Leiðir Katrínar lokaðar Snærós Sindradóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/Eyþór Úti er um tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að mynda fimm flokka stjórn frá vinstri og yfir miðju. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vinstri græn vildu skoða hvort skipta mætti á Viðreisn og Framsóknarflokknum í fimm flokka ríkisstjórn en hugmyndin strandar á Bjartri framtíð og Pírötum. Þingmenn Bjartrar framtíðar funduðu fyrir hádegi í gær og með stjórn flokksins, sem í eru um áttatíu manns, í gærkvöldi. Á stjórnarfundinum var framtíð samstarfs flokksins við Viðreisn ekki á formlegri dagskrá. Þegar Fréttablaðið náði tali af Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, seinni partinn í gær sagði hann að ekki hefði verið rætt annað en að samstarfinu við Viðreisn yrði haldið áfram. Samstarf við Framsóknarflokkinn hafi ekki verið rætt. „Við höfum ekki sett það á borðið einu sinni. Það er bara eins og hver önnur fræðilega útreiknuð pæling. Við erum lítill flokkur og jafnvel í bandalagi við Viðreisn tiltölulega lítill hluti af þinginu.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar.Vísir/AntonÓttarr hafði í gær rætt við flesta formenn annarra flokka, þar á meðal Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Engar formlegar þreifingar hafa þó átt sér stað. Fari svo að það gliðni á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á enn eftir að sannfæra Pírata um samstarf við Framsóknarflokkinn. Píratar funduðu stíft í gær um þann möguleika en hljóðið var þungt eftir fundahöldin. „Við lendum alltaf á þeim stað að þjóðin kallaði eftir þessum kosningum út af Panamaskjölunum. Í Framsóknarflokknum er þingmaður sem var í skjölunum og tók að sér að semja við kröfuhafa um það hvernig kakan myndi skiptast á milli kröfuhafanna og þjóðarinnar, þegar konan hans var kröfuhafi. Við lendum alltaf þar,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Heimildir Fréttablaðsins herma að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins sem var í Panamaskjölunum, sé algjörlega einangraður innan hans og á meðal þingmanna sé talað um Framsóknarflokkinn sem sjö manna þingflokk í stað átta. Píratar hafa velt því upp hvort afstaða þeirra væri önnur ef Sigmundur væri ekki fyrir á fleti. „En þá horfum við á önnur mál sem flestir flokkar töluðu um, sem er að fara markaðsleið með útboði á aflanum. Vinstri græn í þessum stjórnarviðræðum voru búin að opna á markaðsleiðina en við sjáum bara ekki möguleikann á að Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn að gera það. Hann er sérhagsmunagæsluflokkur fyrir sjávarútveginn,“ segir Jón Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Úti er um tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að mynda fimm flokka stjórn frá vinstri og yfir miðju. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Vinstri græn vildu skoða hvort skipta mætti á Viðreisn og Framsóknarflokknum í fimm flokka ríkisstjórn en hugmyndin strandar á Bjartri framtíð og Pírötum. Þingmenn Bjartrar framtíðar funduðu fyrir hádegi í gær og með stjórn flokksins, sem í eru um áttatíu manns, í gærkvöldi. Á stjórnarfundinum var framtíð samstarfs flokksins við Viðreisn ekki á formlegri dagskrá. Þegar Fréttablaðið náði tali af Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, seinni partinn í gær sagði hann að ekki hefði verið rætt annað en að samstarfinu við Viðreisn yrði haldið áfram. Samstarf við Framsóknarflokkinn hafi ekki verið rætt. „Við höfum ekki sett það á borðið einu sinni. Það er bara eins og hver önnur fræðilega útreiknuð pæling. Við erum lítill flokkur og jafnvel í bandalagi við Viðreisn tiltölulega lítill hluti af þinginu.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar.Vísir/AntonÓttarr hafði í gær rætt við flesta formenn annarra flokka, þar á meðal Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Engar formlegar þreifingar hafa þó átt sér stað. Fari svo að það gliðni á milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á enn eftir að sannfæra Pírata um samstarf við Framsóknarflokkinn. Píratar funduðu stíft í gær um þann möguleika en hljóðið var þungt eftir fundahöldin. „Við lendum alltaf á þeim stað að þjóðin kallaði eftir þessum kosningum út af Panamaskjölunum. Í Framsóknarflokknum er þingmaður sem var í skjölunum og tók að sér að semja við kröfuhafa um það hvernig kakan myndi skiptast á milli kröfuhafanna og þjóðarinnar, þegar konan hans var kröfuhafi. Við lendum alltaf þar,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Heimildir Fréttablaðsins herma að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður flokksins sem var í Panamaskjölunum, sé algjörlega einangraður innan hans og á meðal þingmanna sé talað um Framsóknarflokkinn sem sjö manna þingflokk í stað átta. Píratar hafa velt því upp hvort afstaða þeirra væri önnur ef Sigmundur væri ekki fyrir á fleti. „En þá horfum við á önnur mál sem flestir flokkar töluðu um, sem er að fara markaðsleið með útboði á aflanum. Vinstri græn í þessum stjórnarviðræðum voru búin að opna á markaðsleiðina en við sjáum bara ekki möguleikann á að Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn að gera það. Hann er sérhagsmunagæsluflokkur fyrir sjávarútveginn,“ segir Jón Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira