Valur mætir RK Partizan frá Svartfjallalandi í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta.
Valsmenn slógu út norska liðið Haslum í 3. umferðinni eftir sjö marka heimasigur og jafntefli á útivelli.
Valsmenn spila fyrri leikinn á móti RK Partizan á heimavelli sínum í Valshöllinni á Hlíðarenda en sá seinni fer fram á heimavelli Partizan í Tivat sem er hafnarbær í suðvestur Svartfjallalandi.
RK Partizan sló út A.S.S. Spes frá Kýpur í 3. umferðinni eftir að hafa gert jafntefli í seinni leiknum alveg eins og Hlíðarendaliðið. Partizan–liðið keypti hinsvegar heimaleikinn af Kýpverjunum.
Valsmenn þurfa að hafa sérstakar gætur á hinum 23 ára gamla Djordjo Perunicic sem skoraði sextán mörk í leikjunum tveimur á móti A.S.S. Spes þar af ellefu þeirra í fyrri leiknum.
