engin takmörk eru fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka og hefur tímalengd þeirra verið mjög mismunandi. Allt frá árinu 1991 hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig að mynda ríkisstjórn. Allar stjórnir frá þeim tíma hafa verið myndaðar af tveimur stjórnmálaflokkum. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi núna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Mér finnst að í þessari viku þá þurfi annaðhvort að setja af stað einhverjar viðræður eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær um framgang viðræðna. Átta dagar eru nú liðnir frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum. Frá þeim tíma hefur hann rætt við forystumenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi, án þess að til eiginlegra viðræðna hafi komið. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka þá hafa línurnar verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að það er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa útilokað þann möguleika að hann næði ekki að mynda stjórn. „Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi. Ég hef bundið vonir við þann tón sem hefur verið sleginn af mörgum að menn vilji vinna með þá niðurstöðu sem við fengum í kosningunum, að það sé ákall um það að menn sýni samstarfsvilja. En mér finnst menn hafa gert fullmikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti. Og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir Bjarni. Enn er möguleiki á meirihlutasamstarfi milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, með eins manns meirihluta. „Það er auðvitað ekki bara það að sú ríkisstjórn væri með tæpan meirihluta en menn verða líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað eru vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái saman um megináherslur.“ Hvorki Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, né Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sögðu að fyrirhugaðir væru fundir um stjórnarmyndunarviðræður með þeim þegar Fréttablaðið náði tali af þeim eftir hádegi í gær. Engin takmörk eru fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka og hefur tímalengd þeirra verið mjög mismunandi. Allt frá árinu 1991 hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig að mynda ríkisstjórn. Allar stjórnir frá þeim tíma hafa verið myndaðar af tveimur stjórnmálaflokkum. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi núna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira