Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2016 13:11 Össur rýnir í hina pólitísku stöðu: "Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, rýnir í hina flóknu stöðu sem nú er uppi hvað varðar stjórnarmyndun. Fáir hafa eins mikla reynslu og Össur. Hann segir víst að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði ráðherra innan tíðar. Og hann segir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sitja uppi með Svarta Péturinn – og hefur þar ekki við annan að sakast en sjálfan sig.Benedikt lá á að komast úr vinstra faðmlaginu Þetta kemur fram í pistli sem Össur birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Hann segir dapurlegt að Katrínu hafi ekki tekist að mynda ríkisstjórn, en hún hefur nú skilað stjórnarmyndunarumboðinu til forseta lýðveldisins. Henni tókst ekki að sauma saman fimm flokka stjórnina. Össur segir að Katrín hefði orðið fínn ráðherra. „Katrín reyndi hins vegar til þrautar, og undirstrikaði rækilega gagnvart bolnum í VG - raunar vinstri vængnum öllum - að hún röri fyrir þá víkina sem krafist var. Það var henni og VG algerlega nauðsynlegt upp á eftirleikinn.“ Össur segir að Katrín sé farsæll stjórnmálamaður: „Hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að Viðreisn sæti uppi með svartapéturinn þegar upp úr slitnaði. Benedikt lá svo á að komast út úr faðmlaginu við vinstri vænginn að hann þreif með sér svartapéturinn óbeðinn - og VG slapp við að sýna á kortin gagnvart sjó.“Menúettinn hefur verið dansaður Þar með glutraðist niður merkilega sterk staða, að mati Össurar, sem Viðreisn hafði byggt upp í eftirtektarverðu tilhugalífi með Bjartri framtíð. „Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Og Össur heldur ótrauður áfram, stílfimur stjórnmálagreinandi sem hann er: „Menúettinn hefur verið dansaður og kóreógrafían er að ganga upp. Í stjórnmálum valda kringumstæður því stundum að ófúsir eru "gnúðir til ásta" - svo notað sé orðalag Steinólfs í Fagradal um trjónukrabbann. Nú taka við ein, kanski tvær lotur. Svo verður til ríkisstjórn. Aðstæðurnar - hugsanlega með góðri hjálp patríarkanna á báðum vængjum stjórnmálanna- eru líklega langt komnar með að teikna hana upp.“ Kosningar 2016 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, rýnir í hina flóknu stöðu sem nú er uppi hvað varðar stjórnarmyndun. Fáir hafa eins mikla reynslu og Össur. Hann segir víst að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verði ráðherra innan tíðar. Og hann segir Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, sitja uppi með Svarta Péturinn – og hefur þar ekki við annan að sakast en sjálfan sig.Benedikt lá á að komast úr vinstra faðmlaginu Þetta kemur fram í pistli sem Össur birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni. Hann segir dapurlegt að Katrínu hafi ekki tekist að mynda ríkisstjórn, en hún hefur nú skilað stjórnarmyndunarumboðinu til forseta lýðveldisins. Henni tókst ekki að sauma saman fimm flokka stjórnina. Össur segir að Katrín hefði orðið fínn ráðherra. „Katrín reyndi hins vegar til þrautar, og undirstrikaði rækilega gagnvart bolnum í VG - raunar vinstri vængnum öllum - að hún röri fyrir þá víkina sem krafist var. Það var henni og VG algerlega nauðsynlegt upp á eftirleikinn.“ Össur segir að Katrín sé farsæll stjórnmálamaður: „Hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að Viðreisn sæti uppi með svartapéturinn þegar upp úr slitnaði. Benedikt lá svo á að komast út úr faðmlaginu við vinstri vænginn að hann þreif með sér svartapéturinn óbeðinn - og VG slapp við að sýna á kortin gagnvart sjó.“Menúettinn hefur verið dansaður Þar með glutraðist niður merkilega sterk staða, að mati Össurar, sem Viðreisn hafði byggt upp í eftirtektarverðu tilhugalífi með Bjartri framtíð. „Hugsanlega snöggkól um leið merkilegasta tilraunin sem gerð hefur verið í íslenskri pólitík frá aldamótum - tilraunin um nýja miðju.“ Og Össur heldur ótrauður áfram, stílfimur stjórnmálagreinandi sem hann er: „Menúettinn hefur verið dansaður og kóreógrafían er að ganga upp. Í stjórnmálum valda kringumstæður því stundum að ófúsir eru "gnúðir til ásta" - svo notað sé orðalag Steinólfs í Fagradal um trjónukrabbann. Nú taka við ein, kanski tvær lotur. Svo verður til ríkisstjórn. Aðstæðurnar - hugsanlega með góðri hjálp patríarkanna á báðum vængjum stjórnmálanna- eru líklega langt komnar með að teikna hana upp.“
Kosningar 2016 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira