Markvörður Keflavíkur: Ég grét eins og lítið barn á kvöldin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2016 11:30 Sindri í marki Keflavíkur í leik gegn Fylki sumarið 2015. vísir/anton Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, ritar mjög áhugaverðan pistil inn á vefsíðu Víkurfrétta í dag sem hann kallar „Að missa tökin“. Í upphafi pistilsins rifjar Sindri upp ástæður þess að hann sé í fótbolta og hvernig þjálfarinn hans í 5. flokki fékk hann til þess að halda áfram í boltanum eftir að hann hefði misst áhugann. Sindri sló í gegn í marki Keflavíkur sumarið 2015 en síðasta sumar mátti hann sætta sig við bekkjarsetu þar sem Keflavík hafði fengið Beiti Ólafsson frá HK til þess að standa á milli stanganna í Bítlabænum. Keflavík leyfði markverðinum ekki að skipta um félag er hann vildi fara til liðs þar sem hann fengi að spila. Það höndlaði Sindri illa. „Þegar ég frétti að þessu yrði hafnað af Keflavík brotnaði ég gjörsamlega og fór í svo ranga átt í lífinu. Ég varð pirraður úti Keflavík, félagið sem ég elskaði út af lífinu og fannst það hafa brugðist mér. Ég lét svona lítinn hlut breyta mér til hins verra eg fór að venja mig á slæma hluti, svo sem svefnvenjur og fór að borða illa og sýndi ekki jafn mikinn áhuga og áður. Auðvitað kom það bara í bakið á mér þar sem ég fór að standa mig illa á æfingum, spila illa með 2. flokk og fór að líða mjög illa utan fótboltans,“ skrifar Sindri og heldur áfram. „Engin tækifæri komu og allt í blússandi mínus og margir farnir að efast um mig, sjálfstraustið farið og ekkert gekk upp. Ég var að láta fólk út í bæ hafa áhrif á mig vegna þess að þeim fannst að ég ætti að vera í markinu sem var að sjálfsögðu bölvað kjaftæði þar sem ég átti ekki neitt skilið að vera í markinu. Ég skammast mín stundum fyrir að viðurkenna það en ég grét oft eins og lítið barn á kvöldin og fannst ég vera vonlaus og að ég væri bara ekki lengur með þetta.“ Sindri segist skrifa þennan pistil til að hvetja fólk til að gefast ekki upp þó það gefi á bátinn. Pistilinn má lesa í heild sinni hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, ritar mjög áhugaverðan pistil inn á vefsíðu Víkurfrétta í dag sem hann kallar „Að missa tökin“. Í upphafi pistilsins rifjar Sindri upp ástæður þess að hann sé í fótbolta og hvernig þjálfarinn hans í 5. flokki fékk hann til þess að halda áfram í boltanum eftir að hann hefði misst áhugann. Sindri sló í gegn í marki Keflavíkur sumarið 2015 en síðasta sumar mátti hann sætta sig við bekkjarsetu þar sem Keflavík hafði fengið Beiti Ólafsson frá HK til þess að standa á milli stanganna í Bítlabænum. Keflavík leyfði markverðinum ekki að skipta um félag er hann vildi fara til liðs þar sem hann fengi að spila. Það höndlaði Sindri illa. „Þegar ég frétti að þessu yrði hafnað af Keflavík brotnaði ég gjörsamlega og fór í svo ranga átt í lífinu. Ég varð pirraður úti Keflavík, félagið sem ég elskaði út af lífinu og fannst það hafa brugðist mér. Ég lét svona lítinn hlut breyta mér til hins verra eg fór að venja mig á slæma hluti, svo sem svefnvenjur og fór að borða illa og sýndi ekki jafn mikinn áhuga og áður. Auðvitað kom það bara í bakið á mér þar sem ég fór að standa mig illa á æfingum, spila illa með 2. flokk og fór að líða mjög illa utan fótboltans,“ skrifar Sindri og heldur áfram. „Engin tækifæri komu og allt í blússandi mínus og margir farnir að efast um mig, sjálfstraustið farið og ekkert gekk upp. Ég var að láta fólk út í bæ hafa áhrif á mig vegna þess að þeim fannst að ég ætti að vera í markinu sem var að sjálfsögðu bölvað kjaftæði þar sem ég átti ekki neitt skilið að vera í markinu. Ég skammast mín stundum fyrir að viðurkenna það en ég grét oft eins og lítið barn á kvöldin og fannst ég vera vonlaus og að ég væri bara ekki lengur með þetta.“ Sindri segist skrifa þennan pistil til að hvetja fólk til að gefast ekki upp þó það gefi á bátinn. Pistilinn má lesa í heild sinni hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira