Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 12:36 Formennirnir tóku fyrsta snúningin á stjórnarmyndunarviðræðum en gáfust upp. Vísir/Vilhelm/Anton Þingmaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Sjálfstæðisflokk vera æskilegasta kostinn í stöðunni og sá sem liggi beinast við. Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hittust á fundi í gær til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf en líklegt er talið að flokkarnir hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður á næstu dögum. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm í gær en samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn meðal annars boðaður til að ræða málamiðlunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í sjávarútvegsmálum. Eftir fundinn sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki væri tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist milli flokkanna.Vísir/VilhelmHugsa í lausnum Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, játar því hvorki né neitar að fundurinn í gær hafi verið skref í átt að því að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Sjálfstæðisflokkinn. „Ég er sannarlega vongóður um það að við getum náð saman í þessu mynstri eða öðru. Ég held að það sé líka kominn sá tími að menn þurfi aðeins að setjast niður og átta sig á því að það er liðinn mánuður eða fimm vikur frá kosningum. Þannig að nú þurfa menn að fara að hugsa í lausnum,” segir Pawel.Áttu von á að þessir flokkar hefji formlegar viðræður í dag?„Ég bara satt að segja veit það ekki. Eins og ég segi, þetta er einn af þeim möguleikum sem er fyrir hendi. Mér persónulega lýst ágætlega á þetta mynstur, hef alltaf sagt það. En ég hef ekki nánari upplýsingar um það að sinni.”A, C og D liggur beinast við Þú segir að þetta sé einn af möguleikunum. Eins og staðan er í dag og hvernig viðræður allra flokka hafa þróast. Sérðu aðra vænlegri kosti í stöðunni en ríkisstjórn ykkar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks? „Eins og ég segi að þá finnst mér þetta vera æskilegasti kosturinn. En það hefur verið nefnt að þetta er tiltölulega naumur meirihluti og ég veit að það er fólk enn þá að tala saman víða. Þannig að það eru vissulega aðrir kostir í stöðunni en eins og ég segi, þá finnst mér þetta vera sá kostur sem að liggur hvað beinast við,” segir Pawel. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekki verið boðaður fundur milli formanna flokkanna þriggja. Hins vegar er búist við að þeir hittist eftir hádegi og að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins komi saman til fundar í kjölfarið en sá fundur hefur þó ekki verið boðaður. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39 Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Sjálfstæðisflokk vera æskilegasta kostinn í stöðunni og sá sem liggi beinast við. Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hittust á fundi í gær til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf en líklegt er talið að flokkarnir hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður á næstu dögum. Þá kom þingflokkur Viðreisnar til fundar í alþingishúsinu klukkan fimm í gær en samkvæmt heimildum fréttastofu var fundurinn meðal annars boðaður til að ræða málamiðlunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í sjávarútvegsmálum. Eftir fundinn sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, þingflokkinn hafa rætt ýmislegt en ekki væri tímabært að segja til um hvort eða hvenær formlegar viðræður hefjist milli flokkanna.Vísir/VilhelmHugsa í lausnum Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, játar því hvorki né neitar að fundurinn í gær hafi verið skref í átt að því að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Sjálfstæðisflokkinn. „Ég er sannarlega vongóður um það að við getum náð saman í þessu mynstri eða öðru. Ég held að það sé líka kominn sá tími að menn þurfi aðeins að setjast niður og átta sig á því að það er liðinn mánuður eða fimm vikur frá kosningum. Þannig að nú þurfa menn að fara að hugsa í lausnum,” segir Pawel.Áttu von á að þessir flokkar hefji formlegar viðræður í dag?„Ég bara satt að segja veit það ekki. Eins og ég segi, þetta er einn af þeim möguleikum sem er fyrir hendi. Mér persónulega lýst ágætlega á þetta mynstur, hef alltaf sagt það. En ég hef ekki nánari upplýsingar um það að sinni.”A, C og D liggur beinast við Þú segir að þetta sé einn af möguleikunum. Eins og staðan er í dag og hvernig viðræður allra flokka hafa þróast. Sérðu aðra vænlegri kosti í stöðunni en ríkisstjórn ykkar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks? „Eins og ég segi að þá finnst mér þetta vera æskilegasti kosturinn. En það hefur verið nefnt að þetta er tiltölulega naumur meirihluti og ég veit að það er fólk enn þá að tala saman víða. Þannig að það eru vissulega aðrir kostir í stöðunni en eins og ég segi, þá finnst mér þetta vera sá kostur sem að liggur hvað beinast við,” segir Pawel. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekki verið boðaður fundur milli formanna flokkanna þriggja. Hins vegar er búist við að þeir hittist eftir hádegi og að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins komi saman til fundar í kjölfarið en sá fundur hefur þó ekki verið boðaður.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39 Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39
Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00