Aldo: Conor er heigull

Það eru reyndar misvísandi fréttir um hvort Írinn hafi gert það sjálfviljugur en UFC var í það minnsta ekki til í að bíða lengur eftir að hann myndi verja beltið og færði Aldo það.
Brasilíumaðurinn Aldo hótaði því að hætta fyrir ekki svo löngu síðan en er voða kátur að vera búinn að fá beltið aftur. Hann vill aftur á móti fá annað tækifæri gegn Conor sem rotaði hann á 13 sekúndum fyrir tæpu ári síðan.
„Ég vissi að þetta myndi gerast. Í mínum augum hætti ég aldrei að vera meistarinn. Ég tapaði þessum bardaga gegn Conor af slysni,“ sagði Aldo en það var hans fyrsta tap í rúm tíu ár.
„Ef ég myndi berjast aftur við Conor þá myndi ég vinna. Það er ekki mér að kenna að hann sé heigull. Hann var aldrei alvöru meistari. Ég sé ekki fyrir mér að ég geti tapað fyrir nokkrum manni.“
Það reyndist Conor mjög erfitt að skera sig niður í rétta þyngd fyrir fjaðurvigtina og þjálfarinn hans, John Kavanagh, vildi frekar að hann væri í léttvigt þar sem Conor er nú orðinn meistari.
Svo mikið vill Aldo keppa við Conor að hann er til í að berjast við hann í léttvigtarbardaga.
„Það er bara eðlilegt að við berjumst aftur. Fyrst vil ég verja beltið mitt í fjaðurvigtinni og síðan get ég farið að undirbúa mig fyrir bardaga gegn Conor í léttvigt.“
Tengdar fréttir

Aldo er til í að tapa viljandi
Jose Aldo er svo mikið í mun um að losna undan samningi að hann mun ekki víla fyrir sér að tapa viljandi til þess að losna frá sambandinu.

Ekki einu sinni bardagi við Conor mun hugga Aldo
Jose Aldo var ekkert að grínast er hann sagði í reiðikasti á dögunum að hann væri hættur í MMA og vildi losna undan samningi hjá UFC.

Conor: Aldo vill ekki berjast við mig
Írinn Conor McGregor segir að lætin í Jose Aldo síðustu vikur séu leikrit. Hann þori í raun ekki að berjast við sig.

Conor McGregor missir fjaðurvigtarbeltið
UFC hefur tekið fjaðurvigtarbeltið af Conor McGregor en þetta kom fram í útsendingu UFC í gær frá Ástralíu.

Aldo verður neyddur til að berjast
Þjálfari UFC-bardagakappans Jose Aldo hefur enga trú á því að UFC ætli að verða við óskum Aldo um að losna undan samningi við sambandið.

Aldo segist vera hættur í MMA
Brasilíumaðurinn segir að Conor McGregor stýri UFC og hann hefur engan áhuga á því að vera starfsmaður Írans.

Aldo: Framtíðin er óráðin
Brasilíumaðurinn Jose Aldo flaug til Las Vegas í gær þar sem hann fundaði með Dana White, forseta UFC, en Aldo segist vera hættur í MMA og vill losna undan samningi við UFC.