
Sjáðu magnað myndband um baráttu Rosbergs og Hamiltons
Mikil spenna er í baráttunni um titilinn en Rosberg er í efsta sæti ökumannakeppninnar, 12 stigum á undan Hamilton. Rosberg dugir því að lenda í einu af þremur efstu sætum keppninnar í dag til að tryggja sér titilinn.
Í upphitun fyrir kappaksturinn á Stöð 2 Sport 2 HD var sýnt skemmtilegt myndband þar sem farið er yfir baráttuna á tímabilinu á milli þeirra Rosberg og Hamilton. Myndbandið má sjá efst í fréttinni.
Sjón er sögu ríkari.
Tengdar fréttir

Rosberg: Ég átti ekki svar við góðum akstri Lewis í dag
Mercedes liðið náði í sinn 20. ráspól á tímabilinu í dag, sem er met í Formúlu 1. Lewis Hamilton var talsvert fljótari en liðsfélagi sinn og keppinautur í heimsmeistarakeppninni. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Einvígi æskuvina í eyðimörkinni
Mercedes-félagarnir Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í lokakeppni tímabilsins sem fram fer í Abú Dabí á morgun. Rosberg stendur vel að vígi í einvíginu.

Ekki fyrsta einvígið í Formúlu 1
Einvígi Rosbergs og Hamiltons um helgina gæti komist í sögubækurnar sem eitt af frægari einvígjum Formúlusögunnar.

Í beinni: Lokakeppni Formúlunnar | Uppgjör Hamilton og Rosberg
Lewis Hamilton og Nico Rosberg, ökumenn Mercedes, berjast um heimsmeistaratitil ökuþóra í lokamóti tímabilsins í Formúlu 1.

Hamilton fljótastur á báðum æfingum fyrir einvígið í eyðimörkinni
Lewis Hamilton, maðurinn sem þarf að vinna upp 12 stiga forskot liðsfélaga síns, Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir lokakeppnina á tímabilinu í Formúlu 1.

Lewis Hamilton á ráspól í Abú Dabí
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.