Árni Bragi Eyjólfsson bjargaði stigi fyrir Aftureldingu gegn Akureyri í Olís-deild karla í kvöld, en hann jafnaði metin í 23-23 rúmri mínútu fyrir leikslok.
Hanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í N1-höllinni í Mosfellsbæ í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.
Akureyri var yfir framan af og í hálfleik leiddu þeir meðal annars með fimm mörkum, 13-8, en mest fór munurinn upp í sex mörk.
Hægt og rólega komst Afturelding inn í leikinn og að endingu jafnaði Árni Bragi rúmri mínútu fyrir leikslok, en bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn. Lokatölur 23-23.
Áðurnefndur Árni Bragi skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu, en þeir Kristján Orri Jóhannsson og Mindaugas Dumcius skoruðu báðir sex fyrir Akureyri.
Afturelding er áfram á toppnum með 19 stig, þremur meira en Haukar, en Afturelding er komið upp í áttunda sæti deildarinnar, af tíu liðum, með níu stig.
Árni Bragi bjargaði Aftureldingu | Myndir
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
